Faxi


Faxi - 01.03.1986, Blaðsíða 44

Faxi - 01.03.1986, Blaðsíða 44
Auglýsing um aöalskoðun bifreiða í Keflavík, Njarövík, Grindavík og Gullbringusýslu 1986. Skráð ökutæki skulu færð til almennrar skoðunar 1986, sem hér segir: 1. Eftirtalin ökutæki, sem skráð eru 1985 eða fyrr: a. Bifreiðir til annarra nota en fólksflutninga. b. Bifreiðir, er flytja mega 8 farþega eða fleiri. c. Leigubifreiðir til mannflutninga. d. Bifreiðir, sem ætlaðar eru til leigu í atvinnuskyni án ökumanns. e. Kennslubifreiðir. f. Lögreglu-, sjúkra- og björgunarbifreiðir. g. Tengi- og festivagnar, sem eru meira en 1500 kg. að leyfðri heildarþyngd. 2. Aðrar bifreiðir en greinir í lið nr. 1, sem skráðar eru nýjar og í fyrsta sinn 1983 eða fyrr. fram að Iðavöllum 4, Keflavík milli 13—16 alla virka daga nema laugar- Ökutæki nr. Skoðun fer kl. 8-12 og daga. 2. maí 5. maí 6. maí 7. maí 9. maí 12. maí 13. maí 14. maí 15. maí 16. maí 23. maí 26. maí 27. maí 28. maí 29. maí 30. maí Aðalskoðun bifreiða í Grindavík fer fram dagana 20.-22. maí n.k. kl. 8.30-12 og 13-16 við lög- reglustöðina að Víkurbraut 42, Grindavík og fellur aðalskoðun niður ( Keflavík þessa sömu daga. Á sama stað og tíma fer fram aðalskoðun annarra skráningarskyldra ökutækja s.s. bifhjóla og á auglýsing þessi einnig við um umráðamenn þeirra. Við skoðun skulu ökumenn bifreiða leggja fram full- gild ökuskírteini. Framvísa skal og kvittun fyrir greiðslu bifreiðagjalda og vottorð fyrir gildri ábyrgðartryggingu. í skráningarskírteini bifreiðarinnar skal vera áritun um að aðalljós hennar hafi verið stillt eftir 31. júlí 1985. Vanræki einhvern að færa bifreið sína til skoðunar á auglýstum tíma, verður hann látinn sæta ábyrgð að lögum og bifreiðin tekin úr umferð, hvar sem til hennar næst. Ö-5101 Ö-5250 0-5251 Ö-5400 Ö-5401 Ö-5550 Ö-5551 Ö-5700 Ö-5701 Ö-5850 0-5851 Ö-6000 Ö-6001 Ö-6150 Ö-6151 Ö-6300 Ö-6301 Ö-6450 Ö-6451 Ö-6600 Ö-6601 Ö-6750 Ö-6751 Ö-6900 Ö-6901 Ö-7050 Ö-7051 Ö-7200 0-7201 Ö-7350 Ö-7351 Ö-7500 Lögreglustjórinn í Keflavík, Njarðvík, Grindavík og Gullbringusýslu, Jón Eysteinsson. VORDAGARI BÓKASAFNI GRINDAVÍKUR I Grindavík leyfa þeir ekki að „fiskar (lúri) undir steini" í at- hafhaleysi og rugli, sjálfum sér og alþjóð til ama og angurs. Þeir una ekki við fúla lygnu-polla — hafa alist upp við úfinn sjó, fjallháa hafsjói sem æða yfir flatar flúðir eða berja bergið og senda sædrif heim á hversmanns glugga með djúpu organdi brimhljóði, svo hljómmiklu að í hæverskum út- synningi heyrist það alla leið að Kúagerði og til Krísuvíkur. Á vordögum — að þessu sinni frá og með skírdegi og út páskahelg- ina — blása Grindvíkingar í lúðra og kalla fólk til menningarlegra þanka á vegum Bókasafns Grindavíkur. Það hagar svo vel til að velbúið og veglegt Bókasafh Grindvíkinga er til húsa í álmu á lofthæð félagsheimilisins Festi, en þar er einnig ágætur salur sem nota má til fundarhalda, sýninga og annars mannfagnaðar. Þeir bókasafnsmenn eru að koma hefð á að nota fagra vordaga til að vekja og hlú að menningarfrjókornum, vitandi að í hlýju skjóli af Þor- birni, Hagafelli og Húsafelli, er frjósemd næg ef að er gáð. Að þessu sinni var hinn virki laugardagur dymbilviku virkasti dagur þessarar viðleitni. Þá mætti til leiks músiktríóið Hálft í hvoru. Það var engin hálfvelgja — þau spiluðu og sungu af hjartans list og höfðu á hraðbergi gamanmál sem 60—70 gestir kunnu vel að meta. Þá var þar ungur sveinn, EinarMdrGuðmundsson, rithöf- undur, sem las frumsamið, bæði ljóð og sögubrot auk nokkurra „gullkorna" er hann dreifði að lokum. Hann kunni greinilega klassíkina í frönskum handa „framburði" við tjáningu djúpra skáldlegra tilfinninga og fékk ljúft lófaklapp að loknum lestri. Þá er ótalin kjölfesta þessarar menning- arkynningar en það var sýning á annað hundrað grafíkmynda og teikninga sem þarna var, eftir 10 listamenn. Það var sölusýning á vegum ftmrömmunar Suður- nesj'a. Mjög athyglisverð sýning sem stóð yfir alla umrædda Vor- daga. Gunnlaugur Dan Ólafsson, skólastjóri og formaður bóka- safnsnefndar hafði orð fyrir bóka- safnsmönnum og kynnti atriði. Auk hans eru í nefndinni þau Ást- björn Eggertsson og Ragnheiður Bergmundsdóttir en safhverðir eru Valgerður Guðjónsdóttir og Jóhanna Sigurðardóttir. J.T. Gleðilegt sumar Óskum Suöurnesjamönnum gleðilegs sumars og þökkum viðskiptin á vetrinum. F.M.K. Grófin 13C Keflavík 120 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.