Faxi


Faxi - 01.03.1986, Blaðsíða 27

Faxi - 01.03.1986, Blaðsíða 27
Olafur Oddur Jónsson 3. hluti Jórsalaför Kórs Keflavíkurkirkju X. Förin til Egyptalands Við lögðum af stað snemma morguns annan dag jóla. Ekið var um frjósamar byggðir Israels sem áður fyrr tilheyrðu Filisteu, en af því heiti er orðið Palestína dregið. Fornu borgirnar Asdod og Aska- lon eru á þessu landsvæði. Ég minntist þess að í Betlehem kom til okkar arabísk stúlka sem talaði einungis við okkur um Palestínu, án þess að nefna ísrael á nafn. Hún bætti því við að Palestína væri hernumið land. Þetta var enn einn vitnisburðurinn um Palest- ínuvandamálið sem vonandi verð- ur fundin lausn á. Magnús Magnússon greinir ítar- lega frá Filistum í bókinni Á sögu- slóðum Biblíunnar. Eftir lestur þeirrar bókar er nauðsynlegt að endurmeta ýmislegt sem sagt er um Filista í Biblíunni. Menning þeirra hefur á margan hátt verið merkileg ekki síður en menning frumbyggjanna, Kanverja. Filist- ar voru meðal þeirra sæþjóða sem gerður innrás í Egyptaland og mynduðu borgarbandalag fimm borga sem getið er um í Biblíunni. Sennilega komu þeir frá Krít. Borgirnar, Askalon, Asdod og Gasa, eru allar nálægt ströndinni og meðfram hinni fornu verslun- arleið Via Maris (Sjávarbraut), sem við ókum eftir á leiðinni til Egyptalands. Við þessar borgir eru fornir minjahaugar (tell). Biblían geymir frásöguna af Simpson sem átti í útistöðum við Filista. Milton orti um hann á sín- um tíma: ,,Blindur í Gasa, Filistanna fangi, fjötraður snýr hann mylluhjóli þungu". Á þessu landsvæði hafa forn- leifafræðingar fundið fjöldan all- an af filitískum leirkerjum, en þau eru oftast skreytt fuglamynd- um. Auk þess má ætla af fornleifa- greftri á þessum slóðum að þau musteri sem voru byggð í landinu hafi verið mun minni en almennt var talið, enda voru þau ekki ætl- uð til að hýsa fjölmenni. Sagan af afrekum Salomons er eflaust orð- um aukin. Gyðingarnir hafa mikl- að fyrir sér liðna tíð í herleiðing- unni er þeir tóku að skrá þessar sagnir. Filistarnir lifðu á verslun og viðskiptum auk þess sem þeir sáu síðar um varnir fyrir Egypta. Sterk staða þeirra byggðist á því að þeir unnu vopn úr járni og gættu þess að ísraelsmenn lærðu ekki þá tækni. Lengsta bið ferðarinnar var við landamæri ísraels og Egypta- lands. Nokkrir ferðafélagar brugðu sér í „kaupfélagið", versl- un sem útsjónarsamur náungi hafði komið fyrir í kofaræksni þar sem hann hafðist við. Eftir fimm tíma bið fórum við loks yfir landa- mærin skammt frá borginni El Arish. Þetta er eina landamæra- stöðin og sennilega sá staður þar sem egypskur landamæravörður skaut á ísraelska ferðamenn s.l. haust. Förin um Sínaíeyðimörkina var um margt eftirminnileg. Þessi forna verslunarleið, Via Maris, er nú opin ferðamönnum á ný. Veg- urinn er malbikaður og liggur um þorp og bæi. Víða má sjá eyði- merkurvinjar og Beduínabyggðir. ísraelsmenn létu Egyptum eftir Sínaískagann í lok 6 daga stríðs- ins. Menn muna eflaust eftir að þeir beittu eigin landsmenn hörku við að flytja þá af land- svæðunum. Þeir höfðu þá ræktað upp eyðimörkina og byggt sér hús en urðu frá að hverfa. En svo virð- ist sem Egyptarnir hafi ekki kært sig um að halda áveitunum við því öll uppbyggingin hrundi á fyrstu þremur árunum eftir stríðið. Á landamærunum skiptum við um langferðabifreiðar, fórum í nýja glæsivagna Egypta. Ferðin var því þægileg, engin eyðimerk- urganga, þótt við værum á leið- inni allan daginn og fram á kvöld. Ég rifjaði upp með mér söguna af Jósef úr 1. Mósebók. Sú saga var það fyrsta sem við lásum á hebr- esku í guðfræðideild hjá próf. Þóri Kr. Þórðarsyni. Hann skrif- aði doktorsritgerð um Móse og segir jafhframt frá honum í Encyclopedia Brittannica. Við náðum loks til Kairó eftir að hafa