Faxi


Faxi - 01.03.1986, Blaðsíða 15

Faxi - 01.03.1986, Blaðsíða 15
sem truflun hefur orðið á jafnvæg- inu, hinu eðlilega lífeðlisfræðilega ástandi. I grein eftir Jóhannes Sæ- nvundsson prófessor, frá árinu 1949 um starfræna sjúkdóma seg- ir m.a.: „Heilbrigði er fólgin í samræmdu starfi margra orku- linda, enda þótt starf hverrar þeirra stefni að ólíku takmarki. í lífi allra manna eru meðal annars tvenns konar markmið sem ekki er auðvelt að samræma. Í fyrsta lagi hvöt til þess að tryggja velferð sína og sinna, í öðru la'gi að tryggja velferð mannkynsins eða þjóðfélagsins. Oft gengur þetta slysalítið, en hver einasta af eðlis- hvötum mannsins virðist stefna að því að eflast sem mest og ná sem mestri lífsorku til umráða. Samkeppni hvatanna veldur því, að þær halda hver annarri í skefj- um, en einnig ber þess að gæta að uppeldi, siðferðilegur þroski, kröfur annarra manna og þjóðfé- lagsins leggja hömlur á hinar frumstæðu hvatir". Síðar í sömu grein segir: , ,Lífið getur hæglega leikið fólk svo grátt, að því sé nauðugur einn kostur að semja vopnahlé við það um stund, biðja um frest áður en lagt er út í lífs- baráttuna að nýju. En þetta vopnahlé fæst aðeins með því að vera veikur og þar með löglega af- sakaður". Áður er minnst á hve afstætt hugtakið heilbrigði er í raun. Má þar nefna að ástand sem telst eðli- legt hjá öldruðum telst afbrigði- legt hjá ungum. Svo er t.d. um heyrnartap. Sjötíu ára maður sem ekki heyrir í engisprettu er samt talinn heilbrigður en ungur mað- ur væri athugaður nánar og heyrnarmældur. í könnun á heilsufari og högum aldraðra í Reykjavík kom í ljós töluverður munur á því hvert var mat gamla fólksins á eigin heilsu, annars vegar, og mat þess á eigin getu eða færni, hins vegar. Ef heilbrigði er metið út frá notkun heilbrigðisþjónustu fáum við aðra mynd en ef gengið er út frá heilsufarskönnunum. Fjórt- ándi hver þeirra sem fá verk fyrir brjóst leitar til læknis, en einungis einn af hverjum 180 sem fá höfuð- verk, samkvæmt breskri rann- sókn. Bandarísk rannsókn leiddi í Ijós að karlmaður á aldrinum 20—45 ára lendir að meðaltali í eftirtöld- um veikindum og óþægindum á 20 ára tímabili: — Einum lífshættulegum sjúk- dómi. - TUttugu veikindum sem gera hann óvinnufæran um styttri eða lengri tíma. — TVö hundruð minniháttar veik- indum sem leiða ekki til fjarvista frá vinnu. - Eitt þúsund minniháttar óþæg- indum sem benda til að ekki sé allt með felldu, án þess þó að hægt sé að greina sjúkdóm. Samtals eru þetta um tólf hundruð tilvik eða meira en eitt á viku! Skilin á milli sjúkdóms og heil- brigði eru því óskýr og taka mið af aðstæðum. Hafi einhver haldið að hægt væri að sýna fram á heil- brigði með því einu að afsanna sjúkdóm þá er svo ekki. Aðeins fyrir mjög fáa sjúkdóma eru t.d. til alþjóðlega viðurkennd skil- merki. Jafnvel algengar rann- sóknir til að segja til um hvort eitt- hvað sé athugavert, eins og rönt- genmynd af lungum til að stað- festa eða útiloka merki um sjúk- dóm, eru ekki nákvæmari en svo að það getur skeikað allt að 30—50% ef fleiri en einn læknir skoðar sömu myndir. Sama er að segja um mat á hjartalínuritum o.fl. Tækni nútíma læknisfræði leys- ir mörg vandamál en býr jafn- framt til ný. Eitt