Faxi


Faxi - 01.03.1986, Blaðsíða 26

Faxi - 01.03.1986, Blaðsíða 26
MARGRÉT GUÐNAJDÓTTIR fyrsLi kvenprófessor við Háskóla Islands Nokkrar vangaveltur og fyrir- spurnir hafa orðið vegna skrifa undirritaðs í síðasta Faxa, um farsælt nám og dugnað þeirra Útskálasystkina. Það hefur verið dregið í efa, að ég hafi farið rétt með er ég taldi að Elísabet M. Guðmundsdóttir væri fyrst Suðurnesjakvenna að ljúka doktorsprófi og verja rit- gerð sína. Nafn Margrétar Guðnadóttur frá Landakoti á Vatnsleysu- strönd var eitt tilgreint sem fyrsta kvendoktors af Suður- nesjum. Ekki var sanngjarnt að hafa þann heiður af prófessor Margréti, ef rétt reyndist, auk þess, sem Faxi vill ávallt hafa það sem sannara reynist. Ég hafði því samband við Margréti og fékk hjá henni stað- festingu fyrir því að hún hefur ekki skrifað doktorsritgerð. í önn sérgreinar sinnar ekki gefið sér tíma til þess. Mér varð hins vegar ljóst að hún er mikilhæf kona sem hefur aflað sér sess í íslandssögunni, með því að verða fyrst kvenna prófessor við Háskóla Islands. Margrét er fædd 1929. For- eldrar hennar voru Guðni Ein- arsson og seinni kona hans Guð- ríður Andrésdóttir. Þau bjuggu að Landakoti á Vatnsleysu- strönd, og áttu einnig einn son, Eyjólf. Með fyrri konu sinni Guðfinnu Loftsdóttur, átti Guðni 4 börn. Elst er Eyrún, Systkinin flrú Land- akoti ú Vatnsleysu- strönd. Aftari röð frú vinstri: Jón Guöni, Guðmunda, Eyrún og Eyjólfur. Sitjandi eru: Lilja og Margrét. Hjónin í Landakoti Guðni Einarsson og Guðríður Andrés- dóttir. síðan Guðmunda, Jón Guðni og Lilja. Margrét varð stúdent úr stærð- fræðideild Menntaskólans í Reykjavík 1949. Lauk læknis- fræðinámi við Háskóla íslands 1956. Vann eitt ár við rannsókn- arstörf að Keldum. Hlaut styrk úr vísindasjóði til framhalds- náms í Bandaríkjunum 1958 og lagðiþáfyrir sig veirufræði, sem sérgrein. Þegar hún kom frá U.S.A. 1960 tók hún við for- stöðustarfi rannsóknarstöðvar- innar að Keldum. Arið 1969 var hún síðan ráðin prófessor í veirufræðum við Háskóla Is- lands fyrst kvenna, eins og fyrr er greint frá og starfar þar enn. Það er fyrst 1. janúar s.l. sem önnur kona hlýtur svo háa stöðu við háskólann. Sú heitir Þórdís Kristmundsdóttir og kvað kenna lyfjafræði lyfsala. Staðreyndir eru því þær að prófessor Margrét Guðnadóttir hefur að verðleikum hlotið eftir- sóknarverðustu stöðu í fræðslu- kerfi þjóðarinnar fyrst allra kvenna og doktor Elísabet M. Guðmundsdóttir orðið fyrst Suðurnesjakvenna til að afla sér doktorsnafnbótar, sem er vottur um menntun, gáfur og vilja- styrk. Báðar hafa þær verið sér, ættfólki sínu og heimabyggðum til sóma. Faxi ber virðingu fyrir slíku fólki og óskar þeim heilla og farsældar. J.T. aq07-79ö^ ^Agj|||þ Jf Sparisjóðurinn í Keflavík ^? V£*UF ÓSKUM VIÐSKIPTAVINUM OG STARFSFÓLKI OKKAR FARSÆLDAR Á KOMANDl SUMRIOG ÞÖKKUM SAMSTARFIÐ Á LIÐNUM VETRL 102 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.