Frjáls verslun - 01.08.2001, Blaðsíða 53
„Þetta er mjög áhugavert
og spennandi verkefni. Við
gerum okkur ljósa grein fyrir
því að kjörin sem nást á lán-
um ríkisins hafa beina þýð-
ingu fyrir aðra íslenska lán-
takendur þar sem kjör þeirra
taka mið af þeim kjörum sem
ríkinu bjóðast. Það er ánægju-
legt að undanfarinn áratug
hafa lánskjör ríkisins batnað
jafnt og þétt Við teljum að
hver lántaka eigi að skapa
jarðveg fyrir enn betri kjör
næst þegar farið er á markað.
Samhliða hefur lánshæfismat
rikisins farið batnandi.
Seðlabankinn annast
tengsl við alþjóðleg mats-
fyrirtæki og fer alþjóðasvið
bankans með daglega fram-
kvæmd þeirra. Tel ég að
bankanum, ásamt fulltrúum
annarra stjórnvalda, hafi
tekist að byggja upp faglegt
samband við þessi fyrirtæki
sem grundvallast á hrein-
skiptni og traustí. Alþjóða-
sviðið annast jafnframt gjald-
eyrisvarasjóð bankans. Hann
er varðveittur í erlendum
verðbréfum og lausum eign-
um auk gulls og þetta kallar á
umfangsmikil viðskipti á er-
lendum mörkuðum. Eitt hið
ánægjulegasta við starf mitt í
Seðlabankanum er að árang-
ur af störfum okkar er lagður
á alþjóðlegan mælikvarða.
Arangur okkar sem lántak-
enda er borinn saman við
önnur ríki og sambærilega
aðila og umsagnir birtar taf-
arlaust í helstu ijármálarit-
um. Eg tel að við megum una
bærilega við árangurinn sem
við höfum náð, en í hinum al-
þjóðlega samanburði felst mikil hvatning og ögrun til að standa
sig,“ segir Olafur.
Þakklátur fyrir tækifærið Þrátt fyrir ærinn starfa segist Ólaf-
ur eiga sér mörg áhugamál. „Meðal þeirra er íslensk menning
að fornu og nýju. Eg hef ánægju af listum og hlakka til að njóta
hins íjölbreytta menningarlífs í Washington. Eg hef líka
ánægju af hreyfmgu og útíveru og hef gert mér far um að
kynnast náttúru landsins, meðal annars með gönguferðum á
hálendinu undanfarin ár.“
Olafur er kvæntur Dögg Pálsdóttur hæstaréttarlögmanni.
Sonur þeirra er Páll Agúst, sem stundar nám við Menntaskól-
ann við Hamrahlíð. Þar sem Dögg rekur eigin lögfræðistofu og
„Eg vona að sjóburinn geti átt þátt í ab ajstýra samdrœtti í heimsbúskapnum, sem margir hafa óttast og
stuðla ab hagvexti og hagsœld á komandi tímum “, segir Olafur lsleifsson, sem um áramót tekur sæti í fram-
kvæmdastjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. FV-mynd: Geir Olafsson
Páll Ágúst er í miðjum klíðum í námi segir Ólafur þau ekki eiga
heimangengt. „Þegar ég var síðast i Washington var fjölskyld-
an með og við eignuðumst góða vini sem við höfum haldið
góðu sambandi við.
Eg væntí þess að næstu tvö ár hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum
verði viðburðaríkur timi og mjög reyni á sjóðinn við lausn erfiðra
mála á vettvangi efnahags- og fjármála í heiminum. Þar blása
ferskir vindar með nýjum mönnum við stjórnvölinn. Eg vona að
sjóðurinn geti átt þátt í að afstýra samdrætti í heimsbúskapnum
sem margir hafa óttast og búa til skilyrði fyrir nýtt skeið hagvaxt-
ar og hagsældar á komandi tímum. Eg er þakklátur fyrir að fá
tækifæri til að gerast fulltrúi átta þjóða í framkvæmdastjórn
heimsstofnunar á borð við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn." S3
53