Faxi


Faxi - 01.03.1986, Blaðsíða 9

Faxi - 01.03.1986, Blaðsíða 9
Flutningsgeta 66 KV Iínul5 MW 20 Rafmagnsframleiðsla í Svartsengi 6MW 26 - 33 MW Ljóst er að laxeldisáform á Reykjanesi auka verulega aflþörf rafmagns frá því sem Orkuspá gerir ráð fyrir. Samkvæmt spá Orkuspárnendar gætu fiutnings- línur fullnægt Suðurnesjum allt til 1991, en raforkuþörf laxeldis- stöðva skekkir hinsvegar þá áætl- un það mikið að segja má að raf- orku skortur sé fyrirsjáanlegur þegar í árslok 1987. Það er alveg augljóst að ekki er langur tími til stefnu til þess að mæta þeim vanda sem hér er á ferð. Við þess- ar aðstæður er það ljóst að sam- eining rafveitu og hitaveitu gerir alla aðstöðu Suðurnesjamanna til baráttu og árangurs mun sterkari. Það hefði orðið býsna vonlítil staða, ef upp hefði komið, að raf- veiturnar væru hver í sínu horni að kvarta yfir raforkuskorti og lágri spennu, en RARIK hefði hinsvegar ekki vilja eða getu til að leysa málið á viðunandi hátt. I þessari stöðu í málinu eru tveir kostir mögulegir, þ.e. að endur- byggja háspennulínur frá Elliða- ám eða auka raforkuframleiðslu á svæðinu, sem yrði þó eigi að síður að fylgja eftir með aukinni flutn- ingsgetu aðflutningslínanna frá landskerfinu. Þessar staðreyndir gerir stjórnin sér fullljósar og hefir hún hafist handa í samræmi við það. En ég tel ástæðu til þess að kynna framtak stjórnar í þessu máli, svo að ljóst sé að hún hefir ekki sofið á verðinum. í bréfi, dags. 23. des. 1985 til Iðnaðarráðherra segir svo: Hitaveita Suðurnesja fer þess á leit við hið háa ráðuneyti að henni verði veitt heimild til að virkja 25 MW rafmagns í landi Húsatófta og í Svartsengi. í landi Húsatófta er fyrirhugað að virkja 15 MW í einni eða tveimur eimsvalagufu- hverflum, en í Svartsengi er fyrir- hugað að virkja 5 — 10 MW í eims- valahverflum. I bréfinu er ósk þessari fylgt eft- ir með ýtarlegum rökstuðningi fyrir hagkvæmni slíkrar virkjun- ar. í bréfi dags. 10. jan. 1986 vísar iðnaðarráðuneytið til bréfs HS og telur þar að útgáfa virkjunar- heimildar til Hitaveitu Suður- nesja falli að þeirri stefnu er Al- þingi hefir mótað í ný samþykkt- um breytingum á lögum um fyrir- tækið. Áður en til leyfisveitingar getur komið þarf þó samkvæmt Iögum: 1) Að gera samrekstrarsamning milli Hitaveitu Suðurnesja og Landsvirkjunar. 2) Að senda umsókninga til Orku- stofnunar til umsagnar. 3) Að fullnægja skilyrðum sem ríkisstjórnin kann að setja fyrir heimildinni í því skyni að tryggja hagkvæman heildarrekstur raf- orkukerfisins. I samræmi við ofanritað hefir iðnaðarráðuneytið óskað um- sagnar Orkustofhunar um um- sókns hitaveitunnar. Jamframt hefur hitaveitan ósk- að eftir viðræðum við Landsvirkj- un. Á þessu stigi málsins er ekki vitað hvenær leyfi til virkjunar í Svartsengi og/eða Eldvörpum liggur fyrir né heldur hver við- brögð annarra hagsmunaaðila kunna að verða. Það er hinsvegar augljóst að við megum lítinn tíma missa, ef við ætlum ekki að láta spennufall og orkuskort hrjá Suð- urnesjamenn. Það er ennfremur jamljóst, að með einni sameigin- legri orkuveitu hafa sveitarfélögin sameinað áður sundraða krafta til átaka, sem eiga að tryggja öllum Suðurnesjamönnum betra mann- líf. KEFLAVÍKURBÆR t Gleðilegt sumarí Bœjarstjórn Keflavíkur óskar Keflvíkingum og öðrum Suður- nesjamönnum gleðilegs sumars og þakkar samstarfið á liðnum vetri. TILKYNNING frá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja Samkvæmt reglugerð nr. 390/1985 um starfsleyfi fyrir atvinnu- rekstur sem getur haft í för með sér mengun, mun tillaga Hollustuverndar ríkisins um starfsleyfi handa Fiskimjöli og Lýsi hf. í Grindavík, liggja frammi á bæjarskrifstofu Grindavíkur til kynningar þeim aðilum sem rétt hafa til að gera athugasemdir. Rétt til að gera athugasemdir hafa eftirfarandi aðilar: 1. Sá sem sótt hefur um starfsleyfi svo og forsvarsmenn tengdrar eða nálægrar starfsemr. 2. íbúar þess svæðis, sem ætla má að geti orðið fyrir óþæg- indum vegna mengunar. 3. Opinberir aðilar, félög og aðrir þeir sem málið varðar. Skriflegar athugasemdir skulu hafa borust til Heilbrigðis- eftirlits Suðurnesja fyrir 2. maí 1986. Heilbrigöísfulltrúar FAXI 85

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.