Faxi


Faxi - 01.03.1986, Blaðsíða 41

Faxi - 01.03.1986, Blaðsíða 41
frönsku til að geta skilið fólkið og gert mig skiljanlegan. Húsið var 125 ára gamalt timb- urhús sem að mestu var kynnt upp með eldiviði sem högginn eru í nágrenni þess. Vegna húsakosts- ins var ekki óalgengt að mýsnar gægðust í heimsókn í mestu vetr- arhörkunum og var ekki óalgengt að verða var við þær undir rúmi eða jafnvel á harðahlaupum eftir eldhúsborðinu, þó þær létu yfir- leitt nægja að krafsa hraustlega milli þilja. Ég varð að aðlagast ströngu trú- arsamfélagi á heimilinu, þar sem fjölskyldan er kaþólsk og rækir trú sína með 40 mínútna bæna- stund á dag auk reglulegra kirkju- ferða og borðbæna. Ég aðalagað- ist þessu að sjálfsögðu til þess að skera mig ekki óþarflega mikið út úr heimilislífinu, ég átti því aðild að 40 mínútna kaþólskum bæna- stundum á dag og reglulegum kirkjuferðum og hafði að ég held ekki meint af. Eins og allir ársskiptinemar sem sendir eru á vegum AFS varð ég að sitja á skólabekk. Skóli þessi var formfastur, rekinn af nunnu- klaustri og að sjálfsögðu franskur eins og nær allt í Quebec. Hver skóladagur hófst með stuttri bæn og allir nemendur stunduðu nám í kaþólskum trúarfræðum, auk þess sem þeir skriftuðu einstaka sinnum. Þar sem ég er ekki ka- þólskur reyndi ég að koma mér undan því að skrifta og bar ég því við að ég væri útlendingur og hefði því ekki orðaforða á frönsku til að telja upp allar mínar syndir, þannig slapp ég við skriftirnar en að þeirra mati slapp ég ekki við syndir mínar. Það tók mig einn og hálfan tíma að komast í þennan skóla á hverj- um morgni. Þegar ég átti frí frá skóla, s.s. jólafrí, helgarfrío.s.frv. vann ég á heimili mínu við bú- störfin ásamt öðrum, fór í fjósið kl. 6 að morgni og það sem eftir var dags vann ég við skógarhögg eða hugaði að skepnum og útihús- um. Að flytjast inn á annað heimili erlendis og gerast meðlimur í við- komandi fjölskyldu eins og skiptinemar gera krefst mikils átaks og margt verður að sætta sig við, þvf fjölskyldan lagar sig ekki að skiptinemanum og á ekki að gera það, heldur á skiptineminn að aðlaga sig fjölskyldunni og líf- inu á viðkomandi stað, hann hef- ur jú beðið um þessa reynslu, hann er kominn til þess að kynn- ast lífinu eins og það er. Ég lít á þetta ár mitt sem mikið nám sem staðið getur jafnvel hærra en nútíma stúdentapróf, þó erfitt sé að bera þetta tvennt sam- Undirritaður við skógarhögg í Kanada. Skiptinemar taka einnigþátt í þjóðaframleiðslunni, efaðstœður eru þannig. an. Hér var vissulega ekki um mikið bóknám að ræða í mínu til- viki, heldur var þetta fyrst og fremst skóli lífsins. Reynsla lífs- ins er með því mikilvægasta sem hægt er að öðlast fyrir framtíðina og námsmenn sem numið hafa án þekkingar í skóla lífsins hafa að mínu mati fremur lítið til brunns að bera. AFS á Suðurnesjum Frá því AFS hóf starfsemi sína hér á landi hafa um 34 námsmenn frá Suðurnesjunum notið stuðn- ings samtakanna um námsdvöl erlendis. Suðumesjamenn hafa því síður en svo farið varhluta af starfi sam- takanna. Á síðasta tímabili, sem yfirleitt stendur frá ágúst til júlí, nema ef farið er á suðurhvel jarðar, þá er tímabilið frá janúar—janúar, fóru fimm ungmenni af Suðurnesjun- um sem skiptinemar erlendis til ársdvalar. Það voru þau Guðný Aðalsteins- dóttir sem var í Þýskalandi, Kol- brún Garðarsdóttir í Finnlandi, Hulda Sigurðardóttir og Ragn- heiður Árnadóttir sem báðar voru í Bandaríkjunum og undirritaður var í Kanada. Sumarskiptinemi í tvo mánuði '85 var Anna Karlsdóttir í Þýska- landi. Nú um þessar mundir fyrir tímabilið '85-86 eru skiptinemar þær Guðbjörg Jónsdóttir í Banda- ríkjunum, Karólína Júlíusdóttir á ítalíu og Erika ísaksen sem var á Nýja-Sjálandi. Hún kom heim í janúar þar sem hún fór í janúar '85. Nú eru nýfarnir fyrir tímabilið '86-87 þeir Bjarni Þorbjörnsson til Nýja-Sjálands og Óskar Ingi- mar Orlygsson til Bólivíu í Suður- Amerfku. Á þessu sést það því vel að sam- skipti Suðurnesjamanna við um- heiminn eru þó nokkur og löndin eftir því mismunandi. Að sama skapi koma hingað til okkar erlendir skiptinemar hvaðanæva að úr heiminum til árs eða sumardvalar. Til sumardvalar hafa nær eingöngu komið hingað ungmenni frá Bandaríkjunum en til ársdvalar hafa hér verið t.d. skiptinemar frá Sviss, ítalíu, Frakklandi, Kanada, Brasilíu og síðast en ekki síst er hér nú um þessar mundir Derek Young skiptinemi frá Suður-Afríku, hann er búsettur í Keflavík og eins og allir ársskiptinemar sem hing- að koma stundar hann nám við Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Lokaorð Að mínu mati er það ríkulegur menningarviðburður að á meðal okkar nemenda Fjölbrautaskóla Suðurnesja í starfi og leik skuli vera aðili utan úr heimi hingað kominn til að læra okkar siði, tungumál og menningu og ekki síður að miðla okkur sinni menn- ingu og þekkingu. Það er því kannski rétt að geta þess að lokum að skilyrði þess að þannig megi verða um ókomna framtíð, að ungmenni héðan fái að kynnast heiminum á þennan hátt og erlend ungmenni fái að kynn- ast okkar lífi, þá verða fjölskyldur að opna dyragættir sínar fyrir er- lendum skiptinemum sem hingað vilja koma. Um þessar mundir er auglýst eftir fjölskyldum sem áhuga hafa á að taka skiptinema til árs eða sumardvalar. Eina skilyrðið er að fjölskyldan sýni umhyggju og hlýju og koma allar fjölskyldur til greina, hvort sem það eru fá- mennar fjölskyldur eða fjöl- mennar og hvort allir meðlimir vinna úti skiptir ekki máli, því þannig er það hjá flestum íslensk- um fjölskyldum. Þekking á er- lendum tungumálum er óþörf, því skiptinemarnir læra íslensku a.m.k. þeir sem dvelja hér í ár. Þeim sem áhuga hafa á að taka skiptinema eru gefnar nánari upplýsingar á skrifstofu AFS á Hverfisgötu í Reykjavík eða hjá- Magneu Davíðsdóttur í síma 2411. Jóhann Björnsson. FAXI 117

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.