Faxi


Faxi - 01.03.1986, Blaðsíða 30

Faxi - 01.03.1986, Blaðsíða 30
MINNING Avni Þorsteinsson SKIPSTJÓRI f. 14.11. 1908 - d. 10.03. 1986 Þann 10. mars s.l. andaðist á Vífilsstaðaspítala eftir nokkuð langvarandi veikindi, Árni Þor- steinsson, Suðurgötu 16 í Kefla- vík. Með honum er genginn einn af þekktustu og virtustu borgur- um þessa bæjar. Hann fæddist 14. nóvember 1908 að Gerðum í Garði og þar dvaldist hann sín æsku og uppvaxtarár. Foreldrar Árna voru hjónin Guðný Helga Vigfúsdóttir, f. 22.9. 1882 og Þorsteinn Árnason, f.28.10. 1885. Þau settu bæði mikinn svip á sitt umhverfi, hún sem húsmóðir á barnmörgu heimili og hann sem sjómaður og síðar hagleiksmaður og húsagerðar- maður. Eins og önnur ungmenni á þessum tímum, þá komst Árni skjótt í kynni við sjósókn og fiskvinnslu. 15 ára gamall ræðst hann í skipsrúm á mótorskipið Gunnar Hámundarson. Ekki var skipshöfnin af verri endan- um, því faðir hans var vélamað- ur og Kristinn föðurbróðir hans einn af hásetunum. Árni hafði hug á því að afla sér verkmenntunar. Hóf hann því nám í járnsmsíði, en hvarf fljót- lega aftur á sjóinn. Kom þannig fljótlega í ljós, hvar hugur hans átti heima. 18 ára gamall tók hann síðan hið minna stýri- mannapróf og er hann eftir það á ýmsum bátum, m.a. hjá frænda sínum Kristni á Trausta sem Kristinn gerði út frá Garð- inum ásamt nokkrum öðrum. Þann 11. apríl 1933 skeður sá atburður sem síðar leið Árna aldrei úr minni. Þennan vetur var hann háseti á togaranum Skúla fógeta og nú var verið að ljúka veiðiferð. Þeir voru á leið til Reykjavíkur og var togarinn hlaðinn ísfiski. Það var vonsku- veður, snjókoma og hvassviðri. Það er svo klukkan hálf tvö um nóttina, þegar togarinn er stadd- ur skammt vestan við Staðar- hverfi í Grindavik, að skipið rekst á sker og skipti engum tog- um að hann fyllist strax af sjó, sígur niður að aftan og rennur út af skerinu. 37 manna áhöfn var á skipinu og í þeim ólögum sem gengu yfir skipið skoluðust nokkrir þeirra fyrir borð og drukknuðu. Björgunarsveit Slysavamafélags Grindavíkur kom á strandstað um kl. fimm um morguninn. Tókst henni að bjarga öllum þeim sem voru eftir um borð, alls 24 mönnum. Það var Árna mikil og skelfileg þol- raun að sjá á eftir 13 félögum sínum í hina votu gröf hafsins. Baráttan við Ægi og það að horf- ast í augu við dauðann og æðrast hvergi hefur verið hlutskipti ís- lenskra sjómanna svo lengi sem landið okkar hefur verið byggt. Það leið því ekki á löngu, þar til Árni var kominn aftur á sjóinn og í þetta skipti á bátnum Árna Árnasyni, en þann bát gerði Kristinn föðurbróðir hans út og var jafnframt skipstjóri á. Þar næst tekur við langt tímabil, þar sem Árni hefur skipstjórn á hendi á mörgum góðum fiski- skipum. Þar á meðal má nefna Stellu frá Norðfirði, Munin og Keili úr Sandgerði, Björninn II úr Keflavík og Rúnu frá Akur- eyri. Árni Þorsteinsson hafði ákaf- lega gott orð á sér sem sjómaður og skipstjóri. Hann hafði og allt sem til þurfti að bera, dugnað, áræðni og staðgóða þekkingu á hafinu, skipum og ekki hvað síst hafði hann