farið yfir Suezskurð. Um leið vorum við komin í aðra heimsálfu. Það gerist ekki á hverj- um degi. Þrátt fyrir þægilegar bif- reiðar var auðvelt að gera sér í hugarlund hvernig það er að koma að vin í eyðimörk eftir langt ferðalag. Við komum að Ramada Renais- sance hótelinu í Kairó síðla kvölds. Hótelið stendur við Eyði- merkurveg og það var eins og að upplifa ævintýri úr 1001 nótt svo glæsilegt var það, enda ný tekið í notkun. Allir þráðu það heitast, að kom- ast í bað, snæða náttverð, og hvíla lúin bein. Við vorum komin til borgar Saladins. Við hvíldumst vel um nóttina og eflaust var það öllum fyrir bestu að frétta ekki af því daginn eftir að 20 manns hefðu látið lífið í hryðjuverkum á flugvöllunum í Vín og Rómaborg. Enginn hefði getað látið sér til hugar koma þess háttar hryllingsverk á þriðja degi jóla. XI. Dvölin í Egyptalandi I Kairó búa um 14 milljónir manna en nær 50 milljónir í land- inu öllu. Sagt hefur verið að Kaíróborg sé svo fjölbreytileg að allt sem sagt er um hana sé satt. Þar er að finna nýjar og fornar byggingar. Moskur og mínaretur minna á forna frægð Múhameðs- trúar. Þarna mætast þrjár heims- álfur, Evrópa, Afríka og Asía. Breiðgötur og áin Níl einkenna borgina. Fyrir hádegi föstudaginn 27. des. skoðuðum við Þjóðminja- safnið í Kairó. Við sáum þá miklu fjársjóði sem Howard Carte fann 1922 er hann uppgötvaði hina ósnertu gröf TUtankammons. Við sáum hásæti faraós sem lést á unga aldri. Það var fagurlega skreytt steinum, silfri og ljóns- höfðum. Því miður fengum við ekki að taka myndir þarna. Við sáum kistu TUtankammons úr gulli og hvernig hún var varðveitt inn í viðarkistum í gröf hans í dal konunganna í Luxor. Mynd faraós er framan á gullskríninu þar sem hann birtist sem Osiris, guð hinna dauðu. Konungur heldur á veldis- sprota sínum og hin heilaga eitur- slanga, kobran, er við enni hans. Hann var af 18. konungsættinni, réði ríkjum um miðja 14. öld f.Kr. og komst til valda 12 ára gamall en lést sex árum seinna. í safninu sá- um við margt fleira úr gröf faraós m.a. saumnálar og sólhlífar. Allt átti þetta að verða honum fram- liðnum að liði. Við sáum einnig mynd af Iknaton sem réði ríkjum á 14. öld fyrir Kr. Síðari hluta nafna þessara faraóa, Ammon og Aton, eru nöfn þeirra guða sem þeir dýrkuðu. í safninu sáum við fjöldann all- an af lágmyndum sem var algeng- asta listgerð Egypta, oft málaðar skærum litum. Þær hafa fundist á veggjum grafhýsa og hofa og vitna um daglegt líf í Egyptalandi á tím- um pýramídanna sem voru reistir fyrir 4500 árum sem grafhýsi kon- unga. Mér fannst mikil upplifun að sjá Mereptasteininn frá um 1220 f.Kr. sem er eina forna heim- ildin í Egyptalandi um ísraels- menn. A steininum stendur: „ísrael er lagt í eyði og sæði þess þrotið". En ekki er vitað hvort átt er við landið eða þjóðina. Ýmsir telja að Merepta faraó, sem ríkti 1224-1221, hafi misst ísraels- menn úr Egyptalandi en það er álitamál. Eftir hádegið skoðuðum við Kaíróborg. Við sáum hin miklu borgarvirki Saladins, soldáns í Egyptalandi og Sýrlandi. Hann var ráðgjafi kalifans og síðar sol- dán 1174 e.Kr. Hann reyndi að hrekja kristna menn frá Palestínu 1187 er hann gjörsigraði þá við borgina Tíberías, sem við komum til fyrr í ferðinni. Hann varð síðan að semja vopnahlé og lést 1192. Við skoðuðum Mohamed Ali moskuna að utan. Hún er ein af þúsund moskum Kairóborgar. Moskan er eitt besta sýnishornið af byggingarlist Múhameðstrúar- manna og fjölsótt af ferðamönn- um. Hún var teiknuð snemma á 19. öld af grískusm arkitekt frá Tyrklandi og stíllinn fenginn frá Ottoman moskunum í Konstant- inópel. Moskan er stundum nefnd alabastursmoskan og þar hvflir síðasti soldáninn, Moha- med Ali. FAXI 103

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.