Faxi


Faxi - 01.03.1986, Blaðsíða 29

Faxi - 01.03.1986, Blaðsíða 29
Það lá við að maður fyndi lyktina af úlfaldamykjunni. Frásaga af Móse og ísraelslýð í eyðimörkinni rifjaðist upp fyrir mér. í Gt. er hann fyrirmynd Krists sem sá er frelsar menn úr ánauð. Lögmálið og Sínaí komu í hugann, en segja má að í boðorð- unum sé að finna rætur vestrænn- ar siðmenningar, sem birtist nú skýrast í mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Við komum til Tel Aviv síðdegis og fréttum þá af hryðjuverkunum í Vín og Rómaborg. Þegar við héldum við London á mánudags- rnorgni var greinilegt á öllu að ísraelsmenn höfðu hert eftirlit rneð ferðamönnum. Sama máli gegndi um Heathrow-flugvöll í London þegar við komum þangað heilu og höldnu. Einn ferðafélag- anna, Jón Sólnes, líkti komunni til London við að vera kominn í hlaðvarpann heima. Við sungum messa í Dönsku kirkjunni á gamlársdag ásamt sendiráðsprestinum sr. Jóni A. Baldvinssyni. Um kvöldið fögn- uðum við nýju ári á Kennedy- hótelinu. Þar voru margar ræður fluttar og þakkir færðar öllum sem lögðu sitt af mörkum til þess að ferðin tækist sem best. Þar áttu skemmtilegir kór- og ferðafélagar stóran hlut að máli. Að baki var ógleymanleg og lærdómsrík ferð. Það er þakkarvert að hún gekk vel ogáfallalaust fyrir sig. Skipulagn- ing og aðbúnaður í alla staði til íyrirmyndar. Ég ætla mér ekki að greina frekar frá dvölinni í Lond- on. Farið var í skoðunarferðir, en flestir kusu að hafa frjálsar hend- Aíessa sungin í Dönsku kirkjunni i' London. Fyrir framan BuckinghamhöU. ur og slepptu konunum lausum í verslanir. Heim til íslands var haldið þann 5. janúar og sannaðist þá á land- anum sem oft áður að heima er best, þótt heimurinn hafi upp á margt að bjóða. íslendingar hafa allt frá stofnun ísralesríkis haldið góðum sam- skiptum við ísraelsmenn. Ásgeir Ásgeirsson, forseti, fór í sína fyrstu opinberu heimsókn til Isra- els. Ef ég fer rétt með voru Ólafur Thors og David Ben Gurion góð- kunningjar. Golda Meir kom í heimsókn til Islands og skemmst er að minnast að Steingrímur Her- mannssosn, forsætisráðherra, fór nýverið til ísraels. Menningarsamskipti þjóðanna hafa verið með ágætum. Einn af þeim fjölmörgu aðilum sem styrktu kórinn til fararinnar var Menntamálaráðuneytið í Reykja- vík. Menningarsamskipti þjóða eru ómetanleg og eiga vonandi eft- ir að aukast í viðsjárverðum heimi. Fátt skapar betri skilning milli þjóða. Gyðingurinn Martin Buber minnti á bræðralag þjóða með eft- irminnilegum hætti er hann sagði: , ,í upphafi hélst frelsi, jafn- rétti og bræðralag í hendur. Frels- ið hélt í vestur en breyttist á leið- inni. Jafnréttið fór í austur en tók á sig nýja mynd á leiðinni. Enginn veit hvað kom fyrir bræðralagið. Það virðist hafa glatast". Svarið við spurningu Bubers er fólgið í samskiptum þjóða. Við fórum þessa ferð til ísraels og Egyptalands í nafni bræðra- lags. Styrktarfélag aldradra á Suðurnesjum Styrktarfélag aldraðra hefur alla tíð verið ákaflega virkt — margvís- leg starfsemi, sem einkum hefur miðað að því að halda við og jafn- vel auka hæfni aldraðra til að lifa lífinu lifandi — fjölga ánægju- stundum þeirra við leik og í starfi. Margt eldra fólk hefur, við leið- sögn leiðbeinanda, náð ótrúlegri leikni við ýmislegt föndur og list- sköpun. Félagið nýtur því velvilja og fyr- irgreiðslu margra. Því eru færðar nytsamar gjafir, ýmist peningar eða munir sem það vanhagar um. T.d. afhenti Lionessuklúbbur Keflavíkur félaginu sjúkrastól í byrjun mars sl. Tilefnið var senni- lega það, að ekkert slíkt tæki eða annað er komið gæti að svipuðum notum var til staðar í húsakynn- um félagsins er á þurfti að halda. Stóll þessi er þægilegt sæti sem hægt er að aka um húsnæðið. Á augabragði er hægt að breyta hon- um í sjúkrabekk. Það er því mjög þægilegt að hafa slíkt tæki þar sem aldraðir eru fjölmennir því að fyrirvaralaust kann að þurfa á notkun þess að halda. Afhending stólsins fór fram 9. mars í samkomusal aldraðra að Suðurgötu. Á myndinni eru talidfrá vinstri, þrjár Lionessur, þœr Hólmfríður Guð- mundsdóttir, Elín Guðnadóttir, Birna Jóhannesdóttir, formaður Lionessa, Guðriín Sigurbergsdóttir, formaður Styrktarfélags aldraðra, Soffta Magnúsdóttir, Jdn Sœmundsson, varaformaður og Oddný Mattadóttir. FAXI 105

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.