Faxi


Faxi - 01.03.1986, Blaðsíða 39

Faxi - 01.03.1986, Blaðsíða 39
arrúmi v.b. Keflvlkings GK 400, þar sem báturinn lá í Keflavíkurhöfn. Eldurinn kom upp við púströriö og urðu skemmdir ekki miklar. Greiðlega gekk að slökkva eldinn og naut Kef lavíkurslökkvilið aðstoð- ar liðs af f lugvellinum. Þar eð höf nin var full af bátum, sem lágu í röðum hver við annan, var eldhætta mikil. Stormur var á og því óvíst hvernig til tækist ef eldurinn næði að breiðast út. (Keflvíkingur kom aftur við sögu 1949 og 1951.Sjásíðar). (Faxi, mars 1948. máli). Frétt í Flæðar- Óveöur gerir mikinn usla Föstudaginn 29. okt. 1948, 9erði mikið fárviðri um sunnan- og suðvestanvert landið. Stóð vindur af suðaustri með mikilli úrkomu. Suður af Reykjanesi myndaðist stormsveipur. Varð veðurhæð einna mest á Keflavíkurflugvelli. Komst vindhraðinn upp i 53 metra á sek., en fárviðri er ef hann fer yfir 29 metra á sekúndu. Hvassast varð á milli kl. 3 og 4 eftir hádegi. Mikið tjón varð í Grindavík. í Keflavík brotnaði og féll í sjóinn, tíu metra langt stykki af skjólgarðinum ofan á hafnargarðinum. Einnig braut sjórinn mest allt gólf haf- skipabryggjunnar, sem var utan- garðs. Vindur stóð upp á bryggjuna svo sjóinn braut þar óhindrað. Þá skemmdist gólf á steinbryggju sem var i smiðum innan hafnar. Höfnin var full af bátum og lá naerri að stórtjón yrði á þeim. Bát- arnir lágu á þessum árum i röðum i höfninni, minni bátarnir innst, hinir stærri utar. Lengi héngu 8—10 bát- ar á einni landfesti. Veðrið stóð uppá höfnina og ef festin hefði slitnað, heföu bátarnir rekið upp í fjöru. Skemmdust margir þeirra mikið, t.d. Skíðblaðnir og Friðrik. Lágu Þessir bátar innarlega viö garðinn. Bátar sem lágu utar skemmdust minna. Þóslitnaði Ægirfrá, þarsem hann lá utastur ( ystu röðinni við garðinn. Skipstjórinn, Marteinn Helgason, (sem var á Ægi í hrakn- 'ngunum 1942), var einn um borð. Tókst honum að sigla bátnum undir Vogastapa og halda þar sjó, uns veðri slotaði. Alþýðublaðið sagði, að undir Stapanum hafi þá legið varðbáturinn Óðinn, taug verið komið á mílli bátanna, og þeir legið Þar uns fært var til Keflavíkur. Sjómenn töldu að þennan dag hefði verið einhver mesti sjógangur við höfnina sem þeir mundu. (V(sir 30. okt. 1948: „Talsvert tjón af fárviðrinu í gær, þó furðanlega Htið eftir atvikum". Alþýðubl. 30. okt. 1948: „Afspyrnu- rok og rigning um allt Suðvesturland í gærdag". Frétt í Flæðarmáli Faxa, nóv. 1948.) V.b. Þorbjörn brennur og sekkur Fimmtudaginn 9. desember 1948, var vélbáturinn Þorbjörn frá Keflavík, í róðri í Garðsjó með ýsu- lóð. Um 5-leytið er báturinn var á ferð undan Hólmsbergi, norðan við Keflavik, bilaði vélin. Reyndu skip- verjar að koma henni i gang en án árangurs. Við gangsetninguna gaus upp eldur í vélarrúminu og varð ekki ráðið viö hann. Vélstjór- inn, Axel Eyjólfsson, reyndi að slökkva eldinn með sjó, en það dugði ekki. Brenndist hann við það nokkuð í andliti. Hann og skips- félagi hans, Gunnar Sigurðsson, þeir voru báðir frá Keflavík, gátu komið bátnum að landi undir Hólms- bergi, upp að stórgrýttri fjöru, en þar var landtaka erfið. Er báturinn hafði kennt grunns klifruðu menn- irnir upp klettana og komust til Keflavíkur. Axel var þá nokkuð brunninn á höndum og fótum. Þorbjörn var litill bátur, um 9 lest- ir, smíðaður i Reykjavik 1916. Hann bar einkennisstafina GK 353. Skráður eigandi hans var María Jónsdóttir í Keflavík, eiginkona Gunnars Sigurðssonar, annars þess sem á bátnum var. (Mbl. 11. des. 1948: „Vélbáturinn Þorbjörn brennur skammt frá Kefla- vík". Stutt frétt á forsíðu Vísis 10. des. 1948. Stutt frétt í Flæðarmáli Faxa, des. 1948). FRAMHALD 1NÆSTA BLAÐI Skipasmíðastöö Njarðvíkur hff óskar starfsmönnum skipasmíðastöðvarinnar og viðskiptamönnum farsœldar á komandi sumri og þakkar samstarf og viðskipti á vetrinum Skipasmíðastöð Njarðvíkur h.f. Sjávargötu 6-12 Njarövík KEFLAVIK Fasteignagjöld Þriðji og síöasti gjalddagi álagöra fasteignagjalda 1986 er 15. maí n.k, Góöfúslega greiöiö gjöldin á gjalddaga og foröist á þann hátt álagningu dráttarvaxta og innheimtukostnað. Innheimta Keflavikurbœjar FAXI 115

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.