Frjáls verslun - 01.08.2001, Side 27
Lilja Pálmadóttir myndlistarmaður situr í stjórn Þyrpingar, Þórs-
brunns, Miklatorgs og Sagnar ehf, sem hún á og rekur með eigin-
manni sínum, Baltasar Kormáki leikstjóra. Mynd: Geir Olafsson
Ingibjörg Pálmadóttir innanhússhönnuður á sæti í stjórn Þyrpingar,
Miklatorgs og eigin eignarhaldsfélags, ISP ehf. Mynd: Geir Olafsson
Guðfínna S. Bjarnadóttir
Rektor Háskólans í Reykjavík
Hefur setið í stjórn Baugs frá stofnun fyrirtækisins í júní 1998
og er nýlega orðin ritari þar. Guðfinna situr einnig í stjórn
Eddu miðlunar og útgáfu en hafði áður verið í stjórn Vöku-
Helgafells frá 1999. Hún er í verkefnastjórn Nýsköpunar 2001
og Auðs í krafti kvenna, er gjaldkeri í stjórn Rótarýklúbbs
Reykjavíkur, sinnir nefndarstörfum hjá Fulbright stofnuninni
og vísindaráði krabbameinsfélagsins og gegnir formennsku í
dómnefnd við úthlutun Námustyrkja Landsbanka íslands.
Guðfmna er fædd 27. október 1957 og alin upp í Keflavík. Hún
hefur doktorspróf i stjórnunarsálfræði.
Guðný Halldórsdóttir
Húsmóðir
Guðný hefur setið í stjórn Sjóvár-Almennra í tíu ár og verið
ritari allan þann tíma. Guðný er 78 ára, dóttir Halldórs Kr.
Þorsteinssonar skipstjóra sem var einn af stofnendum Sjóvá-
tryggingafélags íslands. Guðný var í skólanefnd Húsmæðra-
skóla Reykjavíkur í um 40 ár.
S. Elín Sigfúsdóttir
Aðstoðarframkvæmdastjóri
Hefur setið í bankaráði Búnaðarbankans í þrjú ár. Elín er 46
ára, viðskiptafræðingur að mennt og hefur starfað í Búnaðar-
bankanum frá 1979. Hún starfar nú sem aðstoðarfram-
kvæmdastjóri fyrirtækjasviðs.
Ásgerður L Magnúsdóttir
Yfirkerfisfræðingur hjá Skýrr
Ásgerður starfar á hugbúnaðarsviði Skýrr
og er aðalmaður í stjórn fýrirtækisins.
Margir starfsmenn eru hluthafar og hefur
Ásgerður setið sem fulltrúi þeirra og fjöl-
skyldna þeirra í fimm manna stjórn
Skýrr á þriðja ár. Hún er 44 ára Reyk-
víkingur með B. Ed. próf frá Kenn-
araháskólanum og B.S.-próf í
tölvunarfræði frá Háskóla
Islands.
Unnur Þórðardóttir
Húsmóðir
Hefur setið í varastjórn
Hampiðjunnar í um það bil
20 ár en kom inn í aðalstjórn
síðasta vor. Var áður íýrr í
Guðfinna S. Bjarnadóttir, rektorHá-
skólans í Reykjavík, hefursetið í stjórn
Baugs frá júní 1998. Hún situr
einnig í stjórn Eddu miðlunar og
útgáfu, verkefnastjórn Nýsköpun-
ar 2001, Auðs í krafti kvenna,
Rótarýklúbbs Reykjavíkur og
sinnirýmsum nefndastörfum.
Mynd: Geir Olafsson
27