Faxi


Faxi - 01.03.1986, Blaðsíða 19

Faxi - 01.03.1986, Blaðsíða 19
tjaldvögnum, fast við veiðisvæðið. Nokkru síðar eignuðust þau Stef- anía og Matthías sumarhús við Meðalfellsvatn í Kjós. Matthías naut þess að yera þarna við veiði og njóta útiverunnar. Veiði gat ver- ið þarna all góð, en náttúrufegurð- in, kyrrðin og notalegheitin, sem því fylgdi, heillaði manninn, og hvenær sem tími gafst og allar frí- stundir reyndi hann að dvelja þarna og helst í faðmi fjölskyld- unnar. Hann vann vel úr því sem staðurinn hafði upp á að bjóða. Það var unun að dvelja hjá þeim hjónum í litla notalega húsinu og ganga út með Matthíasi eða sigla á vatninu og hlusta á hann segja frá h'ðandi atburðum. Matthías kunni þá list að krydda tilveruna og gera veruleikann að ævintýri. Matthías var vel þekktur á þess- um slóðum, þarna naut hann sín og menn löðuðust að honum vegna frásagnarhæfileika hans. Hann hafði djúpa þægilega rödd sem gaf persónunni meira gildi. Matthías hafði sterka skapgerð og lét ekki aðra hafa áhrif á hans eigin persónuskoðanir. Við vor- um samsekir í því, ef svo má að orði komast, að okkur þótti sop- inn góður. í þeim málum hafa margir fengið aðstoð með því að fara í meðferð. Matthías fór öðru vísi að. Fyrir all mörgum árum gekk hann á eintal við sjálfan sig, hefur gert sér grein fyrir skað- valdinum og bölinu sem áfenginu fylgir. Hann kvaddi Bakkus án viðhafnar og hafnaði alfarið nær- veru hans. Þessi mál voru úr sög- unni og aldrei rædd framar. Matthías var mjög orðvar og tók gjarnan málstað h'tilmagnans. Þótt hann hefði yndi af að segja frá atburðum hversdagsleikans og ræða um menn og önnur málefni þá varaðist hann ætíð að meiða umræddan. Hann hafði gott skopskyn, en orðunum hagaði hann ætíð svo til, að allt var græskulaust. Það var gaman að sitja með Matthíasi og bræðrum hans og hlusta á þá segja frá liðn- 'um dögum, þeir fóru meinlausum orðum um hversdagslíf alþýðu- mannsins og þeirra sem meira- máttu sín. Varfærnir í orðavali voru þeir og gleymdu því aldrei að geta um kosti hvers og eins, því engum er allsvarnað. Þau Matthías og Stefanía hófu búskap á efri hæð i húsi nr. 16 við Hafnargötu, húsið áttu foreldrar Stefaníu. Þar fæddust þeim 4 elstu börnin. Árið 1954 byggðu þau húsið nr. 14 við Skólaveg og hafa átt þar heima síðan. Matthí- asi þótt vænt um heimili sitt, enda bjó Stefanía fjölskyldunni gott at- læti. Hannvarmjögheimakær, en hafði gaman af því að fá gesti og var gestrisinn bæði í orði og á borði. Um það leyti sem þetta er skráð, eru merk tímamót í lífi fjölskyld- unnar. Matthías hefði orðið 65 ára 12. apríl og 40 ár eru liðin frá því þau hjónin gengu í hjónaband. Elsta dóttirin, Hulda, fæddist 15. apríl 1945 og Stefanía dóttir henn- ar fermist 13. apríl nú í ár. Við skulum ætla að Matthfas fylgist vel með því sem er að gerast, því sálin vakir þá sofnar líf segir Hall- grímur Pétursson í Passíusálmun- um. Er ég heyrði að Matthías vinur minn og svili væri látinn þá kom mér eftirfarandi í hug: Margslungnar birtast mér myrtdir svo víða og menn eru alls konar atvik- um háðir. Ég sé þig síðar, er stundir fram líða. Sæll á meðan. Þá brosum við báðir. Við hjónin vottum minni ást- kæru mágkonu og börnum þeirra hjóna okkar dýpstu samúð. Böðvar Þ. Pálssort. IBK 30 ARA Fjöldigesta kom í(þróttahús Keflavíkur f afmœlisboð ÍBK. Hér skoöa áhugasamirgestir myndir og verð/aun úr safni ÍBK. Þann 26. apríl 8.1. var þess minnst í íþróttahúsi Keflavíkur, að nú eru liðin 30 ár frá stofnun ÍBK - íþróttabandalags Kefla- víkur. Afmælisnefnd undir stjórn Ragnars Marionóssonar, núverandi formanns IBK, hefur lagt drög að afmælisdagskrá, sem standa mun út þetta ár. Gert er ráð fyrir keppni og sýn- ingum í þeim íþróttagreinum, sem stundaðar eru á vegum bandalagsins. Það var 18. mars 1956 sem ÍBK var stofnað. Það voru KFK og UMFK sem stóðu að stofhun fé- lagsins. Síðan hafa ÍK, Badmin- tonfélagið, Skotfélagið, íþrótta- deild Mána og Fimleikafélag Keflavíkur bæst við. Fyrstu stjórn skipuðu Haf- steinn Guðmundsson, Hörður Guðmundsson, Þórhallur Guð- jónsson, Heimir Stígsson og Páll Jónsson. Hafsteinn var kjörinn fyrsti formaður ÍBK og var hann það lengi framan af. Aðrir er gegnt hafa formennsku eru Hjörtur Zakaríasson, Garðar Oddgeirsson og nú Ragnar Marínósson. Faxi hefur ávallt fylgst náið með íþróttum og birtir gjarnan frásagnir og myndir af þeim. Faxi sendir IBK og félögum þess bestu heillaóskir á merkum tímamótum. H.H. FAXI 95

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.