þeirra er ,,sjúkl- ingurinn" sem er heilbrigður að eigin mati en reynist veikur sam- kvæmt mælingum, og öfugt. í sumum tilvikum er um að ræða sjúkdóm án einkenna en í öðrum ranga mælingu eða frávik frá meðaltali sem ef til vill er ekki meðaltal þegar betur er að gáð. SJÚKDÓMSHUGTAKIÐ • Samfélagið telur að viðkomandi sé sjúkur • Einstaklingurinn telur sig sjúkan • Læknisfræðilega sjúkur Það er því engin furða þó að sjúklingurinn og heilbrigðis- starfsmaðurinri eigi stundum erf- itt með að skilja hvor annan og hafi miSmunandi skoðun á því hvað sé heilbrigði. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, WHO samþykkti árið 1980 stór- huga áætlun serfl nefnd hefur ver- ið Health for allby the year 2000 sem ég kýs að hefna á íslensku „Heilbrigð sál í hraustum lík- ama". Samþykkt þessi er í reynd sátt- máli aðildarþjóðanna 162 um stórfellt átak til að auka heilbrigði jarðarbúa. Sett hafa verið skamm- tíma- og langtímamarkmið. Fyrir Evrópu og þar með talið Island eru meginmarkmiðin samtals 38, og skiptast í fjóra kafla. Heilbrigð sál í hraustum líkama (Health for all by the year 2000) Markmið: 1. Jafna misrétti í heilbrigði (equity in health) 2. Auka lífsgæði (add lif to years) 3. Heilbrigðara líf (add health to life) 4. Auka lífslíkur (add years to life) Þetta eru stórhuga markmið, nánast lífskjara- og heilbrigðis- sáttmáli þjóða heims. Stefnu- mörkun sem á sér enga hliðstæðu og gerir miklar kröfur til allra. Hornsteinar þessa sáttmála eru heilsugæsla, breytingar á lífsvenj- um og samhæfing allra þátta þjóð- lífsins til að auka heilbrigði. HEIMILDIR: 1. Clarence Blomquist: Medicinsk etik Natur och Kultur, Stockholm 1971. 2. Edgar Borgenhammar: Hálsans pris. Studieförbundet Náringsliv och Samhalle, Stockholm 1981. 3. Jan Grund o.fl.: Helseplan for 1980-ára. Gyldendal Norsk Forlag A/S, Oslo 1982. 4. Guðjón Magnússon, Ársæll Jóns- son og Þórhannes Axelsson: Könn- un á heilsufari og félagslegum að- stæðum aldraðra í Reykjavík. Handrit. Reykjavík, Landlæknis- embættið 1985. 5. GöstaCarlssono.fl.: Livochhálsa. Liber förlag, Stockholm 1979. 6. Jóhann Sæmundsson: Starfrænir sjúkdómar, Læknabókin bl. 272-273. Helgafell, Reykjavfk 1949. 7. Peter O'Neill: Health Crisis 2000, WHO, Copenhagen. William Heinemann Medical Books Ltd., London 1983. 8. Uffe Juul Jensen: Sygdoms- begreber í praksis. Munksgaard, Kabenhavn 1983. KARTOFLUGARÐAR Þeir leigjendur garölanda í bœjargörðum, sem vilja nytja garöa sína á sumri komanda, greiöi leigugjald sitt til Áhaldahúss Keflavíkur, Vesturbraut 10, fyrir 1 maí. Aö öörum kosti veröur garöurinn leigöur öörum. Garðyrkjustjóri Verslunarfólk á Suðurnesjum ORLOFSHÚS ORLOFSFERÐIR Tekið verður á móti umsóknum um dvöl í orlofshúsum V.S. á skrifstofu félagsins að Hafnargötu 28, Keflavík, frá og með föstu- deginum 2. maí. Opið frá kl. 12-17. Um er að ræða orlofshús í ölfusborgum og Svignaskarði og íbúð á Akureyri. Þeirsem ekki hafadvalið íhúsunumsl. 5ár hafa forgang til 10. maí. Vikuleigan greið- ist við pöntun. Einnig á félagið kost á nokkrum sætum í skiptiferðir til Danmerkur. Upplýsingar gefnar á skrifstofu félagsins. Verslunarmannafélag Suðurnesja FAXI 91

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.