Frjáls verslun - 01.07.2002, Side 6
RITSTJÓRNARGREIN
Messað yfir athafnamönnum
I prédikunarstólum guðshúsa er nú messað
yfir mönnum úr atvinnulífinu. Séra Hjálmar
Jónsson dómkirkjuprestur sagði í prédikun
sinni fyrir nokkrum vikum: „Hvað býr að baki
því markmiði að hrifsa til sín með klóm og
kjaftí allt sem hægt er að hremma?" Taki hver
til sín sem vill, en flestír töldu að hann væri að
deila á stofnfjáreigendurna fimm í Spron. En
næst var komið að Guðna Agústssyni land-
búnaðarráðherra, sem er flestum mönnum
fremri að koma fyrir sig orði, að stíga í predik-
unarstólinn á Hólum í Hjaltadal og messa svo
eftír væri tekið líkt og forsætísráðherra og
fleiri hafa gert á Hólahátíðum undanfarin ár.
Laun forstjóra og jöfnuður í þjóðfélaginu urðu honum að
umtalsefni. Hann sagði að sér sýndist sem komið væri fram
„sjálftökulið" sem skammtaði sjálfu sér og nýrri aðalsstétt laun
og átti þar við laun tekjuhæstu forstjóranna í landinu. Hann
sagði síðan: „Hver segir að forstjórar í þjónustufyrirtækjum
samtímans eigi að meta sig svo mikils að þeir hafi forsætísráð-
herra landsins í hlutverki hásetans?"
Hólaræða Guðna Mikið hefur verið gert úr Hólaræðu Guðna
í fjölmiðlum og er það vel. Spurningin um jöfnuð og réttíáta
tekjuskiptingu sem og laun forstjóra og annarra launaþega, er
eilíft þrætuepli um heim allan. Markaðsöflin eru af flestum
talin best til þess fallin að ákveða laun fólks á fijálsum vinnu-
markaði. Þótt þingmenn og ráðherrar semji ekki um kaup sitt
og kjör þá hækka laun þeirra í takt við almenn laun í landinu.
Aður en framkvæmdastjóri ræður mann í vinnu spyr hann sig
að því hve mikil verðmæti hann muni búa tíl og eru launin þá
í samræmi við það. Þeir sem aðhyllast frjáls markaðsöfl líta svo
á að það sé fyrir mestu að kakan stækki; að athafnasemi
einstaklinga fái notið sín og að það sé forsenda þess að allir getí
fengið hærri laun og notíð bættra lífskjara, þótt sumir fái meira
en aðrir. Ennfremur að réttíætanlegt sé að beita sköttum tíl að
jafiia tekjur og halda útí samhjálpinni, þótt takmörk séu auð-
vitað fyrir skattpíningunni.
Forstjórar eru launamenn Langflestir
forstjórar á íslandi hafa tekjur á bilinu 800 tíl
1.200 þúsund krónur á mánuði og meðaltekjur
tuttugu efstu forstjóranna eru 1.700 þúsund
krónur á mánuði og hafa á síðustu tíu árum
hækkað um 14% umfram almennar launa-
hækkanir í landinu. Forstjórar eru í lang-
flestum tilvikum fyrst og fremst launamenn,
en „sjálftökulið“ eru þeir ekki. Fulltrúar hlut-
hafa, stjórnir fyrirtækja, ákveða laun forstjóra
og hafa örugglega laun annarra forstjóra til
hliðsjónar í upphafi. En það hvort forstjórinn
heldur starfi sínu tíl lengdar, en tíð forstjóra-
skiptí einkenna vinnumarkaðinn, fer eftir því
hvort hann auki verðmæti hluthafanna, hvort hann vinni fyrir
kaupinu sínu. Hugsun hluthafa snýst um ávöxtun hlutafjárins
og þess vegna ergir það þá oft hvers vegna forstjórar séu með
laun sín á þurru á meðan þeir, hluthafarnir, beri ævinlega
tapið. Eftír Enron og Andersen í Vesturheimi spyrja hluthafar
sig raunar æ oftar að því hvort brellum sé beitt tíl að fegra bók-
haldið. En á meðan karlinn í brúnni fiskar, rær á réttu miðin, er
þeim sama þótt hann hafi tvö- eða þreföld laun forsætísráð-
herra.
Guðni aftengi tímasprengjuna Þótt launamenn eigi margir
hveijir orðið eilitíð af hlutabréfum þá beinist óánægja þeirra
núna mest að þvi hvers vegna auðugir eigendur fiármagns
greiða aðeins 10% af fiármagnstekjum sínum í skatta á meðan
launþegar greiða hátt í 50% af launum sínum í skatta. Þessi
mismunun er tifandi tímasprengja og hana þarf að aftengja
sem fyrst. Þar geta áhugasamir ráðherrar um þessi mál komið
launamönnum til hjálpar og lækkað beinu skattana, jafnað
muninn. Það er hið heilaga mál sem þolir enga bið. Og þar má
mönnum ekki verða á í messunni. Þess vegna verður vandlega
hlustað á Guðna næst þegar hann messar.
Jón G. Hauksson
rrm
J - ILLlJ
Stofinuð 1939
Sérrit um viðskiþta-, efnahags- og atvinnumál - 64. ár
Sjöfn Guðrún Helga Geir Óla/sson Hallgrimur
Sigurgeirsdóttir Sigurðardóttir Ijósmyndari Egilsson
auglýsingastjóri blaðamaður útlitshönnuður
RTTSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Jón G. Hauksson
AUGLÝSINGASTJÓRI: Sjöfn Sigurgeirsdóttír
BLAÐAMAÐUR: Guðrún Helga Sigurðardóttir
UÓSMYNDARI: Geir Ólafsson
UMBROT: Hallgrímur Egilsson
ÚTGEFANDI: Heimurhf.
M heimur
RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA:
Borgartúni 23,105 Reykjavík, sími: 512 7575, fax: 561 8646, netfang: fv@heimur.is
ÁSKRIFTARVERÐ: kr 7.700,-10% afsláttur ef greitt er með kreditkorti.
LAUSASÖLUVERÐ: 799 kr.
DREIFING: Heimur hf., sími 512 7575
FILMUVINNA, PRENTUN OG BÓKBAND: Gutenberghf.
LITGREININGAR: Heimur hf. - Öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir
ISSN 1017-3544
6