Faxi


Faxi - 01.03.1986, Blaðsíða 28

Faxi - 01.03.1986, Blaðsíða 28
Því miður gafst ekki tími til að skoða koptíska kirkju nema úr fjarlægð. Koptíska kirkjan er þjóðkirkja kristinna Egypta. Koptar höfnuðu kirkjuþinginu í Kalkedon 451, sem staðfesti að Jesús væri sannur Guð og sannur maður og héldu því fram í staðinn að eðli Krists væri eitt, hið guð- lega í fari hans gegnsýrði hið mannlega. Við skoðuðum gamla borgar- hlutann, þar se, Kahn El Khalili basarinn er í heilu borgarhverfi. Það var eins og komast aftur í ald- ir, nær ólýsanleg reynsla. Við luk- um ferðinni með því að fara í stutta siglingu á Nfl, lífæð Egypta lands gegnum aldirnar. Aswan stíflan, sem var tekin í notkun 1971, stjórnar nú áveitum við ána. Ræktanleg landsvæði hafa verið aukin um 'á. Raforkustöð stífl- unnar hefur eflt iðnþróun í Egyptalandi. En galli fylgir gjöf Njarðar. Stíflan veldur því að leir er ekki til staðar í sama mæli og áður til múrsteina- og leirkera- gerðar. Óshólmar Nfl hafa einnig raskast vegna stíflunnar. Ef svo illa færi að hún brysti myndi það valda óbætanlegu tjóni í Egypta- landi. Laugardaginn 28. des. héldum við til Memphis borgarinnar sem Menes reisti 3500-3400 f.Kr. en er nú eydd með öllu. Við skoðuð- um styttu af Ramsese II., þeim faraó sem ríkti 1292-1225 og hneppti ísraelsmenn í þrældóm. Hann var afkastamikill við að reisa byggingar og lenti í átökum við Hittíta í norðri. Gamla ríkið í Egyptalandi hrundi við endalok 6. konungs- ættarinnar. Þá tók við upplausn og ríkið var ekki sameinað fyrr en 2000 f.Kr. með 11. og 12. kon- ungsættinni. Þá tók við Miðríkið svo kallaða. Hagur Egypta vænk- aðist og þeir náðu ítökum í Palest- ínu og Sýrlandi. En á 18. öld f.Kr. Ramada Rainaissance hótelið i Kairó. Dvölin þar var eins og að upplifa 1001 nótt. tók við hnignun og þá streymdu innrásarmenn inn í landið. Sigur- inn á þeim markaði upphaf Ný- ríkisins sem stóð 1550-1080 f.Kr. Á þeim tíma voru ísraelsmenn í Egyptalandi. I Memphis sáum við einnig Sphinx sem er goðsöguleg vera Myndir: Ó.O.Jónsson. sem sameinar visku mannsins og krafta ljónsins. Á leiðinni sáum við Þrepapýra- mída í fjarlægð, aðalmannvirkið í grafarborg Zosers við Sakkara. Hann markaði þáttaskil í gerð grafhýsa og var fyrsti pýramídi Egypta, reistur 2650 f.Kr. Hann er fyrsta mannvirkið sem reist er úr úthöggnum steini, af fyrsta nafngreinda byggingarmeistaran- um, Emhótep fyrsta. Pýramídinn er í sex stöllum og 60 m á hæð. Við komum til Giza og skoðuð- um Keops, Kefren og Mykerinos pýramídana, frægustu fornleifar Egypta. Keops er þeirra stærstur og hver steinn í honum vegur 2'A tonn. Það vekur furðu manns hvernig þeir hafa verið reistir. Öll- um pýramídunum fylgdu útfarar- hof á bakka Nflar og annað við þá sjálfa. Þeir voru reistir fyrir 4500 árum sem grafhýsi konunga og komið fyrir eftir áttum. Þeir segja sína sögu um verkmenningu og eilífðarhugmyndir Egypta. Sphinxinn í Gísa er höggvinn í Sandstein. Ljón með mannshöfuð táknar sál Kefrens faraós. Sphinx- inn var upphaflega í skærum lit- um og milli framlappanna er lítil kapella. Eg minnist þess einnig að í ferð- inni kyntumst við því hvernig papýrus er unninn úr stönglum papýrusjurtarinnar. Flestir keyptu sér myndir sem voru þrykktar á papýrusinn. Um kvöldið fórum við á stór- fenglega sögusýningu við pýra- mídana. Þeir voru flóðlýstir um leið og saga þeirra var sögð. XII. Heimförin Árdegis sunnudaginn 29. des. héldum við frá Kairó. Myrkur grúfði yfir borginni en út í nætur- sortann bárust bænaáköll frá mínaretum moskanna. Múha- meðstrúarmenn eru kallaðir á þann hátt til bænargjörðar. Mér varð hugsað að Egyptaland væri heimur út af fyrir sig. Ferðin til Tel Aviv gekk greiðlega fyrir sig. Á leiðinni fengum við að mynda Bedúíanabyggðir. Margt í venjum og siðum ísraelsmanna í eyðimörkinni er talið eiga sér hlið- stæðu hjá Bedúínum nútímans. Börn að vinnu við teppagerð í Egyptalandi. 104 FAXI Frjósöm rœktarsvœði voru víða meðfram Níl.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.