Frjáls verslun - 01.08.2001, Qupperneq 58
Moira Scicluna, söngkona sem tók þátt t Evróvisjón-söngvakeþþninni jyrir hönd Möltu fyrir nokkrum árum, og
hjónin Andrew og Dóra Blöndal Mizzi, sem reka eigin heildsölu á Möltu.
Mynd: Paul Cini, Ijósmyndari á Möltu
ekki hvenær það
breytist en auðvitað
verður maður bara
að vinna sig út úr
því, fmna betri vöru
og gera fyrirtækið
samkeppnishæfara
en áður. Samkeppn-
in hérna er mjög
hörð og maður er
alltaf að leita að nýj-
ungum,“ segir Dóra.
Sem dæmi nefnir
hún hollenska út-
blásturssíu frá Fuel
King, sem þau hjón-
in eru að prófa í
samvinnu við um-
hverfisráðuneytið á
Möltu. „Við erum að
reyna að fá hana við-
urkennda því að við
Islensk-maltnesk
heildsala á Möltu
Eitt íslenskt-maltneskt fyrirtæki er
starfandi á Möltu, heildsalan A&A
Mizzi Ltd, sem hjónin Dóra Blöndal
Hrafnkelsdóttir ogAndrew Mizzi
eiga og reka. A&A Mizzi Ltd flytur
inn raftæki og heimilisvörur, t.d.
Krups, og er að fikra sig áfram með
viðskipti við Island.
Eftir Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur
teljum að framtíðarviðskiptin felist
m.a. á sviði umhverfismála."
- Er samkeppnin svo grimmileg að
menn reyna að bregða fæti hver fyrir
annan?
,Já, maður þarf alltaf að vera á varð-
bergi fyrir því að það sé ekki verið að
stela af manni umboðum en samtímis
getur samkeppnin hér verið mjög
vinaleg. Við höfum til dæmis lent í því
að vera vöruð við áður en öðrum tókst
að stela af okkur umboði og þannig
tókst okkur að koma í veg fyrir það í
tæka tíð.“
Dóra er ein fárra íslendinga sem
búa á Möltu en hún fluttist þang-
að fyrir 16 árum. Hún hefur
starfað í heildsölunni auk þess sem
hún er að kanna möguleikana á að
koma íslenskum hugbúnaði á fram-
færi á Möltu. Andrew starfar sam-
hliða við heildsölu ijölskyldu sinnar,
Alf Mizzi & Sons Ltd, en sú heildsala
er ein sú allra stærsta á Möltu, er einn
af aðalinnflytjendum matvöru, og á
hluta í fyrirtækjum, t.d. húsgagna-
verksmiðju, Marks og Spencer versl-
unarkeðjunni og Independent dag-
blaðinu á Möltu, svo að dæmi séu
nefnd. Fimm menn vinna hjá A&A Mizzi Ltd, að þeim hjónum
meðtöldum, en veltan hjá fyrirtæki af þessari stærðargráðu
getur numið allt að 10 milljónum dollara á ári.
flllir Vilja í verslun Efnahagserfiðleikar hafa verið á Möltu
undanfarin ár, viðskiptin hafa verið í lægð og virðist ekki mik-
il breyting í vændum fyrr en hugsanlega þegar og ef landið
gengur í Evrópusambandið eftir nokkur ár. Talsvert offram-
boð er á merkjavöru og segja þau hjónin að margir Möltubú-
ar vilji fara út í verslun og innflutning. „Fyrirtækin hafa ekki
gengið eins vel núna og fyrir fimm til sex árum og við vitum
Hátíðarstemmning á sunnudúgum Á Möltu er mikil umræða
um opnunartíma verslana þvi að sumir vilja hafa opið á sunnu-
dögum. Dóra er ekki viss hvernig fer, segir mikla hátíðar-
stemmningu í landinu á sunnudögum þar sem fjölskyldurnar
fara í kirkju og borða góðan mat saman úti í garði. „Þessu vill
fólk ekki glata og ég held að fólk sé almennt mjög sátt við að
hafa verslanir lokaðar á sunnudögum. Hér eru allir rómversk-
kaþólskir og fólk vill virða orð guðs um að halda einn dag
heilagan. Það skipuleggur sig bara betur og verslar á laugar-
dögum í staðinn," segir hún.ffl
58