Frjáls verslun - 01.08.2001, Qupperneq 81
SETIÐ FYRIR iVðRUIVI
Halldór Jón Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans: „Ég fœ ekki séð
að erlendir bankar ættu að verða meira ráðandi sem fjárfestar í lána-
stofnunum hér á landi en fjárfestar í öðrum greinum atvinnulífsins. “
»Gera verður ráð fyrir að efnahagsbat-
inn verði hægur. Fyrirtækin nú eru um
margt hæfari tii að takast á við niður-
sveifiuna en þau voru í niðursveiflunni
árið 1990.“ - Halldór Jón Kristjánsson.
kæmu fram þegar í haust. Til að slík áhrif kæmu hratt fi'am þarf
lækkunin að vera 1-2%. “
4. Er botmnum náð á hlutabréfamarkaðnum? „Hlutabréfamark-
aðir um allan heim verða líklega nokkuð flatir á næstu mánuðum
og jafnvel næstu 12 mánuði. Þegar bati hefst á ný má ætla að hann
verði hægur. Olíklegt er að við munum sjá snöggar hækkanir á
hlutabréfamarkaði þegar botninum er náð enda hefur kaupmátt-
ur einstaklinga minnkað og svigrúm til skuldsetningar er minna.
Markviss framkvæmd á lækkun tekjuskatts fyrirtækja ætti þó að
styrkja verðmyndun fyrirtækja mjög hratt.“
5. Er ástæða til að óttast djúpa efinahagslægð í heiminum? „Eg
tel svo ekki vera, þ.e.a.s að ekki verði djúp efnahagslægð. Hins
vegar verður að gera ráð fyrir að efnahagsbatinn verði hægur. Fyr-
irtækin nú eru um margt hæfari til að takast á við niðursveifluna
en þau voru í niðursveiflunni 1990 og þegar viðsnúningur verður
muni þau koma sterkari út“
6. Forgangsverkefiii stjórnenda í íslenskum fvrirta kjum næstu tólf
mánuðina? „Umbreyting með samruna fyrirtækja er forgangs-
verkefni fyrirtækja til að bæta arðsemi og tryggja bætta áhættu-
dreifmgu í rekstri og fjármögnun. Stjórnendur þurfa að skerpa á
markmiðum og stefnu með arðsemi í huga og horfa til langtíma-
markmiða við slíkar ákvarðanir. Þá er ljóst að tjárfesting í njirri
stóriðju hefði mjög jákvæð áhrif á hagvöxt og brýnt að íslenskir
aðilar taki þátt í þeirri þróun.“
1. Mest á óvart í viðskiptalífinu á árinu? „Snögg umskipti í
rekstrarumhverfi fyrirtækja sem hafa verið neikvæð fyrir sam-
göngufyrirtæki og tæknifyrirtæki en jákvæð fyrir sjávarútveg,
álframleiðslu og lyljafýrirtæki vegna batnandi framlegðar í kjöl-
far veikingar krónunnar. Þótt tiltekin aðlögun gengis vegna
kostnaðarhækkana, aðallega í formi launahækkana, hafi verið
nauðsynleg, er veikingin orðin meiri en efnhagslegar forsendur
eru fyrir og því koma þessi umskipti mest á óvart.“
2. Jákvæðustu tíðindin úr íslensku viðskiptalífi á árinu? „Vax-
andi útflutningstekjur bæði í hugbúnaði, liftækni og vegna auk-
innar álframleiðslu samfara styrkingu á forsendum hefðbund-
inna útflutningsgreina ekki síst í sjávarútvegi. Akvarðanir um
áframhaldandi einkavæðingu eru einnig jákvæðar. Þá er vel
heppnuð útrás og fjárfestingar fyrirtækja erlendis, Pharmaco,
Bakkavarar, Delta, Marel, mjög mikilvæg. í því sambandi má
einnig minnast á mjög vel heppnuð kaup Landsbankans á
Heritable bankanum í London.“
3. Fylgjandi vaxtalækkun? ,Já. Vextir ættu að lækka nú þeg-
ar þannig að jákvæð áhrif, m.a. með vaxandi almennri tiltrú á
efnahagslífið og jákvæðri verðþróun á hlutabréfamarkaði,
7. Eru lánastofiianir of útlánaglaðar á uppgangstímmn - en skrúfa
síðan of harkalega iyrir útlán á samdráttartímum? „Bankar eru
fyrirtæki sem starfa í markaðsumhverfi þar sem framboð og eft-
irspurn eftír þjónustu hefur áhrif á starfsemina. Eg tel að margt sé
rétt í þessu, þ.e. að það er jafnhættulegt að draga of hratt úr útián-
um eins og að auka útlán of hratt vegna hættu á neikvæðri keðju-
verkun í fjármálastarfsemi. Þetta er vel þekkt erlendis við svipað-
ar aðstæður."
8. Verða erlendir bankar stórir hluthafar í íslenskum lánastoínun-
um? „Eg fæ ekki séð að erlendir bankar ættu að verða meira ráð-
andi sem flárfestar í lánastofnunum hér á landi en fjárfestar í öðrum
greinum atvinnulífsins. Með auknum styrk efhahagslífs hér á landi
ættu innlendir bankar og innlendir faggárfestar, td. lífeyrissjóðir, að
geta átt stærri hluti í erlendum bönkum með tímanum. Landsbank-
inn hefur td. lagt áherslu á að auka hlutdeild erlendra eigna í starf-
seminni með það að markmiði að dreifa áhættu í rekstri.“
9. Breytíst gengi krónunnar verulega á næstu tólf mánuðum?
„Gengið er í sögulegu lágmarki þrátt fyrir að atvinnulífið sé mun
áhættudreifðara en það var áður en núverandi hagvaxtaskeið
hófst Gengið ætti þvi að standast áframhaldandi þrýsting. Eitt-
hvað svigrúm ætti að vera til styrkingar - hægt og sígandi." - Halldór
Jón Kristjánsson. E
81