Frjáls verslun - 01.08.2001, Side 76
SETIÐ FYRIRSVÖRUM
ingar Delta og nú síðast kaup á fyrirtæki á Möltu og síðast en
ekki síst útboð deCode í Bandaríkjunum, en þótt gengisþróun
fyrirtækisins á eftirmarkaði hafi ef til vill ekki verið sú sem
hluthafar óskuðu þá tókst fyrirtækinu að afla sér rekstrarijár
fyrir öflugustu vísinda- og rannsóknarstofu hér á landi.“
3. Fylgjandi vaxtalækkun? „Eg tel að vextir verði að lækka
enda þegar orðið vart samdráttar í hagkerfmu. Núverandi
vaxtastig hamlar verulega rekstri allra fyrirtækja í landinu og
er þar með orðið ógnun við framtíðar hagvöxt, að auki er ekki
hægt að búast við að hlutabréfamarkaður taki við sér hér á
landi fyrr en vextir lækka. Það kæmi mér ekki á óvart þótt
vextir lækkuðu um tvö prósent fyrir áramót."
4. Er botninum náð á hlutabréfamarkaðnum? „Verð hluta-
bréfa hangir saman við annars vegar vaxtastig og hins vegar
rekstrarárangur fyrirtækjanna. Sú krafa um ávöxtun sem
gerð er til hlutabréfa tekur mið af þeirri ávöxtun sem hlýst af
öðrum kostum, einkum ríkisskuldabréfum, sem leggja
grunninn að ávöxtunarkröfu annarra eigna. Það er ekki mik-
il von til að hlutabréfamarkaðurinn taki við sér fyrr en eftir að
vextir hafa lækkað. Hvað varðar afkomu fyrirtækja hefur íjár-
munamyndun í mörgum atvinnugreinum verið góð, þótt eig-
infjárhlutfall fyrirtækjanna sé slæmt eftir mikið gengistap af
erlendum lánum.“
5. Er ástæða til að óttast djúpa efnahagslægð í heiminum?
„Það er fátt sem bendir til djúprar efnahagslægðar í heimin-
um á þessari stundu. Sum Asíulönd eins og t.d. Japan eru þó
í langvinnri kreppu en það er ekki skollin á kreppa í Banda-
ríkjunum þótt þar hafi hægt á vexti. Á íslandi eru farin að
sjást töluverð samdráttareinkenni en með réttri hagstjórn er
hægt að komast hjá kreppu.“
9. Breytist gengi krónunnar verulega á næstu tólf mánuðum?
„Eg tel líklegast að gengi krónunnar muni styrkjast á næstu
tólf mánuðum, en að sú styrking verði hæg á meðan ljárfest-
ar öðlast trú á krónunni á ný. Eg tel að sveiflur á gengi krón-
unnar verði minni næstu mánuði en verið hefur síðastliðið
ár.“ - Sigurður Einarsson. S5
Guðmundur Hauksson, sþarisjóðsstjóri Sþron: „Eftirsþurn eftir
lánum er meiri á uþpgangstímum og því er eðlilegt að fjármála-
fyrirtœki reyni að mœta óskum viðskiþtavina sinna. “
rríslenska krónan er mikill óvissuþáttur í
augum erlendra fjárfesta. Ef við opnum
þennan markað betur - og tökum t.d. upp
evru - má vænta mikils áhuga erlendra
fjárfeSta.“ - Guðmundur Hauksson.
6. Forgangsverkefni stjórnenda í íslenskum fyrirtækjum
næstu tólf mánuðina? „Helsta markmið stjórnenda ís-
lenskra fyrirtækja er hagræðing, lykilatriðið er að íslensk fyr-
irtæki nái að stækka til að ná sömu stærðarhagkvæmni og
keppinautar þeirra erlendis. Þegar við metum íslensk fyrir-
tæki berum við þau gjarnan saman við önnur íslensk fyrir-
tæki en aðalmælistikan á þau ætti að vera erlendir keppinaut-
ar. Heimamarkaðurinn á Islandi er svo lítill að fyrirtæki verða
að ná að hasla sér völl utan hans til að verða myndug."
7. Eru lánastofhanir of útlánaglaðar á uppgangstímum - en
skrúfa síðan of harkalega fyrir útlán á samdráttartímum?
„Það er eðlilegt að útlánastefna bankanna sé í sífelldri endur-
skoðun i ljósi reynslunnar. Sennilega hefur eiginfjárhlutfall
og lausaljárstaða íjármálastofnana verið orðin of lág nú í góð-
ærinu sem gerir það að verkum að mögulegur stuðningur
þeirra við fyrirtæki verður minni í niðursveiflu.“
8. Verða erlendir bankar stórir hluthafar í íslenskum lána-
stofnunum? „Eg er ekki endilega viss um að erlendir bank-
ar vilji Ijárfesta í bönkum hér á landi með það að markmiði að
sameinast þeim, enda hefur reynslan sýnt að samrunar íjár-
málastofnana yfir landamæri eru snúnir. Hins vegar er vel lík-
legt að erlendir Ijárfestar, þar á meðal bankar, vilji nýta sér
þau tækifæri sem eru í íjármálaþjónustu hér á landi og ljár-
festa í bönkum.“
1. Mest á óvart í viðskiptalífinu á árinu? „Tímasetning á
vaxtalækkun og afnám vikmarka krónunnar hjá Seðlabanka
Islands sl. vor.“
2. Jákvæðustu tíðindin úr íslensku viðskiptalífi á árinu?
„Fyrir sparisjóðina var mikilvægt að fá lögum breytt sem auð-
veldar þeim að auka eigið fé sitt. Einnig vil ég benda á áfram-
haldandi útrás íslenskra fyrirtækja erlendis sem mjög já-
kvæða þróun.“
3. Fylgjandi vaxtalækkun? „Vextir þurfa að lækka mikið
hér á landi. Að öðrum kosti er samkeppnisstöðu íslenskra
fyrirtækja stefnt í voða og öll nýsköpun á sér erfitt uppdrátt-
ar. Þá er hætt við að almenningur muni gera hærri kröfur um
laun í ljósi minni kaupmáttar. Stjórnvöld þurfa hins vegar að
senda skýr skilaboð um aðgerðir í ríkisfjármálum áður til að
skapa traust almennings á efnahagslífmu. Að öðrum kosti er
hætt við að vaxtalækkun muni veikja íslensku krónuna, sem
aftur veldur aukinni verðbólgu og þar með glatast markmið
vaxtalækkunarinnar."
4. Er botninum náð á hlutabréfamarkaðnum? „Olíklegt
verður að telja að botninum sé náð, einkum í ljósi síðustu at-
burða í heimsmálum. Hins vegar má ætla að góð kauptæki-
76