Frjáls verslun - 01.08.2001, Page 97
Þorsteinn M. Jónsson, forstjóri Vífilfells. „A nœstu mánuóum er mikil-
vægt ab stjórnvöld grípi til hagstjórnaraðgerða sem örva atvinnulífið. “
Mynd: Geir Ólafsson
< S a(}(t/ti flc'S'tn/n
mat4tmmunv
Rekstur Vífilfells gekk ágætlega á síðasta ári. Að vísu fór
að gæta neikvæðra áhrifa gengisþróunar á seinni hluta
ársins. Það setti vissulega strik í reikninginn en breytti
því ekki að við náðum flestum okkar markmiðum. A fýrstu
sex mánuðum ársins 2001 sló enn meira í bakseglin vegna
gengissigs krónunnar. Verð á innfluttum hráefnum hækkaði
svo um munaði. Það var ómögulegt að verjast því að það
kæmi fram í rekstrarárangri,“ segir Þorsteinn M. Jónsson,
forstjóri Vífilfells.
„Um þessar mundir vinnum við starfsfólk Vífilfells að því að
sameina rekstur Vífilfells og Sólar-Víkings undir merkjum Vífil-
fells. Sú vinna hefur staðið drýgstan hluta þessa árs en áætlan-
ir okkar gera ráð fýrir að sameiningarferlinu verði að fullu lok-
ið undir lok næsta árs. Það er ærinn starfi og útheimtir mikla
vinnu og aukið álag en við bindum vonir við að uppskera eins
og við sáum.“
- Hvernig eru horfurnar ó næstunni?
,Á næstu mánuðum er mikilvægt að stjórnvöld grípi til hag-
stjórnaraðgerða sem örva atvinnulífið. Lækkun á sköttum og
vöxtum gegna þar veigamestu hlutverki. Það mátti ef til vill
skilja mikinn vaxtamun milli íslands og annarra landa þegar
gengisáhættan var veruleg. En nú hefur meðalgengi krón-
unnar fallið um ríflega 26 prósent síðan í júní í fýrra. Raungengi
er komið í lágmark. Gengisáhættan er því nánast úr sögunni
en samt hefur vaxtamunur aukist. Það er augljóslega eitthvað
bogið við þessa mynd. SU
VIÐTÖL VIÐ QRSTJORfl fl AÐALLISTA
, (i'io ouf' etýítt
Síðasta ár reyndist SÍF-samstæðunni mjög erfitt. Samrun-
inn við ÍS og Íslandssíld tók mikinn kraft og vinnu frá
stjórnendum félagsins. Kostnaður við samrunann var
einnig meiri en gert hafði verið ráð fýrir. Ytri skilyrði voru okk-
ur erfið, krossgengi evru og dollars var félaginu óhagstætt á
fýrri hluta ársins 2000. Verð á eldislaxi var hátt og svo lögðum
við af og seldum frumframleiðslu samstæðunnar í Noregi með
töluverðu tapi,“ segir Gunnar Örn Kristjánsson, forstjóri SIF.
„Fyrstu mánuðir þessa árs hafa reynst SIF-samstæðunni
mun betri. Segja má að ytra umhverfí hafi verið eðlilegt enda
er starfsemin á fýrstu mánuðum ársins í samræmi við áætlanir
okkar fýrir árið. Þá er samrunaferli að mestu lokið. Við vorum
með hagnað upp á 180 milljónir iýrstu sex mánuðina og veltu-
fé frá rekstri upp á tæplega 400 milljónir króna. Þetta er í takt
við okkar áætlanir."
- Hvernig eru horfurnar næsta árið?
„Við höfum verið að horfa fram á minnkandi kvóta nánast í öll-
um tegundum undanfarin ár og mikinn vöxt í ræktuðum afurð-
um. SÍF hefur verið að laga sig að þessum aðstæðum og beina
athyglinni meira en áður að ræktuðum afurðum ásamt því að
fýlgjast vel með þróun heimsframboðs af villtum afurðum.
Erfitt er að átta sig á því hvaða áhrif heimsviðburðir síðustu
vikna hafa eða hver þróun efnahagsmála verður en starfsemi
SÍF-samstæðunnar er ekki síður háð efnahagsástandi í okkar
helstu viðskiptalöndum erlendis en hérlendis. [£]
Gunnar Órn Kristjánsson,
forstjórí SIF. „ Við höfum ver-
ið að horfa fram á minnk-
andi kvóta nánast í öllum
tegundum undanfarin ár og
á sama tíma mikinn vöxt í
ræktuðum afurðum. “
Mynd: Geir Ólafsson