Frjáls verslun - 01.08.2001, Síða 31
Ásgerður I. Magnúsdóttir, yfirkerfisfrœðingur hjá Skýrr, er í stjórn
fyrirtœkisins fyrir hönd starfsmanna og jjölskyldna þeirra.
Mynd: Geir Olafsson
Rakel Olsen, stjórnarformaður Sigurðar Agustssonar ehf. í Stykkis-
hólmi, á sæti í stjórn Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna og Lífeyris-
sjóðs Vesturlands. Mynd: Geir Olafsson
firðinga, KS, árið 1996 og hefixr setið þar síðan. Hún hefur
gegnt starfi ritara í þrjú ár. KS er samvinnufélag og hafa allir fé-
lagsmenn jafnan kosningarétt á aðalfundi. Guðrún situr ekki í
stjórnum annarra fyrirtækja en hún hefur verið mjög virk í fé-
lagsmálum, var formaður stjórnar Náttúrustofu Norðurlands
vestra 1998-2000 og hefur gegnt fjölda trúnaðarstarfa fyrir
Framsóknarflokkinn, setið í miðstjórn og stjórn Sambands
ungra framsóknarmanna. Hún hefur einnig verið í stjórn Sálar-
rannsóknafélags Skagaijarðar auk annarra félagsstarfa.
Sigrún Benediktsdóttir
Héraðsdómslögmaður
Hefur setið í stjórn Landssímans frá 1997 er fyrirtækið var
gert að hlutafélagi. Sigrún gegnir ýmsum trúnaðarstörfum,
hún er varabæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi og situr í ýmsum
nefndum á vegum bæjarins. Hún situr í framkvæmdastjórn
Samfylkingarinnar. Hún er 47 ára, Kópavogsbúi að uppruna
en búsett á Seltjarnarnesi.
Hulda Valtýsdóttir
Blaðamaður og útvarpskona
Hefur setið í aðalstjórn Árvakurs frá 1986 og gegndi þar vara-
formennsku frá 1989 til 1995. Hulda hefur verið atkvæðamikil
í félagsstörfum í marga áratugi og unnið sérstaklega að menn-
ingar-, félags- og umhverfismálum. Hún sat m.a. í borgarstjórn
1982-1986 og borgarráði 1985-1986. Hulda var formaður Skóg-
ræktarfélags íslands í tæp 20 ár, sat í stjórn Landverndar 1979-
1985 og gegndi formennsku í framkvæmdanefnd um land-
græðsluskógaátak frá 1990, svo að fátt eitt sé nefnt.
Þórdís Bergsdóttir
Framkvæmdastjóri og fv. heilbrigðisfulltrúi
Hefur setið í stjórn Kaupfélags Héraðsbúa hátt á annan ára-
tug og í stjórn ferðaskrifstofunnar Terra Nova í um það bil 10
ár. Þórdís er framkvæmdastjóri Ullarvinnslunnar Frú Láru á
Seyðisfirði og situr þar í stjórn. Hún hefur verið aðalbæjarfull-
trúi fyrir Framsóknarflokkinn 1974-1986 og sinnt ýmsum
trúnaðarstörfum sem því fylgja. Hún var lengi í Fræðsluráði
Austurlands og samgöngunefnd. Hún átti lengi sæti í mið-
stjórn Framsóknarflokksins, stjórn og landsstjórn Landssam-
S«Fi@BI=llillBpiSirJBlWTOSHÍBÁI
LJÓBRITUNAR
VÉLAR S
wrs:
* .4
FAXTÆKI -5
TOLVUTENGJANLEG
HTT
Heildarlausnir i tölvu- & tæknibúnaði
HT&T ehf. Sætún 8, 125 Reykjavík
Sími 569 1400, Fax 569 1554, www.htt.is
31