Faxi


Faxi - 01.03.1986, Blaðsíða 22

Faxi - 01.03.1986, Blaðsíða 22
Sigvtrbergur H. Þorld&som Kirkja á Útskálum síðan 1397 í tveimur síðustu Faxablöðum var sagt frá nýjum hljóðfær- um í kirkjum á Suðurnesjum. I því sambandi var bent á að Sigurbergur H. Þorleifsson f.v. vitavörður á Garðskaga hafi flutt fróðlega ræðu er pípuorgelið var vígt í Útskálakirkju, en þar var hann í sóknarnefhd í 50 ár og meðhjálpari í 52 ár. Hann var auk þess mjög virkur í málemum sveitarfélagsins og frjálsu félagsstarfi í byggðarlaginu. Hann varð því snemma fróðastur um sögu kirkjunnar og málefhi hennar. Eiginkona Sigurbergs er Asdís Káradóttir. Ræða Sigurbergs fer hér á eftir: Virðulega samkoma. Okkur hjónunum er það mikið gleðiefni að mega vera viðstödd þessi há- tíðahöld vegna vígslu hins nýja pípuorgels í Útskálakirkju. Þá hefur ræst sá draumur margra áhugamanna að hljómleikur og söngur við guðsþjónustur í Út- skálakirkju geti farið fram við sem bestar aðstæður. Þessi áfangi hefur náðst fyrir stórhug þeirra sem í upphafi settu sér háleit markmið og atorku þeirra sem síðar hafa unnið að fjáröflun og framkvæmdum. Sérhver byggð á sína sögu. I skráðum heimildum er talið að kirkja hafí fyrst verið reist á Út- skálum árið 1397 eða jafnvel fyrr. í margar aldir hefur söngur ómað frá Útskálakirkju drottni til dýrð- ar. Þá er ekki úr vegi að líta til baka og kynnast örlítið hljóðfæraeign kirkjunnar á liðinni tíð. Þetta nýja orgel sem tekið er í notkun í dag mun vera hið fjórða í röðinni. Kirkjan eignaðist fyrsta orgelið árið 1879. Var það keypt fyrir gjafafé og kostaði kr. 328.50. Fyrsti organistinn var Loftur Guð- mundsson og var hann sendur til náms í orgelleik. Kostnaður við nám hans nam kr. 150.00. Ekki var hægt að koma orgelinu fyrir á kirkjuloftinu eins og þá hagaði til og varð því að byggja pall framan við kirkjuloftið fyrir orgelið og söngfólk. Kostn. við það var kr. 121.00. Þessi pallur var fjarlægð- ur árið 1924 og sönglofti kirkj- unnar breytt í núverandi horf. Næst eignaðist kirkjan orgel árið 1906. Mér hefur verið sagt að það hafi verið keypt notað frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík, en hvergi hef ég séð það skráð. Þriðja orgel- ið eignaðist kirkjan árið 1935. Var það fyrir forgöngu Þorláks Bene- diktssonar og fimm manna nefnd- ar, sem safnaði fé fyrir kaupverð- inu, kr. 2400.00. Gamla orgelið frá 1906 var selt fyrir kr. 300.00. Þetta orgel hefur reynst vel og hef- ur verið í notkun fram að þessum tíma. Ekkert þessara hljóðfæra var pípuorgel. Við guðsþjónustur á þessu tíma- bili, til dagsins í dag, hafa 10 org- anistar verið ráðnir í fast starf við Útskálakirkju. í forföllum hafa svo aðrir hlaupið í skarðið. Fast- ráðnir organistar hafa verið: Loftur Guðmundsson, Jón Lax- dal tónskáld, Marta Pétursdóttir Guðjohnsens tónskálds, Jón Ein- arsson frá Endagerði á Miðnesi, Þorgeir Pálsson í Keflavík, Þor- steinn Árnason, Þorlákur Bene- diktsson, Auður Tryggvadóttir, Þorsteinn Gunnarsson, Jónína Guðmundsdóttir. Auður Tryggvadóttir hefur starf- að lengst þeirra allra. Jónína Guðmundsdóttir er núverandi organisti. Það var á aðalsafnaðarfundi árið 1958 að fyrst var rætt um að æski- legt væri að kirkjan eignaðist Gleðilegt sumar Óskum öllum íbúum Miðneshrepps og öörum Suöurnesjamönnum gleöilegs sumars og þökkum samstarfiö á liðnum vetri HREPPSNEFND MIÐNESHREPPS OG SVEITARSTJÖRI pípuorgel, en löngum hefur verið talið að pípuorgel sé nauðsyn við flutning kirkjutónlistar. Svo gerðist það 16. des. 1960 að Þorlákur Benediktsson, fyrrum kaupmaður í Akurhúsum og um skeið söngstjóri kirkjukórsins, gaf Útskálakirkju kr. 25.000.00, til minningar um eiginkonu sína, Jórunni Olafsdóttur, er lést 13. nóv. 1959. Með þessari fjárhæð skyldi stofnsettur sjóður og verja til kaupa á pípuorgeli. Á 100 ára afmæli Útskálakirkju árið 1961 bættust fjárhæðir í þennan sjóð og síðar bárust sjóðnum nokkrar gjafir. Á næstu árum komu myntbreyt- ingar og gengisfellingar. Ekki þarf að lýsa áhrifum þeirra á verðgildi sjóða. En svo ber það til tíðinda árið 1983 undir forystu Eiríks Guðmundssonar sóknarnefndar- formanns, að sóknarnefndinni tekst að vekja áhuga á því að kaupa pípuorgel í kirkjuna. Síðan hefur verið unnið af miklum krafti að fjáröflun. Leitað var fanga bæði utan safnaðar og inn- an. Söfnuðurinn tók þessu máli af miklum skilningi og fornfýsi. Árangur af þessu vel unna starfi er sá, eins og við öll vitum, að í Útskálakirkju er komið vandað 10 radda pípuorgel með 10 ára ábyrgð. Orgelsmiður er Bernhart Tsökkel, StuttgartíV-Þýskalandi. Samkvæmt upplýsingum frá for- manni sóknarnefndar, Eiríki Guðmundssyni, þá kostar orgelið komið í kirkjuna kr. 1.094.118.80. Gjafir hafa numið um kr. 600.000.00 og við bætast vextir af þeim. Til að greiða mis- muninn hefur verið tekið bráða- birgðalán úr Kirkjugarðssjóði Út- skálakirkju. Ég er þess fullviss að söfnuðurinn þakkar öllu því fólki, sem á hlut að því að þessi hugsjón er orðin að veruleika. Það er ánægjulegt fyrir Útskála- söfnuð að geta hugsað til þess, að með tilkomu hins nýja orgels verður hægt að flytja stærri tón- verk í gömlu kirkjunni okkar. Við hjónin þökkum sóknar- nefndinni fyrir að bjóða okkur til mannfagnaðar í tilefni af því, að í dag hefur Útskálakirkju og söfn- uði verið afhent til eignar vandað pípuorgel. Við flytjum sóknar- presti, organista, kirkjukór og söfnuði bestu hamingjuóskir með nýja orgelið. 98 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.