Faxi


Faxi - 01.03.1986, Blaðsíða 45

Faxi - 01.03.1986, Blaðsíða 45
•• S JUKRAHUSINU AFHENT GOÐ GJOF Föstudaginn 21. mars s.l. færði Lions- klúbbur Keflavíkur, Sjúkrahúsi Kefla- víkurlæknishéraðs að gjöf blóðrann- sóknatæki af gerðinni Coulter M-530 sem mælir blóðstatus, þ.e.a.s. telur hvít blóðkorn og rauð blóðkorn, mælir blóð- rauða o.fl. Með því að fá talningu á rauðu blóð- kornunum á svo fljótvirkan hátt, gefst kostur á að meta fleiri þætti í blóðinu og er það mikils virði með tilliti til ýmissa sjúkdóma, t.d. blóðleysis o.fl. ' Ennfremur fylgir tækinu prentari sem prentar niðurstöður. Tæki þetta kostaði Lionsklúbbinn 550 þús. krónur, en með aðflutningsgjöldum hefði það kostaðu um 800 þús. krónur. Fyrir réttum 15 árum, eða árið 1971, var rannsóknarstofa Sjúkrahússins end- urbyggð og ráðinn meinatæknir við sjúkrahúsið. Af því tilefni gaf Lions- klúbbur Keflavíkur öll tæki sem til þurfti á rannsóknastofuna, og á árinu 1973 gefur klúbburinn enn stórgjöf, þ.e. viðbótartæki á rannsóknastofuna. Það er ekki ofsögum sagt, að klúbburinn hafi séð alfarið um tækjakaup á rann- sóknastofuna frá upphafi. Rannsóknastofa Sjúkrahúss Keflavfk- urlæknishéraðs er nú vel búin tækjum, en býr við þröngan húsakost, en það stendur nú til bóta. Áætlað er að flytja hana á þessu ári og stækkar hún þá um helming. Þrír meinatæknar starfa nú á rannsóknastofunni. Lionsklúbbur Keflavíkur varð 30 ára á þessu ári. Af því tilefni vilja forráða- menn sjúkraússins þakka félögum hans fyrir dyggan stuðning við sjúkrahúsið. Eins og áður er getið hefur klúbburinn séð alfarið um tæki á rannsóknastofuna, en auk þess má minna á nokkrar aðrar stórgjafir sem klúbburinn hefur gefið sjúkrahúsinu og heilsugæslustöðinni á síðastliðnum árum. Við stofnun Heilsugæslustöðvar Suð- urnesja 1975 gaf klúbburinn augnlækn- ingatæki. Aðgerðaborð á slysastofu gaf hann árið 1984 og sama ár ásamt Lionsklúbbi Njarðvíkur liðsjá sem notuð er við beinaaðgerðir. Ekki er gott að segja um andvirði þeirra tækja sem talin eru hér á undan en ekki væri ofáætlað að andvirði þeirra væri um tíu milljónir króna. Afhendingin fór fram í borðsal sjúkra- hússins. Magnús Guðmundssosn, formaður Lionsklúbbs Keflavíkur flutti ávarp við það tækifæri. Rakti tildrög og fjármögn- un klúbbsins að gjöfinni og fól síðan Jóni Eysteinssyni bæjarfógeta að af- henda gjöfina formlega með gjafabréfi, en hann er formaður líknarnefndar klúbbsins. Ingólfur Falsson formaður sjúkrahús- stjórnar, veitti gjöfinni móttöku og flutti lionsmönnum þakkir sjúkrahússtjórn- arinnar fyrir allan þann stuðning sem 'klúbbur þeirra hefur alltaf veitt sjúkra- húsinu og tækjagjafir þeirra, sem væru ómetanlegar. Hann taldi að gjafir þeirra hefðu nú fært Sjúkrahús Keflavíkur- læknishéraðs í hóp best búnu sjúkra- húsa landsins. Það leiddi aftur til þess að nú ætti sjúkrahúsið kost á úrvals- læknum og öðru starfsliði. Á efri myndinni eru Sigurlaug Þráinsdóttir deildarmeinatœknir og Kristján Sigurðsson yfirlœknir að lýsa kostum blóðrannsóknar- tœkisins. Anna Jónsdóttir, starfsstúlka i eldhúsi, Arn- heiður Ingólfsdóttir, hjúkrunarforstjóri, Val- gerður Pétursdóttir, matráðskona, við blóð- rannsóknartœkið. KOKUBASAR Slysavarnadeild kvenna í Kefla- vík hefur ekki margar leiðir til fjáröflunar. Á árum áður voru þær með fatabasar — saum- og prjón- less er þær unnu og seldu síðan á basar. Þreyta var komin í þá starf- semi og voru því góð ráð dýr, þvf að höfuð markmið félagsdeilda slysavarnakvenna er að safna fé til að geta síðan stutt við bak þeirra deilda er standa í eldlínunni, við bjarganir bæði á sjó og í landi. Slík hjálparstörf útheimta of fjár til kaupa á margvíslegum tækjum og nauðsynlegum búnaði auk rekstrarkostnaðar farartækja, L húsnæðis og ótal annarra út- gjaldaliða. í nokkur ár hafa konurnar verið með kökubasar fyrir paska og hefur það reynst vel. Þær skipa basarnefnd sem leitar síðan til fé- lagskvenna, sem flestar eru fúsar til að leggja fram krafta sína við baksturinn eða styðja þessa fjár- öfiun á annan hátt. Kökuborð þeirra var girnilegt að þessu sinni, eins og ævinlega, enda varð árangur eftir því. Þegar salan hófst var komin biðröð kaupenda og allt seldist upp á 15 mínútum. *5%^/ n (Uso Hérséryfir kökukrœsingar og meiri hluta basarnefndar ásamt formanni félagsins, eru þœr tilbúnar til að taka á móti viðskiptavinum. Þœr eru, taliðfrá vinstri: Rósa Anna Bjarnadóttir, Hólmfríður Jónsdóttir, Jóna Sigurgísladóttir, GuðmundaSum- arliðadóttir, formaður, Svava Runólfsdóttir, Erlendsína Sigurjónsdóttir, Einhildur Pálmadóttir og María Arnlaugsdóttir. FAXI 121

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.