Faxi

Árgangur

Faxi - 01.03.1986, Blaðsíða 44

Faxi - 01.03.1986, Blaðsíða 44
Auglýsing um aöalskoðun bifreiða í Keflavík, Njarðvík, Grindavík og Gullbringusýslu 1986. Skráð ökutæki skulu færð til almennrar skoðunar 1986, sem hér segir: 1. Eftirtalin ökutæki, sem skráð eru 1985 eða fyrr: a. Bifreiðir til annarra nota en fólksflutninga. b. Bifreiðir, er flytja mega 8 farþega eða fleiri. c. Leigubifreiðir til mannflutninga. d. Bifreiðir, sem ætlaðar eru til leigu í atvinnuskyni án ökumanns. e. Kennslubifreiðir. f. Lögreglu-, sjúkra- og björgunarbifreiðir. g. Tengi- og festivagnar, sem eru meira en 1500 kg. að leyfðri heildarþyngd. 2. Aðrar bifreiðir en greinir í lið nr. 1, sem skráðar eru nýjar og í fyrsta sinn 1983 eða fyrr. Skoðun fer fram að Iðavöllum 4, Keflavík milli kl. 8—12 og 13—16 alla virka daga nema laugar- daga. 2. maí ökutæki nr. Ö-5101 Ö-5250 5. maí // // Ö-5251 Ö-5400 6. maí // // Ö-5401 Ö-5550 7. maí // // Ö-5551 Ö-5700 9. maí // // Ö-5701 Ö-5850 12. maí // // Ö-5851 Ö-6000 13. maí // // Ö-6001 Ö-6150 14. maí // // Ö-6151 Ö-6300 15. maí // // Ö-6301 Ö-6450 16. maí // // Ö-6451 Ö-6600 23. maí // // Ö-6601 Ö-6750 26. maí " // Ö-6751 Ö-6900 27. maí // // Ö-6901 Ö-7050 28. maí “ // Ö-7051 Ö-7200 29. maí // // Ö-7201 Ö-7350 30. maí // // Ö-7351 Ö-7500 Aðalskoðun bifreiða í Grindavík fer fram dagana 20.-22. maí n.k. kl. 8.30-12 og 13-16 við lög- reglustöðina að Víkurbraut 42, Grindavík og fellur aðalskoðun niður í Keflavík þessa sömu daga. Á sama stað og tíma fer fram aðalskoðun annarra skráningarskyldra ökutækja s.s. bifhjóla og á auglýsing þessi einnig við um umráðamenn þeirra. Við skoðun skulu ökumenn bifreiða leggja fram full- gild ökuskírteini. Framvísa skal og kvittun fyrir greiðslu bifreiðagjalda og vottorð fyrir gildri ábyrgðartryggingu. I skráningarskírteini bifreiðarinnar skal vera áritun um að aðalljós hennar hafi verið stillt eftir 31. júlí 1985. Vanræki einhvern að færa bifreið sína til skoðunar á auglýstum tíma, verður hann látinn sæta ábyrgð að lögum og bifreiðin tekin úr umferð, hvar sem til hennar næst. Lögreglustjórinn í Keflavík, Njaróvík, Grindavík og Gullbringusýslu, Jón Eysteinsson. VORDAGARí BÓKASAFNI GRINDAVÍKUR í Grindavík leyfa þeir ekki að ,,fiskar (lúri) undir steini“ í at- hafnaleysi og rugli, sjálfum sér og alþjóð til ama og angurs. Þeir una ekki við fula lygnu-polla — hafa alist upp við úfinn sjó, íjallháa hafsjói sem æða yfir flatar flúðir eða berja bergið og senda sædrif heim á hversmanns glugga með djúpu organdi brimhljóði, svo hljómmiklu að í hæverskum út- synningi heyrist það alla leið að Kúagerði og til Krísuvíkur. Á vordögum — að þessu sinni frá og með skírdegi og út páskahelg- ina — blása Grindvíkingar í lúðra og kalla fólk til menningarlegra þanka á vegum Bókasafns Grindavíkur. Það hagar svo vel til að velbúið og veglegt Bókasafn Grindvíkinga er til húsa í álmu á lofthæð félagsheimilisins Festi, en þar er einnig ágætur salur sem nota má til fundarhalda, sýninga og annars mannfagnaðar. Þeir bókasafnsmenn eru að koma hefð á aö nota fagra vordaga til að vekja og hlú að menningarfrjókornum, vitandi að í hlýju skjóli af Þor- bimi, Hagafelli og Húsafelli, er frjósemd næg ef að er gáð. Að þessu sinni var hinn virki laugardagur dymbilviku virkasti dagur þessarar viðleitni. Þá mætti til leiks músiktríóið Hálft í hvoru. Það var engin hálfvelgja — þau spiluðu og sungu af hjartans list og höfðu á hraðbergi gamanmál sem 60—70 gestir kunnu vel að meta. Þá var þar ungur sveinn, EinarMár Guðmundsson, rithöf- undur, sem las frumsamið, bæði ljóð og sögubrot auk nokkurra ,,gullkorna“ er hann dreifði að lokum. Hann kunni greinilega klassíkina í frönskum handa ,,framburði“ við tjáningu djúpra skáldlegra tilfinninga og fékk ljúft lófaklapp að loknum lestri. Þá er ótalin kjölfesta þessarar menning- arkynningar en það var sýning á annað hundrað grafíkmynda og teikninga sem þarna var, eftir 10 listamenn. Það var sölusýning á vegum /nnrömmunar Suður- ncsja. Mjög athyglisverð sýning sem stóð yfir alla umrædda Vor- daga. Gunnlaugur Dan Ólafsson, skólastjóri og formaður bóka- safnsnefndar hafði orð fyrir bóka- safnsmönnum og kynnti atriði. Auk hans eru í nefndinni þau Ást- bjöm Eggertsson og Ragnheiður Bergmundsdóttir en safnverðir eru Valgerður Guðjónsdóttir og Jóhanna Sigurðardóttir. J.T. Gleðilegt sumar Óskum Suöurnesjamönnum gleöilegs sumars og þökkum viöskiptin á vetrinum. F.M.K. Grófin 13C Keflavík 120 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.