Faxi


Faxi - 01.03.1986, Blaðsíða 34

Faxi - 01.03.1986, Blaðsíða 34
honum á voldugan og spakvitran Drottin. Skaparinn og lífsundrið voru honum eitt. , ,Sú hönd, sem að sólinni heldur á braut og hundruðum blikandi stjarna, sem fæðir hvert strá f lágri laut og lýkur upp blómkrónu- kjarna. . ." Af guðspjallabók náttúrunnar las hann sinn lífsskilning um eðli og skyldleika alls sem er, og lífs- undrið vakti honum lotningu og var honum sífelldur gleðigjafi. ,,Já, dýrðlega skapar Drottinn!" Fegurð lífsins Alls staðar má sjá Drottins dýrð og dásemdir tilverunnar, því allt, sem að mannlegt auga sér í unaðssemd náttúrunnar, allt eru þetta gjafir Guðs gerðar oss mönnum kunnar. Við getum skoðað Drottins dýrð í döggvotu sumarblómi. Við morgunsólu það brosir blítt af blöðum þess stafar ljómi. Með skrauti sínu það skýrir oss frá Skaparans helgidómi. Við getum hlustað á Drottins dýrð í draumblíðu fuglakvaki, þegar þeir syngja um sól og vor svo sætlega að undir taki, líðandi hátt um loftin blá með listrænu vængjablaki. Eilífðarmálin voru honum og einkar hugstæð. Hvað markar líf og dauða, þetta undur, sem lífs- hlaup okkar er í stundarglasi tím- ans? Tíminn Tíminn fram streymir ár eftir ár og enginn fær skeið hans tafið. Þó aldur manna sé oft mishár er allt slíkt í skuggum vafið. Hver dagur er eins og daggartár, sem drýpur í aldahafið. Já tíminn er aðeins eitt andartak, sem yfir við ráða kunnum. Svo er hann horfinn burt og á bak en ber með sér hvað við unnum. Og þá er of seint að bera blak um þá braut, sem við sjálfir runnum. Og enginn veit upphaf né endirinn. Það er svona skrítið með tímann. Hann kemur og fer, svo fábrotinn og fyrir hann dregin gn'man. Það tekur þó allt saman tímann sinn hvernig tekst okkur jarðlífsglíman. Oft velti faðir minn fyrir sér mannlegu eðli í víðum skilningi. Mannlegt eðli er margslungið og má margt um það læra á langri ævi. Viðburðir daganna kristall- ast út sem reynsla, en það er lífs- ins list að eflast af raun og öðlast vit til að velja lífi sínu lausnir við hæfi. Ævin kenndi honum æðru- leysi og hugarró og oftlega þegar mæðir á í mínu lífi fer ég með eft- GRINDAVÍK Gleðilegt sumar Bœjarstjórn Grindavíkur óskar Grindvíkingum og öörum Suöumesjamönnum gleöilegs sumars og þakkar samskiptin á liönum vetri. Bœjarstjórn Grindavíkur ÓSKUM ÖLLUM SUDURNESJAMÖNNUM gleðilegs sumars OG ÞÖKKUM VIÐSKIPTIN Á LIÐNUM VETRI I Aöalstöðin irfarandi ljóðlínur hans mér til hugarhægðar. Skin og skúrir Himindöggin hrein og tær, hreinsar loft og vökvar blómin. Síðan brýst fram sólin skær, svipast um allt himinljóminn. Svona er lífið sitt á hvað, sólarbirta allan daginn, síðan dimmir aftur að ekkert virðist ganga í haginn. Þó að æði hret og hríð hvað sem fleira yfir dynur, líttu á alla liðna tíð lærdómsríka kæri vinur. Best er að halda hugarró hafa af störfum sínum yndi. Ungur lærði ég á sjó að aka seglum eftir vindi. Þó vandlifað sé í henni veröld þá verður það samt ungra manna hátt- ur að hrífast. Hlæjandi hafði faðir minn yfir eftirfarandi „bernsku- brek" sitt, sem áreiðanlega átti ekki að fara hærra. Honum þótti það lýsa einfeldni hins unga, eldmóði sem kom honum öldnum undarlega fyr- ir sjónir. En hví ekki að láta það flakka? Þar eru margir eðliskostir hafðir á orði og það gneiastar af lífs- þorsta, orðgnótt og fjöri. Lítið er ungs manns gaman. Ungur ökumaður Er bílinn ég keyri á fljúgandi ferð, þá finnst mér sem hugur minn lyftist til hæða. Ég gagntekinn, hrifinn af vellíðan verð af vorsólar angan lífsins gæða. Mér finnst að ég hafi í höndunum sverð þann hjör, sem er máttur snjallra kvæða. Eg uni mér glaður, því yndælt sprund við aðra hlið mína situr. Hún hefur svo netta og mjúka mund og mærin er fögur, góð og vitur. Hún hefur svo glaða og létta lund og ljósgeisla augnaráðið flytur. Ef væri ég konungur fríður og frjáls og frægur af riddara verkum til sigurs, sem berðist með sverðinu stáls með sannleikans höndunum sterkum og leitaði að auðlegðum sálar míns sjálfs, sem sæmd er að höfðingja merkum. Þá krypi ég óðar við ungmeyjar skaut því ástin mér svellur í hjarta þá leystist úr viðjunum lífsins þraut og ljós yrði úr myrkrinu svarta. Svo keyrði ég ánægður ævinnar braut með ástmey svo fagra og bjarta. En það var ekki stundarhrifning heldur raunsannir kærleikar, sem kveiktu honum eftirfarandi vísu- brot, sem hann í erli dagsins, skenkti móður minni hátt á áttræð- isaldri. Ég hafði á orði að það væri gaman að fá svona gjöf, hvenær það hefði orðið til og hvort ég mætti skrifa það niður. ,,Ætli það haíi 110 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.