Faxi


Faxi - 01.03.1986, Blaðsíða 33

Faxi - 01.03.1986, Blaðsíða 33
Þín œvi /íktist við lítið blóm... Löngum hefur sagt verið að það læri börnin, sem fyrir þeim er haft. Aldrei hef ég efast um þá gæfu er ég naut í föður mínum. Af orðum hans og æði lærðist mér flest það er gefur lífinu sitt dýpsta gildi. Af listilegum hagleik spann hann oft orðaræður, hófstilltar og spakvitrar og barnungri varð mér nautn af þeim næmleik, skilningi og fegurðarskyni, sem ég varð áskynja í orðum, atlæti og öllu hans dagfari. Til hinsta dags sótti ég til hans helst allra hollráð og skilning og fékk að vera barn, en þó virt að vilja og viti og eigin til- finningum alla tíð. í slíku er mikil lífslist fólgin. Sá háttur var honum inngróinn að tala í hendingum; vísur og stökur flugu um menn og málefni líðandi stundar, ýmist frumsamd- ar eða frá öðrum fengnar til áherslu á einhver algild sannindi af reynslu kynslóðanna. Sérstak- ar þakkir og heiður voru veitt með vísum. ... ur /joöum Tbvfa Guðbrandssonar En tilfallandi vísur mátti aldrei skrá; — að hans sögn voru þær að- eins sér til gamans gerðar. Þegar líða tók á ævi og við sátum á tveggja manna tali fór hann á stundum með frumsamin ljóð, sem virtust eiga sér djúpar rætur. Sum höfðu verið geymd í minni meira en hálfa öld, en kölluðu þó enn fram klökkva tilfinninga, sem tóku á. Þetta var trúnaðartal, án vafa okkur báðum mikils virði. Fyrir þrábeiðni mína féllst hann á að skrá sumt af þessu niður, ánefndi mér og nú bý ég að þeim sjóði. Nokkrum dögum fyrir and- látið áréttaði hann efnd sína, en þótti þá að ég tel nokkuð miður, að sér hefði ekki enst þrek til frek- ari skráningar. Þrjú þessara ljóða, Fegurð lífs- ins, Tíminn og ónefnt minningar- oghuggunarljóð, sem hefst á orð- unum Þín ævi líktist við lítið blóm voru lesin yfir hans eigin mold- um, enda fátt sem lýsir frekar en eigin orð lífs- og trúarviðhorfum hans. Ýmsir hafa nú ámálgað að birt verði úr ljóðum hans. Slíkt er ekki sjálfgefið, hafandi í huga hve treg- lega hann lét þau í té. Hitt ber þó á að líta að meira fánýti fer oft hærra og hefi ég nú fallist á að birta nokkur þeirra. Sjálfsagt er mér málið þó of skylt til að líta ljóð þessi hlutlausum augum, en ég þykist þó vissulega vita að hugsun sú og tilfinningar er þau flytja eru heil og skýr — og holl hverjum manni. Mér er sem ég sjái föður minn horfa hljóðan og hugsi á dverga- smíð náttúrunnar; hún gladdi honum guðstrú og lotningu, benti KEFLAVÍKURVERKTAKAR óska starfsmönnum og öllum Suðurnesjamönnum gleðilegs sumars og þakka samstarf á liðnum vetri KEFLAVÍKURVERKTAKAR KEFLAVÍKURFLUGVELLl FAXI 109

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.