Faxi


Faxi - 01.03.1986, Blaðsíða 8

Faxi - 01.03.1986, Blaðsíða 8
haldi og nýbyggingum á raf- magnskerfinu í heild. Ekki orkar tvímælis að sumir sveitarstjórnarmenn hafa óttast að með sameiningu myndi öll þjón- usta, viðhald og viðbætur í fjar- lægari byggðarlögum falla niður eða sitja á hakanum vegna þeirra sem stærri eru og nær höfuð- stöðvunum. Ég tel rétt, mönnum til glöggv- unar að láta hér fylgja nokkrar upplýsingar um viðhald og ný- byggingar á vegum lágspennu- deildar. Hitaveitan tók við við- haldi rafkerfanna 1. okt. en á 3 mánuðum ársins voru fram- kvæmdir við þau um 11,6 milj. kr. ogþar af um 5,5 milj. kr. við götu- lýsingu. í grófum dráttum skiptust framkvæmdir milli byggðarlaga á eftirfarandi hátt: Keflavík .............. 3,413 milj. Grindavík .............. 1,37 milj. Njarðvík .............. 2,539 milj. Sandgerði ............ 0,264 milj. Garður................. 1,539 milj. Vogar .................. 1,184 milj. Þessi skipting varð þó nánast óháð ákvörðun hitaveitunnar, þar sem verk þessi voru þegar ákveð- in, eða nauðsyn bar til að fram- kvæma þau. Hér vil ég aðeins skjóta inn til frekari glöggvunar nokkrum töl- um úr framkvæmdaáætlun ársins 1986 um raforkuframkvæmdir, en það eru nýframkvæmdir. Keflavík .............. 2.900 milj. Grindavík ........... 10.300 milj. Njarðvík .............. 4.700 milj. lngólfur Aðalsteinsson forstjóri. Sandgerði ............ 3.900 milj. Garður ................ 3.000 milj. Vogar ................. 4.400 milj. Hafnir ................ 0.300 milj. Alls eru þetta 29.500 milj. Hér er framkvæmda kostnaður í Grindavík svona hár vegna heillar aðveitustöðvar, en þar er fyrir- huguð spennubreyting úr 6kv í 12 kv. Eins og sjá má af ofangreindri upptalningu þá virðist hlutur minni sveitarfélaga síst fyrir borð borinn. Hinsvegar skal á það bent að þessi áætlun setur enga stefnu- mörkun í framkvæmdum hvers staðar, heldur er hún tilkomin sem hrein áætlun þeirra raf- magnsmanna sem best þekkja til á hverjum stað. Vera má að næsta ár fari stærst- ur hluti framkvæmdanna í eitt byggðarlag! En menn verða að muna að raforkukerfið er ein heild, sem verður að endurnýjast án tillits til staðsetningar eða bæj- armarka. Ég sé hinsvegar ekki ástæðu til sérstakrar svartsýni hvað varðar viðhald og ástand dreifikerfisins enda er stór hluti þess í mjög góðu ástandi. Hins mætti svo spyrja: Hvernig er hitaveitan í stakk búin, til þess að mæta kröfum raforkukaup- enda um aukin raforkukaup á svæðinu? Hér birti ég töflu um áætlaða raforkuþörfáSuðurnesjum. Fyrri hluti töflunnar er saminn af Orku- spárnefnd, en viðbót er samin hjá hitaveitunni skv. upplýsingum og óskum laxeldisstöðva. Hafa þær upplýsingar verið bæði munnleg- ar og skriflegar. Af framanskráðri töflu verðu ráðið að aflþörf eykst um tæpt 1 Mw á ári skv. orkuspá en þar við bætist veruleg aukning vegna fyr- irhugaðra laxeldisstöðva. Skal nú að því vikið, hvort eða hvernig hitaveitan getur brugðist við þeim kröfum um rafafls aukn- ingu, sem til hennar eru gerðar. Samkvæmt „Athugun á orku- flutninskerfi á Suðurnesjum", sem Rafteikning h.f., gerði fyrir H.S. í febrúar 1985, er tiltækt há- marksafl á Suðurnesjum eftirfar- andi þegar miðað er við núverandi flutningskerfi og orkuvinnslu. Flutningsgeta 33 KV línu 5-7 MW Orkuspá árairna 1986 - 1995 fyrir Suðurnes SpáOrku- *Aætluð Heildar- spárnefh. þörf Fisk- þörf eldis ÁR AFL ORKA AFL ORKA AFL ORKA (MW) (GWH) (MW) (GWH) (MW) (GWH) 1986 26,2 152 1,5 10 27.7 162 1987 27,1 157 2,2 14 29,3 171 1988 29,6 172 3,6 24 33,2 196 1989 30,5 177 8,7 57 39,2 234 1990 31,3 182 12,8 83 44,1 265 1991 32,1 186 16,9 110 49,0 296 1992 33,0 191 21,0 135 54,0 326 1993 33,8 196 21,0 137 54,8 333 1994 34,7 201 21,0 137 55,7 338 1995 35,5 206 21,0 137 56,5 343 *Áætlun gerð samkvæmt upplýsingum frá laxeldisfyrirtækjum. Frá undirskrift sveitar- stjórnarmanna 5. júlí 1985. Sitjandifrá vinstri: Ingóífur Aðalsteinsson, Jóhann Einvarðsson, Finnbogi Björnsson, Albert Karl Sanders, Steinþór Júlíusson, Jón Gunnar Stefánsson, Áki Gránz, Tómas Tómasson, Sigurður Ingvarsson, Jón K. Ólafsson, Leifur ísaks- son, Þórarinn St. Sig- urðsson, Eiríkur Alex- andersson. Standandi frá vinstri: Bjarni Andrés- son, Eðvarð JMusson, Jón H. JúUusson, Hilmar Pétursson, Kristinn Guð- mundsson, Kristján Ein- arsson, Sveinn Eirfksson, Ólína Ragnarsdóttir, Ingimundur Guðnason, Ingólfur Bárðarson, Ellert Eiríksson, Ólafur J. Hannesson, Hjörtur Zakariasson, Jón Er- lingsson, Sœmundur Þdrðarson, Karl Njáls- son, Guðfinnur Sigur- vinsson. 84 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.