Frjáls verslun - 01.08.2001, Side 40
Birgir Guðmundsson mjólkurbússtjori fyrir utan Mjólkurbú Flóamanna. Mjólkurbúið er eitt af stærstu fyrirtækjum á Suðurlandi með ueltu upp á
þrjá milljarða króna á ári. Mynd: Geir Ólafsson
Mjólkurbú Flóamanna á Selfossi tekur á móti 40 prósentum af allri mjólk í landinu:
Lykillinn að uelgengni
er öflug vöruþróun
- segir Birgir Guömundsson mjólkurbússtjóri í þessu stærsta mjólkurbúi landsins
Mjólkurbú Flóamanna er stærsta mjólkurbú landsins. Það
tekur á móti 40 prósentum af allri mjólk, sem framleidd
er í landinu, og sendir hluta hennar til pökkunar hjá
Mjólkursamsölunni í Reykjauík. Mjólkurbú Flóamanna framleiðir
fjölbreytt úrual mjólkuruara, mest undir merkjum sölufyrirtækja
sinna, Mjólkursamsölunnar og Osta- og smjörsölunnar í Reykja-
uík, minna undir eigin merki.
„Við höfum lagt megináherslu á að framleiða hágæðavörur og
bændurnir okkar framleiða mjólkina, sem er okkar hráefni, í
Mjólkurbú
Sunnlenskir mjólkurframleiðendur eru stofnfjáreigendur í
samvinnufélaginu Mjólkurbúi Flóamanna og fara þeir einir með
eignarhald í fyrirtækinu. Félaginu er skipt í 12 deildir, hver
deild kýs fulltrúa í fulltrúaráð, æðstu stofnun fyrirtækisins. í
fulltrúaráðinu sitja 40-50 manns og kjósa þeir fimm manna
stjórn, sem síðan ræður framkvæmdastjóra til að sjá um dag-
legan rekstur.
Framleiðslusvæði Mjólkurþús Flóamanna nær frá Hellisheiði
hæsta gæðaflokki. Vöruþróun hefur verið eitt af aðalsmerkjum
þessa fyrirtækis í gegnum tíðina og við höfum lagt áherslu á að
sjá íslenskum neytendum fyrir fjölbreyttu úrvali af hollum og góð-
um mjólkurvörum. Fyrirtækið hefur verið í fararbroddi í íslensk-
um mjólkuriðnaði í langan tíma og er í dag mjög vel tæknivætt
og tækjum búið til að framleiða hágæðavörur. Jafnframt býr mik-
il og góð þekking í starfsfólki þess. Við leggjum okkur einnig fram
um að veita umbjóðendum okkar, bændunum, eins góða þjónustu
og okkur er unnt og rekum umtalsverða ráðgjafar- og þjónustu-
starfsemi í því sambandi. Stór þáttur í starfsemi Mjólkurbús
Flóamanna
austur í Álftafjörð. Á þessu svæði er framleidd mjólk á 380
bæjum en starfsmenn mjólkurbúsins á Selfossi eru um 130
talsins. Mjólkurbúið er með stærstu fyrirtækjum á Suðurlandi í
veltu talið, veltir rétt rúmum þremur milljörðum á ári og hefur
sýnt svo góða afkomu undanfarin ár að bændur hafa fengið
greiddar 2-3 krónur á hvern lítra umfram skráð lágmarksverð.
Veltubreyting fyrirtækisins milli ára hefur verið 5-7 prósent.
Ýmislegt bendir til þess að hún verði 10 prósent í ár.
EHm
40