Frjáls verslun - 01.08.2001, Side 48
STJÓRNUN STARFSIVIANNAIVIÁL
Skorkort. Ekki bara í golfi
líka í starfsmannamálum
Klisja eða ekki klisja. Engu að síð-
ur: „Starfsfólkið er mikilvægasta
auðlind fyrirtækisins". Þessa
setningu nota stjórnendur gjarnan
þegar þeir tjá sig um hvað ræður ár-
angri fyrirtækisins. Stjórnendur sýna
það á hinn bóginn oft ekki í verki að
mannauðurinn sé einn mikilvægasti
hlekkurinn í árangri fyrirtækisins.
Starfsmannastjórar sitja til dæmis
sjaldnast í framkvæmdastjórn fyrir-
tækja. Einnig eru útgjöld til starfs-
mannamála, t.d. þjálfunar og mælinga
á starfsánægju, gjarnan eitt það fyrsta
sem er skorið niður á tímum niður-
sveiflu. Enn fremur sýna rannsóknir
bæði hérlendis og erlendis að flest
fyrirtæki mæla ekki árangur eða arðsemi af starfsmannamál-
um. Þetta er þó að breytast.
Stjórnendur gera sér stöðugt bet-
ur grein fyrir því að góð stjórn starfs-
mannamála er forsenda árangurs fyr-
irtækja. Mannauðurinn er í raun eini
þátturinn í rekstri þeirra sem getur
skapað gildisauka eða verðmæti.
Aðrir þættir, s.s. hráefni, húsnæði,
tæki, peningar og orka geta einungis
skapað möguleika til gildisauka eða
verðmæta.
Mestu útgjöld fyrirtækis tengjast
vanalega starfsfólki og er launakostn-
aður yfirleitt stærsti einstaki liðurinn.
Að mæla arðsemi starfsmannamála
er því algjört grundvallaratriði. Ef við
vitum ekki hvernig við eigum að
mæla okkar mikilvægustu „eign“,
hvernig eigum við þá að stjórna henni?
Hér á eftir verða því fluttar góðar fréttir: Það er hægt að
Stjórnendur segja gjarnan að starjs-
fólkið sé mikilvægasta auðlindfyrir-
tækisins. En meina peir eitthvað
með pví? Stjórnendur sýna pvi mið-
ur oft ekki í verki að svo sé. Hér
verður fjallað um pað hvernig hægt
er að mæla arðsemi starfsmanna og
starfsmannamála fyrirtækja.
Höfundar:
Hafsteinn Bragason, ábyrgðarmaður starfsmannamála hjá IMG og
Herdís Pála Pálsdóttir, ráðgjafi í starfsmannaráðgjöf hjá IMG.
Greinarhöfundar, Herdís Pála Pálsdóttir, ráðgjafi í starfsmannaráðgjöfhjá IMG, ogHafsteinn Bragason, ábyrgðarmaður starfsmannamála hjá
IMG. Þau spyrja einfaldlega: Ert þú einn þeirra sem mœlir mikilvœgustu auðlind þína.
48