gott lag á sínum mannskap. Hann var því mjög virtur af sínum samverkamönn- um og lýsir sú staðreynd betur en mörg orð mannkostum hans. Góð kunnátta og áhugi fyrir því sem betur mátti fara réði því, að Árni var fenginn til þess, fyrstur manna hér á landi, að gera tilraun með nýtt veiðarfæri, hringnótina. Fór hann fyrst til Svíþjóðar, þar sem hann kynnt- ist hringnótinni og meðferð hennar. Eftir heimkomuna fór hann til tilraunaveiða á mótor- skipinu Böðvari. Lærðu síðan margir aðrir sjómenn hjá Árna. Þetta var árið 1940 og flestir vita hversu mikilvægt veiðarfæri hringnótin varð síðar. Árið 1949 sest Árni aftur á skólabekk og lýkur nú stýri- mannaprófi hinu meira. Að því loknu snýr hann sér að útgerð, gerist meðeigandi í mótorbátn- um Vísi og er jafnframt sjálfur skipstjóri. Var hann oftast við stjórnvölinn á Vísi þar til hann hættir sjómennskunni, fer í land sem kallað er, árið 1958. Þegar Árni kom í land, þá var ekki setið auðum höndum. Hann aflaði sér réttinda fiskmats- manns og vann um nokkurt skeið við fiskvinnslu og fiskmat. Þá starfaði hann um nokkur ár sem yfirverkstjóri hjá Keflavík- urbæ og síðan sem fram- kvæmdastjóri Skipaafgreiðslu Suðurnesja. En áhuginn á haf- inu og skipstjórn var ekki langt undan. A þessum árum var hann oft fenginn til að fara með eða sækja skip til útlanda, hvort sem verið var að fara með þau til viðgerða, eða kaupa ný skip heim. Kunni Árni margar skemmtilegar sögur úr þeim ferðum. Síðustu ferðina fer hann, er hann var um sjötugt. Jafnframt þessu var Árni laus- ráðinn hafnsögumaður við Landshöfnina í Keflavík-Njarð- vík. Síðar var hann fastráðinn í það starf og gegndi því þar til hann varð að láta af starfi fyrir aldurs sakir. Þar sem Árni gat ekki hugsað sér verra hlutskipti en að hafa ekkert fyrir stafni, þá réðist hann til Fjölbrautaskóla Suðurnesja sem gæslumaður og var við það þann tíma sem hann hafði heilsu til. Árni lét félagsmál sjómanna nokkuð til sín taka. Var hann m.a. í stjórn Skipstjóra- og stýri- mannafélagsins Vísis um nokk- urt skeið. Einnig sat hann mörg þing Farmanna- og fiksimanna- sambandsins sem fulltrúi Vísis. Meðfram öðrum störfum sín- um, þá var Árni dómari í sjó- rétti um langt skeið. Lagði hann mikla alúð í sín störf þar enda skiptir ætíð miklu máli, að þeir sem fá það hlutskipti að kveða upp dóma um meðbræður sína láti réttlætið sitja í fyrirrúmi. Eftirlifandi kona Árna er Jenný Lovísa Einarsdóttir, f. 9.4. 1912 að Grund í Miðnes- hreppi. Fyrri maður Jennýjar, Einar Haukur Jónsson, bif- reiðastjóri hjá Steindóri Einars- syni, lést af veikindum árið 1935. Jenný og Haukur áttu þrjú börn, Önnu Margréti f. 28.4. 1932, Einarínu Sigurveigu f. 29.4. 1934 og Hauk f. 16.8. 1935. Árni og Jenný keyptu húsið Hvamm í Sandgerði árið 1936 og bjuggu þar sín fyrstu hjúskaparár. Árið 1942 flytja þau til Keflavíkur. Þá var húsið í Hvammi tekið í sundur og reist á nýjum grunni að Suðurgötu 16 í Keflavík. Þetta verk annaðist Þorsteinn, faðir Árna. Að Suð- 106 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.