Faxi


Faxi - 01.03.1986, Blaðsíða 17

Faxi - 01.03.1986, Blaðsíða 17
3. tbl. 1986 - 46. árg. Útgefandi: Málfundafélagið Faxi, Keflavík. Afgreiðsla: Hafnargötu 79, sími 1114. Blaðstjórn: Jón Tómasson, ritstjóri, Kristján A. Jóns- son, aðst. ritstj., Helgi Hólm, Ingólfur Falsson, Bene- dikt Sigurðsson. Hönnun, setning og umbrot: Leturval sf. Filmu- og plötugerð: Myndróf. Prentun: Prentstofa G. Benediktssonar. Gunnar Sveinsson EFLUM FJOLBRAUTASKOLANN Fjölbrautaskóli Suðumesja verður 10 ára næsta haust, en hann var settur í fyrsta sinn 13. september 1976. Skólinn er fyrir löngu orðinn ómissandi hluti af samfélagi okkar Suðurnesjamanna, og skiljum við vart nú hvernig við gátum svo lengi verið án framhalds- skóla. Skólinn hefur notið sérstaks velvilja íbúa Suðurnesja og sveit- arstjórnarmanna svæðisins, sem hafa verið boðnir og búnir til að rétta hjálparhönd þegar á hefur þurft að halda. Aðsókn að skólanum hefur ávallt verið góð, og skólinn er viðurkenndur fyrir góðan árang- ur í starfi, enda hefur kennarlið hans verið gott, og við höfum verið sérstaklega heppin í vali skólameistara er stjórnað hafa skólanum. Því er þetta rifjað upp hér, að nú á 10 ára afmælinu stendur skólinn á tímamótum. Hann hefur sprengt utan af sér það húsnæði sem hann hefur til afnota, og því stendur fyrir dyrum að taka ákvörðun um framtíðarstefnu í húsnæðismálum skólans. Skólanefnd hefur fjallað um málið á nokkrum fundum, og samkvæmt tillögu Sam- bands sveitarfélaga á Suðurnesjum var haldinn fundur þann 20. mars með sveitarstjórnarmönnum, skólanefnd, skólameistara og öðrum stjórnendum skólans um húsnæðismál hans. Það kom fram í máli skólameistara, er flutti aðal ræðuna um hús- næðismál skólans í dag, að í upphafi voru nemendur 200 talsins en eru nú um 900. Skólinn hefur yfir að ráða 14 almennum kennslu- stofum bóknáms og 3 verknáms en verknámsaðstaðan er nokkuð langt frá aðal skólahúsinu. Húsnæðisvandinn hefur verið leystur með leiguhúsnæði og er húsnæði skólans dreift um 8 staði í bænum. Því krefjast þessi mál skjótrar úrlausnar. Um þrjár leiðir er að ræða: 1. Viðbygging við núverandi húsnæði. 2. Makaskipti við Holtaskóla. 3. Nýbygging við bæjarmörk Keflavíkur og Njarðvíkur, með það fyrir augum að byggja í áföngum á næstu árum nýjan skóla. Umræður urðu miklar á fundinum um málið, en í fundarlok var samþykkt eftirfarandi tillaga: „Fundur sveitarstjórnarfulltrúa af Suðurnesjum og skólanemdar Fjölbrautarskóla Suðurnesja haldinn í bóknámshúsi F.S. þann 20. mars 1986, er einhuga um að úrbóta sé þörf í húsnæðisvanda F.S. Fundurinn beinir þeim tilmælum til sveitarstjórna á Suðurnesjum að þær tilnefndi úr sínum röðum nefnd þriggja fulltrúa er leiti hent- ugustu leiða til að koma framtíðarskipan F.S. sem fyrst í framtíðar- horf. Nefnd þessi hafi fullt samráð við skólanefnd F.S. og ljúki störf- um hið bráðasta." Húsnæðismál skólans verða því tekin til umfjöllunar og úrlausnar strax eftir að þessi nefnd ásamt skólanefnd hafa skilað sínu áliti. Við Suðurnesjamenn viljum góðan skóla. Góðan skóla fáum við V I }m (|lortfUw» \ \ l í ekki nema með góðum kennurum og góðri aðstöðu til kennslu. Skólinn má ekki staðna í einhæfum formum. Hann verður að vera lifandi og framsækin stofnun. Skólinn verður að greina þarfir at- vinnuh'fsins, og verður að geta þjónað alhliða menntunarkröfum samfélagsins. Þessu hlutverki hefur Fjölbrautaskólinn reynt að sinna á undanförnum árum. Nýjar brautir eru nú í athugun, s.s. sjúkraliðabraut, fiskeldisbraut, fiskvinnslubraut, skipstjórnar- braut og fóstrubraut. Nokkrir úrtölumenn telja að við eigum ekki að hafa flugliðabraut innan skólans vegna þess að nemendur koma af öllu landinu og ut- anhéraðsmenn eru í meirihluta. Slík rök eru haldlítil. Við erum staðsettir við stærstu flughöfn landsins. Þess vegna er það okkar mál frekar en annarra að veita þessa þjónustu, sem aðrir greiða að sjálf- sögðu fyrir. Slíkt gefur skólanum einnig aukið gildi. Metnaður okkar Suðurnesjamanna fyrir hönd skólans á að vera að hann fylgist vel með tímanum og sé feti framar, en til þess að svo sé, er það skylda okkar að skapa honum góða aðstöðu. Gleöilegt sumar Þökkum starfsmönnum og viöskiptavinum samskiptin á vetrinum. fifí TRÉSMIDJA ÞORVALDAR OLAFSSONAR HF. löavöllum 6, Keflavík - sími 92-3320 Óskum Suðurnesjamönnum farsœidar á komandi sumri. Þökkum vidskipti á vetrinum rj dfopínn Hafnargötu 90 - Keflavík - Sími 2652 og 2960 BAXI 93

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.