Frjáls verslun - 01.08.2001, Page 29
FYRIRTÆKI KONUR í STJÓRNUM
ehf. Áður hefur hún setið í stjórnum ýmissa
fýrirtækja í eigu Eignarhaldsfélagsins Hofs en
búið er að skipta því félagi upp. Lilja er virk í
Þórsbrunni og tekur mikinn þátt í stefnu-
mörkun enda segir hún vatnsútflutning vera
sér „ástríðumál". Lilja er fædd árið 1967 í
Reykjavík. Hún lærði við Parsons School of
Design í New York 1988-’91 og var í Fine Arts
Department, Myndlistaskóla Reykjavíkur ‘93-
’94 og Escola Superior de Arte Massana í
Barcelona 1995-1997.
Hildur Petersen
Fv. framkvæmdastjóri Hans Petersen
Sat í stjórn Hans Petersen 1979-2000 og var
stjórnarformaður þess í nokkur ár eða þar til
gildi tóku lög sem bönnuðu forstjórum og fram-
kvæmdastjórum að vera stjórnarformenn fyrir-
tækja sinna. Hefur setið í stjórn ÁTVR frá 1996
og er nú stjórnarformaður. Hildur sat í stjórn Spron i tíu ár frá
1989 og Verslunarráðs íslands 1990-1992. Hún var stjórnarfor-
maður Sólar hf. 1994-1997 og var vara-
maður í stjórn Stöðvar 2 um
tveggja ára skeið frá 1993. Hún
var stjórnarmaður hjá Eureka,
sem hefur verið sameinað
öðrum fyrirtækjum og heitir
nú Nota bene, og starfsárið
1999-2000 var hún í stjórn
Járnblendifélagsins. Hildur
hefur einnig tekið þátt í félags-
störfum og situr nú í stjórn FKA,
Félags kvenna í atvinnurekstri.
Hún hefur setið í stjórn Lista-
sjóðs atvinnulífsins frá 1996.
Hún hefur verið endurskoð-
andi Húsfélags Kringlunnar
frá 1986.
Svava Johansen
Kaupmaður
Hefur setið í stjórn Rekstr-
arfélags Kringlunnar frá
1994 og gegndi störfum
ritara um nokkurt skeið.
Hildur Petersen, fv. fram-
kvœmdastjóri Hans Peter-
sen, er stjórnarformaöur
ÁTVR. Hildur hefur víð-
tœka reynslu af stjórnar-
störfum. Hún situr nú í
stjórn FKA og Listasjóðs
atvinnulíjsins.
Svava Johansen kauþmaður á sæti í stjórn rekstrarfélags Kringlunnar og eigin fyrir-
tœkis, NTC. „Stjórn Kringlunnar tengist starfsemi okkar ogþess vegna hefég talið eðli-
legt að sitja í þeirri stjórn, “ segir Svava. Mynd: Geir Olafsson
Má segja að hún hafi komið í stað Hjördísar Gissurardóttur,
sem sat í stjórninni meðan hún rak Benetton í Kringlunni.
Svava hefur setið í stjórn eigin fyrirtækis, NTC, frá upphafi
og hefur verið beðin um að sitja í stjórnum annarra fýrirtækja
en ekki talið sig hafa tíma til þess. „Það er ekki mikið starf að
vera í stjórn Kringlunnar en ég er í fullu starfi í NTC og það
starf er mikið. Stjórn Kringlunnar tengist starfsemi okkar og
þess vegna hef ég talið eðlilegt að sitja í þeirri stjórn," segir
Svava. Hún hefur lítið tekið þátt í félagsstörfum, er að vísu í
Rótarýklúbbnum Reykjavík-Miðborg en ekki í stjórn.
Rakel Olsen
Stjórnarformaður Sigurðar Agústssonar ehf.
Rakel hefur setið í stjórn fyrirtækisins frá 1967 en varð stjórn-
arformaður árið 1993. Hún hefur setið í stjórn Sölumiðstöðv-
ar hraðfrystihúsanna frá 1988, utan eitt ár þar sem hún var
utan stjórnar. Hefur einnig setið í stjórn Lífeyrissjóðs Vestur-
lands frá 1989. Hún hefur gegnt ýmsum öðrum trúnaðarstörf-
um, t.d. formennsku í Vinnuveitendafélagi Breiðaflarðar, var
í mörg ár í Sambandsstjórn VSÍ og í fjöldamörg ár í stjórn
Samtaka fiskvinnslustöðva. Að auki hefur hún verið virk í
skátahreyfingunni og Menningarfélagi kvenna i Stykkis-
hólmi. Rakel er fædd 17. janúar 1942 og alin upp í Keflavík.
Hún er nú búsett í Stykkishólmi.
Rannveig Rist
Forstjóri ísal
Rannveig hefur setið í stjórn VÍS frá árinu 1997. Hún tók sæti
í stjórn Verslunarráðs og Samtaka atvinnulífsins árið 2000.
Hún hefur verið í stjórn Umhverfisskrifstofu norræna áliðn-
aðarins frá 2000. Rannveig sat í stjórn Lífís 1997-2000 og var
formaður Lýðveldissjóðs 1994-1999. Hún er 40 ára, vélstjóri
og vélaverkfræðingur að mennt, auk þess sem hún hefur lok-
ið MBA-námi.
29