Faxi


Faxi - 01.03.1986, Blaðsíða 20

Faxi - 01.03.1986, Blaðsíða 20
RAÐSTEFNA UM NÁTTÚRUVERND OG FERÐAMÁL Einar Egilsson greinarhöfundur er hér til hœgri með hönd undír k/nn. Fjœrst á myndínní mdgreina IngólfFalsson en hann ásamtÁka Granz, fundarstjóra, voru einu sveitarstjórnar- mennirnir sem mœttu til þessarar áhugaverðu ráðsteftiu og var það miður. Laugardaginn 22. mars 8.1. var haldin ráðstefna um náttúru- verndar- og ferðamál — ástand og horfur, í Glóðinni í Keflavík. Formaður náttúruverndarnefndar Gullbringusýslu, Halldóra Thorlacius setti ráðstefnuna, ávarpaði gesti og fól Áka Gránz fund- arstjórn og Erlingi R. Sveinssyni kennara fundarritun. Flutt voru framsöguerindi af eftirtöldum aðilum: 1. Dr. Haukur Jóhannesson jarðfræðingur. 2. Sigurður G. Tómasson vatnafræðingur. 3. Kristbjörn Egilsson líffræðingur. 4. Sigurður Blöndal skógræktarstjóri ríkisins. 5. Jón Böðvarsson ritstjóri. 6. Gunnar Schram alþingismaður. 7. Gísli Gíslasosn framkvæmdastjóri Náttúruverndarráðs. 8. Einar Egilsson formaður Náttúrverndarfélags Suðvesturlands. 9. Gunnþórunn Gunnarsd. frá Ferðamálasamtökum Suðurnesja. Að lokinni ráðstefnunni var í tilefni af 100 ára afmæli Miðnes- hrepps ekin hringferð um hreppinn undir leiðsögn Halldóru Ingi- björnsdóttur yfirkennara frá Flankastöðum, en hún er talin fróð- ust kvenna um örnefhi og sögu byggðarlagsins. Fundarstjóri þakkaði frummælendum áhugaverð og fróðleg er- indi og Halldóru Thorlacius og Einari Egilssyni fyrir framtakið, en þau efndu tíl þessa fundar. Hann harmaði þátttökuleysi sveitar- stjórnarmanna og væntanlegra sveitarstjórnarmanna, sem fengið hefðu margvíslegan fróðleik um Skagann okkar — útlit hans og ágætí tíl að skapa hér athafnasamt og fagurt mannlíf. Jdn Böðvarsson, fyrrv. skóiameistari í rœðustól. Vinstra megin situr Áki Gránz fundarstjóri. Félög sem láta sig náttúruvernd varða, vinna flest að markmiðum eins og að stuðla að eðlilegum samskiptum þjóðarinnar við nátt- úruna. Þannig að eigi spillist að óþörfu líf, land, sjór, vatn eða andrúmsloft, vernda og varðveita það sem sérstætt er og sögulegt í náttúrunni, auka kynni af land- inu og fræða almenning um nauð- syn á góðri umgengni. Þetta eru mjög yfirgripsmikil markmið og þeir sem að þeim hafa staðið hafa aðeins getað sinnt hluta þeirra í hvert skipti. Þessir aðilar skiptast í tvo hópa. í fyrri hópnum eru þeir sem hafa fjármagn til að halda starfsfólk og kosta framkvæmdir og í hinum síðari, þeir sem hvor- ugt geta. Þá á ég við áhugamanna- félögin eða samtökin sem aðeins afla fjár með lágum árgjöldum er nægja til lítils annars en að kosta félagsfundi og gefa út fréttabréf. Þetta þýðir að fyrri hópurinn get- Halldóra Thorlacius formaður ndttúru- verndarne/ndar Gullbringusýslu við setningu ráðstefh- unnar. ur tekið fyrir ákveðin verkefni og framkvæmt þau sjálfur, en seinni hópufinn, það er áhugamannafé- lögin, verða að koma sínum mál- efnum áfram, oft í samstarfi við aðra. Þetta gerir það að verkum að starfsemi þessa hóps verður tals- vert frábrugðin hinum, en þó geta leiðir legið saman. Undirbúning- ur að þessari ráðstefnu er dæmi um slíkt. Ég vil nota tækifærið til að þakka Halldóru Thorlacíus fyrir að eiga frumkvæðið að þess- um sameiginlega fundi Náttúru- verndarnefndar Gullbringusýslu ogN.V.S.V. Ég vona að þessi ráðstefna geti orðið kveikjan að fleirum á Suð- vesturlandi. Stjórn hvers félagsskapar hefur sínar starfsreglur. Starfsreglur N.V.S.V. eru einfaldar í sjálfu sér en töluvert margbrotnar í fram- kvæmd. Þær eru: Að vekja athygli á því sem vel fer, því sem miður fer og á nýjungum, að koma af stað umræðum um þetta, að örva til athafna og styðja við þær, ef við teljum þörf þar á. Þetta er fjórða starfsárið sem við beitum þessum starfsregium. Tími er ekki til að ræða það sem N.V.S.V hefur gert og hverju það telur sig hafa áorkað. Ég ætla að- eins að nefna nokkur af þeim verkefnum sem í gangi eru eða fara í gang á næstunni. Þar vil ég fyrst nefna hugmynd sem upp kom í fyrra vetur og kemur inn á bæði þau málefni sem til umfjöll- unar eru í dag, náttúruvernd og ferðamál. Það er hugmynd að fá skólayfir- völd og sveitarstjómir til að standa að því að í efri bekkjum 96 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.