Frjáls verslun - 01.07.2002, Qupperneq 16
FORSÍÐUGREIN - SflLflN í ÍSLANDSBflNKfl
Firnahörð harátta á bak við tjöldin um
meirihlutann í Fjárfestingarfélaginu
Straumi varð til þess að skriðan mikla fór af
stað og að þeir Jón Asgeir Jóhannesson og
Þorsteinn Már Baldvinsson ákváðu að segja
skilið við hluthafahóþ Islandsbanka ogselja
hluti sína í bankanum sem og í Straumi.
Straumur erjitla þúfan“íþessu stóra máli!
Eftír Jón G. Hauksson Myndir: Geir Ólafsson
Hluthafafundi aflýst!" Það fór tiltölulega lítið fyrir
þessari frétt í fjölmiðlum um að hluthafafundi, sem
halda átti í Fjárfestingarfélaginu Straumi miðviku-
daginn 20. ágúst, hefði verið aflýst aðeins rúmri klukku-
stund áður en halda átti fundinn. En þarna kraumaði
undir. Að tjaldabaki voru hörð átök Jóns Ásgeirs
Jóhannessonar, stjórnarformanns Baugs, og Þorsteins
Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, við íslands-
banka um yfirráð í Sraumi. Þau ydirráð hefðu með tím-
anum hugsanlega gefið þeim færi á að ná undirtök-
unum í Islandsbanka og öðrum fýrirtækjum - og nýta
þau hvert af öðru til byggja upp kröftuga valdakeðju. En
fléttan féll. Þeir Jón Ásgeir og Þorsteinn Már töpuðu
slagnum og má segja „að oft velti lítil þúfa þungu
hlassi“. Framhaldið þekkja allir; þeir reiddust mjög og
ákváðu að segja skilið við hluthafahóp Islandsbanka og
Straums og selja hluti sína og annarra félaga þeim
tengdum í þessum félögum. Islandsbanki tryggir söl-
una og nemur salan í Islandsbanka um 11,3 milljörðum
króna og Straumi um 2,0 milljörðum. Þar með er
þriggja ára saga Orca-hópsins á enda. Sagan er öll!
Straumur reyndist „litla þúfan“ og eftir standa þau
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er mikill kappsmaður. Um
leið og þeir Jón Asgeir urðu undir í Straumsmálinu pá var að sjómannasið
strax sett í jullan gír um hvernig þeir gœtu selt hluti sína og annarra, sem
þeim tengdust, í Islandsbanka og Straumi. Þeir vildu út!
tíðindi að gamli íslandsbankaarmurinn í hinum sameinaða
banka Islandsbanka og FBA hefur náð algjörum yfirtökum í
stjórn bankans.
Hluthafafundurinn í Straumi Til hluthafafundarins í Straumi
var boðað að ósk tveggja hluthafa, Fjárfars ehf. og Dúks hf., en
þetta eru fyrirtæki Jóns Ásgeirs. Mönnum var í fýrstu ekki fýlli-
lega ljóst hvers vegna hann krefðist hluthafafundarins og það í
þeim tilgangi að kjósa nýja stjórn. Ný stjórn tók þar við sl. vor
þegar Bjarni Ármannsson, Ari Edwald og Jón Halldórsson
hættu og við tóku Olafur B. Thors, formaður stjórnar, Jón
Ásgeir og Kristín Guðmundsdóttir, tjármálastjóri hjá Granda.
Talið var útilokað að þeir Jón Ásgeir og Þorsteinn Már Bald-
vinsson, forstjóri Sarnherja, næðu meirihluta. En hvað voru
þeir þá að fara? Það hlaut eitthvað að búa að baki. Þeir voru
með um 25% hlut á bak við sig í Straumi á móti tæpum 25% hlut
Islandsbanka. Eitt var á hreinu, þeir gátu náð völdum í Straumi
með fulltingi Búnaðarbankans sem er næststærsti hluthafinn
og með 12,2% hlut.
Búnaðarbankinn og JÓn Ásgeir Þegar íslandsbankamenn höfðu
samband við Búnaðarbankamenn var ekki annað á þeim að
skilja en að stuðningur við Jón Ásgeir og Þorstein Má stæði ekki
til. Það vantaði samt eitthvað upp á, þetta gekk ekki alveg upp.
Það sýndi sig líka þegar á hólminn var komið að það bjó meira
að baki; Jón Ásgeir og Þorsteinn Már höfðu tryggt sér stuðning
16