Faxi

Árgangur

Faxi - 01.03.1986, Blaðsíða 40

Faxi - 01.03.1986, Blaðsíða 40
Hver hefur ekki heyrt talað um ungt fólk, sem leggur á sig að fara út í hinn stóra heim í þeim til-. gangi, að öðlast ævintýralega reynslu, kynnast lífinu eins og það er og koma heim mun víð- sýnna, frjótt af hugmyndum og jafnvel með breytt viðhorf og skoðanir. Skiptinemasamtökin AFS gera ungu fólki kleift að dvelja erlendis í ákveðinn tíma, búa hjá þarlend- um íjölskyldum, ganga í skóla og fleira rétt eins og viðkomandi væri innfæddur. Samtökin voru stofnuð árið 1914 af bandarískum sjálfboðaliðum sem unnu við sjúkraflutninga á vígvöllum Frakklands. Þau köll- uðust „American field service“ og var skammstöfunin AFS notuð og er svo enn þann dag í dag. Hér á landi hefur skammstöfunin AFS verið látin þýða „alþjóðleg fræðsla og samskipti". Sem sjálfboðaliðssveit í Frakk- landi störfuðu samtökin fram til 1947, en þá hófu þau unglinga-' skipti milli landa. Samtökin veita fjölda ungs fólks árlega námsstyrk til lengri eða skemmri dvalar í öðru landi. Þau eru starfandi í 69 löndum og hafa alla tíð byggt á því að engan mun skuli gera á þátttkendum vegna þjóðemis, litarháttar, trúar eða stjórnmálaskoðana. Hér á landi hafa samtökin verið starfandi síðan 1957 og hefur Qöldi ungmenna farið utan og komið til landsins á þeirra vegum. A efnisskrá samtakanna hér á Jóhann Bjömsson greinarhöfundur. landi er að sjá um ársnemaskipti, þar sem viðkomandi dvelur í um það bil ár hjá innfæddri fjöl- skyldu, lagar sig að siðum hennar og venjum, tungumáli og gengur í skóla með innfæddum jafnöldr- um. Einnig er um að ræða sumar- nemaskipti, þá dvelja nemar í tvo mánuði um sumarið í viðkomandi landi, búa hjá þarlendri fjöl- skyldu, stunda sjálfboðavinnu eða eru í tungumálanámi. Auk þessa er AFS á íslandi með kennaraskipti við AFS í Ghana, þar sem kennarar taka þátt í þró- unaraðstoð þessa lands með störf- um sínum. Þangað hafa farið fjórir kennar- ar héðan á sl. tveimur árum. Til- gangur þessara alþjóðlegu sam- skipta er að auka skilning þjóða á milli á mismunandi viðhorfum, trúarbrögðum, kynþáttum o.fl. Með skilningi á menningu og samskiptum milli hinna ýmsu þjóða heims teljum við að meðal annars sé hægt að vinna skyn- samlega að friði og bættri sambúð þjóða heimsins. Mín reynsla Það þarf kannski aðeins meira en hóflega ævintýramennsku til að flytjast í annað land sem skipti- nemi og ætla sér að búa hjá inn- fæddri fjölskyldu og laga sig að lifnaðarháttum hennar, siðum og venjum. En ævintýra og útþrá blunda kannski oft í ungu fólki og ‘ ekki síst var það þrá mín eftir æv- intýrum í framandi landi sem varð kveikjan að skiptinemadvöl minni. Það var freistandi að fara burt úr heimabyggð, líta fram hjá glans- myndum ferðaiðnaðarins um um- heiminn og setjast að við allt aðrar og nýjar aðstæður og kynnast líf- inu þar eins og það er, sem oftast er öðruvísi en við höldum að það sé. Auk þess að öðlast þekkingu á viðkomandi landi og þjóð er þetta ekki síst tækifæri til að kynnast og læra á sjálfan sig, öðlast aga, læra sjálfsafneitun og ekki síst að læra að treysta fyrst og fremst á sjálfan sig. Ég tel það ekki úr vegi að geta lítillega reynslu minnar sem skiptinema er ég bjó í rúmt ár '84—85 í Quebec, hinu franska fylki Kanada. Hafa ber í huga að engin skipti- nemareynsla er eins. Skiptinemar > fara til mismunandi landa og fjöl- skyldna sem bæði geta verið ríkar og fátækar, fámennar eða fjöl- mennar og jafnvel einstaklingar koma til greina. Reynsla mín hefur af mörgum verið talin nokkuð sérstæð og að- stæðurnar komu mér vissulega spánskt fyrir sjónir í upphafi, en ég hófst handa og aðlagaðist þess- um aðstæðum og fyrr en varði var þetta orðið mitt heimili, sem ég átti nokkuð erfitt með að slíta mig frá í lok ársdvalar. Að mínu mati var hver einasta stund þessa árs mér mjög mikil- væg. Eins og flestir skiptinemar þurfti ég að glíma við hina ýmsu erfiðleika, andlega jafnt sem ver- aldlega, en ég hafði og hef það ávallt hugfast að sérhver mun uppskera eftir því sem hann sáir og því var hver erfiðleiki mikil- vægur til góðrar uppskeru seinna meir, sem búa má að alla ævi. Ég bjó í dreifbýlishéraði hjá indælli smábændafjölskyldu þar sem lífsviðurværið er landbúnað- ur, aðallega kýr og skógarhögg og vinnudagur er með eindæmum langur, getur farið allt upp í 17 stundir á dag yfir háannatímann á vorin og sumrin. Fjölskyldan talaði vart orð í ensku og þegar ég kom á staðinn var ég með öllu mállaus á frönsku, ég varð því að læra Sambcmd sveitarfélaga á Suöurnesjum óskar öllum suðurnesjamönnum gleöilegs sumars og farsœldar ö komandi tímum Þökkum samstarfið ö liðnum vetri m Samband sveitarfélaga á Suöurnesjum 116 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.