Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.2001, Side 24

Frjáls verslun - 01.08.2001, Side 24
Hjónin Friðrik Karlsson gítarleikari og Steindóra Gunnlaugsdóttir hafa hallað sér að viðskiþt- um í Englandi. „Nœsta stig í þessu ferli eru búðarkeðjur við stórar verslunargötur. Þau hafa þegar fengið franskan Jjárfesti sem hefur bœði fé og áhuga á þessu sviði. I haust verður Feel Good útibú oþnuð í Osló. “ FV-mynd: Sigrún Davíðsdóttir. I viðræðum við Sainsbury Eftir Sigrúnu Davíðsdóttur í London Hjónin Friðrik Karlsson gítarleikari og Steindóra Gunnlaugs- dóttir hafa hallað sér að viðskiptum í Englandi. Þau selja andlega tónlist Friðriks og stefna að því að opna tíu „vellíð- unarhorn“ í stórverslunum undir heitinu Feel Good. Fjrir margt löngu komust kjörbúðir að því að þær þyrftu að hafa barnahorn. Svo voru það salatbarir. Nú keppast kjörbúðakeðjur í Bretlandi við að bjóða upp á heilsu- og fegrunarvörur með andlegri vídd. Hjónin Steindóra Gunnlaugsdóttir og Friðrik Karlsson gitarleik- ari hafa undanfarin ár verið að bygga upp vörumerki í þessum geira og standa nú í samnmgaviðræðum við Sainsbury keðjuna um sölu á tónlist, sem Friðrik semur, og fleiri vörum, sem þau eru að þróa. Uppsprettan er tónlistin annars vegar og hins vegar löngun Friðriks og Steindóru til að láta eitthvað gott af sér leiða. Þau Friðrik og Steindóra fluttu út í mars 1996. Friðrik hefur spilað með Madonnu og öðrum þekktum tónKstarmönnum. Auk stúdíóvinnu hefur Friðrik verið fastráðinn í söngleikjum Andrew Lloyd Webbers, nú síðast í The Beautiful Game, en hyggst nú hætta leikhúsvinnunni til að fá rneiri tíma fyrir annað. En hvað með Mezzoforte? „Nei, við erum ekki hættir,“ segir Friðrik. „I haust kemur út geisladiskur á Norðurlöndum og þá spilum við líklega eitthvað saman.“ Vísirinn að viðskiptaáhuganum voru geisladiskar Friðriks með andlegri tónlist, sem hann gaf sjálfur út undir heitinu River of Iight, en nokkrir þeirra hafa einnig verið seldir á Islandi. Það kom þeim á óvart að þar hafa diskarnir samtals selst í um tíu þús- und eintökum og jafnvel trónað á vinsældalista. „En markaður- inn hér er um 60 milljónir og það segir sig sjálft að möguleikarn- ir eru aflt aðrir" bætir Friðrik við. Frá heimilisiðnaði yfir í fyrirtaeki Allt byrjaði þetta eins og gjarn- an er hjá þeim sem selja upp eigin rekstur. Þau Steindóra gerðu aflt sjálf, hún sá um skrifstofustörfin virka daga, kynningarefnið var gert í heimflistölvunni og helgarnar fóru í að standa á bás á vörusýningum. Fyrst fóru þau á sýningar fyrir nýaldarvörur, en nú eru það sýningar fyrir heilsu- og fegrunarvörur. milljörðum punda en heilsu- og snyrti- vörugeirinn veltir 12 milljörðum," bend- ir Friðrik á. Samhflða þessu vaknaði hugmyndin að selja eitthvað með tón- listinni og þar urðu ilmkertin ofan á. A einni svona sýningu kom starfs- maður Sainsbury við hjá þeim. Kona hans er jógakennari og varð mjög hrifin af tónlistinni. Sainsbury var að hugleiða að setja upp „Well-being“ horn í búðum sínum og í það horn munu vörur Friðriks og Steindóru væntanlega fara. Gjafavöru- markaðurinn er annar markaður, sem þau eru að skoða, eru að prófa sig áfram með gjafapakka með tónlist og kertum. Mark- aðssetninguna hafa þau þróað sjálf, en hika ekki við að segja að þau hafi lært mikið af reynslunni. Og umsvifin hafa vaxið. Nú eru þau með skrifstofu og lager úti í bæ, halda sig þó á torfunni í litla bænum sunnan við London þar sem þau búa. Þau hafa ráðið þrennt í vinnu, anna ekki lengur öllu sjálf. „Við erum þekkt á þessum fáu kaffihúsum, sem eru hér í nágrenninu, af því við för- um saman þar í „business lunch“,“ segir Steindóra hlæjandi. Sölumennskan er líka stunduð þar, diskarnir þeirra seldir þarna. Ut í heim Friðrik undirstrikar að tónflst hans sé ekki aðeins til- raun til að gera öðruvísi tónlist, heldur byggi á leit hans sjálfs að andlegum gildum. Hann hefur farið á ýmis námskeið og heillað- ist af svokallaðri NLP nálgun, Neuro Iinguistic Programming og setti upp fyrirtæki ásamt David Shephard, sem stundar þau fræði. Þeir gera geisladiska, þar sem David talar um efni eins og streitu og viðbrögð gegn henni og Friðrik gerir tónlistina undir taflð. Friðrik hefur lika verið beðinn um að skrifa og halda fyrir- lestra um tónflst sína. Fyrir þessu hefur leikhúsvinnan vikið, þó Friðrik spifl áfram í lausamennsku. Nýlega opnuðu þau það sem þau kafla Feel Good Corner í verslunarmiðstöð í Norður London og þó reynslan sé stutt lofar hún góðu. Þau stefna því á að opna tíu svona horn. Auk tónlistar og kerta selja þau litla gosbrunna, ýmiss konar ilmvörur og hafa lika áhuga á kryddi. Vörurnar láta þau útbúa í Tyrklandi þar sem tyrkneskur vinur þeirra hefur hjálpað þeim að finna réttu samböndin. Næsta stig í þessu ferli er búðarkeðja við stórar verslunargöt- ur. Þau hafa þegar fengið franskan flárfesti sem hefúr bæði fé og áhuga á þessu sviði. I haust verður Feel Good útibú opnað í Osló sem Sigurjón Einarsson veitir forstöðu. Ætlunin er að halda áfram á hinum Norðurlöndunum. „Hugmyndir okkar eru tekn- ar úr ýmsum áttum, en það er enginn að gera nákvæmlega það sama og við,“ segir Friðrik. „Þær tengjast áhugasviði okkar og lífsstil. Annars væri þetta ekkert gaman.“ 33 FRÉTTIR „Viðbrögðin voru ótrúleg," riijar Steindóra upp. ,Áður komu svona einn og einn á básinn hjá okkur. Nú var allt í einu biðröð og á fyrstu sýningunni, sem við fórum á af þessu tagi kláruðum við allan lagerinn um hádegi fyrsta daginn. Og við sem héldum að við værum með nóg fyrir þijá daga.“ Það er mikill vöxtur í snyrtigeiran- um, margir þar bjóða upp á einhvers konar andlega vidd og tónlist Friðriks hitti í mark þar. „Það er giskað á að breski tónlistarmarkaðurinn velti 4 24
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.