Frjáls verslun - 01.08.2001, Síða 10
RITSTJÓRNARGREIN
Hinir miklu foringjar fólksins
Þegar síminn hringir þá er það stundum svo að
fólk hleypur til og svarar. En upphlaup og óðagot
ýmissa stjórnmálamanna vegna dræmra undir-
tekta almennings og fagfjárfesta í útboði á hluta-
bréfum í Landssíma íslands á dögunum vekur
furðu. Yfirlýsingagleði sumra þeirra sýnir betur en
nokkuð annað hve umræða um stjórnmál ristir oft
grunnt hér á landi. Darraðardansinn hófst afar
óvænt á því að Sturla Böðvarsson, samgönguráð-
herra og yfirmaður Símans, hóf að kenna Búnaðar-
bankanum, sem annaðist útboðið, um að hafa ekki
staðið sig í stykkinu við söluna og að það væri
bankanum að kenna hve dræm þátttaka almenn-
ings og fagfjárfesta hefði verið. En síðan tók ekki betra við. Össur
Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, kvað ríkið hafa
stórtapað á því að selja Símann ekki síðastliðið vor, eins og rætt
hefði verið um á Alþingi. Og gömlu góðu klisjurnar létu ekki á sér
standa. Sjálfstæðismenn, með Hrein Loftsson, formann einkavæð-
ingarnefndar, í fararbroddi, áttu að hafa frestað útboðinu á Síman-
um og selt sál sína í þeim eina tilgangi að hjálpa óskilgreindum vin-
um sínum hjá Islandssíma. Össur bryddaði að vísu upp á nýjum
frasa, „hollvinafélagi sjálfstæðismanna”, en hefur áður notað orðið
einkavinavæðing.
og Svanfríði, líður illa yfir þvi að almenningur og lif-
eyrissjóðir skyldu ekki hafa keypt hlutabréf í Síman-
um þegar markaðurinn var uppsprengdur fyrir einu
og hálfu ári. Þá væri það nefnilega almenningur,
fólkið á götunni, sem sæti uppi með verðfallið á bréf-
unum en ekki rikið. Vissulega er það sárt íyrir
leikna kauphallarhéðna að geta ekki selt hlutabréf
sín þegar þau eru í toppi - og eflaust eru þeir marg-
ir sem sjá eftir því að hafa ekki losað um eitthvað af
bréfum sínum í gullæðinu fyrir einu og hálfu ári. En
að hafa áhyggjur af því að vera ekki búinn að koma
einhverjum hlutabréfum yfir á almenning áður en
þau lækka í verði er mjög sérstakur hugsunarháttur
hjá stjórnmálamönnum! Og hvað með það þótt fyrsti áfanginn í sölu
Símans, 16% til almennings og 8% til fagíjárfesta, hafi fengið dræm-
ar undirtektir? Annar áfanginn í sölunni, 25% til kjölfestufjárfestis,
sýnist ætla að ganga betur. Ríkið lítur líka greinilega á Landssím-
ann sem góða eign - sem og hann er. Hann er verðlagður á 40 millj-
arða vegna þess að ríkið reiknar út að hann skili framtíðarhagnaði
upp á um 3 milljarða á ári næstu þrettán til íjórtán árin. Fyrst Sím-
inn er svona góð eign og framtíðarhagnaðurinn svo mikill til hvers
þá að örvænta og rjúka upp til handa og fóta þótt undirtektir hafi
verið dræmari en menn áttu von á.
„Omurlegur farsi“ Svo kom hver skörungurinn á fætur öðrum.
Sverrir Hermannsson alþingismaður sagði í eldhúsdagsumræðum
á Alþingi að sala Símans væri „ömurlegur farsi”. Sagði hann að rik-
inu bæri skylda til að fá sem hæst verð fýrir þetta fýrirtæki og bætti
því við að forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar hefðu lýst því yfir að þeir
hefðu ekki getað litið framan í einkavini sína hefði týrirtækið verið
selt tyrir tveimur árum þegar verðgildi þess var tvöfalt hærra en
núna. Sverrir er augljóslega með það nákvæmlega útreiknað hvað
almenningur hefði verið tilbúinn til að greiða tyrir Landssímann
fýrir tveimur árum! Svaniriður Jónasdóttir alþingismaður spyr
síðan að því á vefsíðu sinni „hvað þessi greiði Sjálfstæðisflokksins
við Islandssíma kostaði þjóðina í verðfalli á Landssímanum”. Það er
athyglisvert hvað þessum miklu foringjum fólksins, Össuri, Sverri
Fjallið er farið Eflaust hefði verið betra að selja kjölfestutjár-
festi fyrst og almenningi síðan. En meginástæðan fýrir dræmum
undirtektum í þessu máli er sú að almenningur er að sleikja sárin
eftir að hafa gengið í gegnum iýrstu íslensku hlutabréfakreppuna.
Hlutabréfavísitalan er núna á svipuðu róli og fyrir nær fimm árum,
fjallið er farið. Með því að selja bréf í öðrum fyrirtækjum á lágu
verði til að kaupa í Símanum hefðu margir verið að innleysa veru-
legt tap af hinum seldu bréfum. Stundum er það áhættunnar virði,
ef menn halda að nýfjárfestingin skili meiri arðsemi en sú gamla.
En almenningur er einfaldlega ekki með fullar hendur tjár um
þessar mundir til að kaupa hlutabréf. Það þarf líka að borga þessi
bréf, ekki satt?
Jón G. Hauksson
ri ífi LS , n _/. a 3 *i 30
Stofnuð 1939
Sérrit um viðskiþta-, efnahags- og atvinnumál - 63. ár
Sjöfh Guðrún Helga Geir Ólafsson Hallgrímur
Sigurgeirsdóttir Sigurðardóttir Ijósmyndari Egilsson
auglýsingastjóri blaðamaður útlitsteiknari
RTTSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Jón G. Hauksson
AUGLYSINGASTJÓRI: Sjöfn Sigurgeirsdóttir
BLAÐAMAÐUR: Guðrún Helga Sigurðardóttir
UÓSMYNDARI: Geir Ólafsson
UMBROT: Hallgrímur Egilsson
ÚTGEFANDI: Heimurhf.
RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA:
ÁSKRIFTARVERÐ: 3.790 kr. fyrir 6.-11. tbl. - 10% lægra áskriftarverð ef greitt er með
kreditkorti.
LAUSASÖLUVERÐ: 1.995 kr.
DREIFING: Heimur hf„ sími 512 7575
FILMUVINNA, PRENTUN OG BÓKBAND: Prentsmiðjan Graflk hf.
IJTGREININGAR: Heimur hf. - Ölt réttindi áskilin varðandi efni og myndir
Borgartúni 23,105 Reykjavík, sími: 512 7575, fax: 561 8646, netfang: fv@talnakonnun.is
ISSN 1017-3544
10