Frjáls verslun - 01.07.2002, Qupperneq 17
Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs, hejur ekki aðeins mátt þola
hvassa vinda vegna húsleitar lögreglu hjá Baugi. Hann tapaði slagnum um
Straum og íslandsbanka á dögunum. Hann taldi sig með gjörunnið spil í
þókernum um Straum. En það endaði á annan veg; Straumur batt enda á
þriggja ára bankaœvintýri hans og Orca-hóþsins!
FORSÍÐUGREIN - SflLflN í ÍSLANDSBANKA
og Jóns Asgeirs í þessum hildarleik. En öllum að óvörum
- ekki síst Þorsteini Má - seldi Ker (Olíufélagið) sinn hlut,
3,4%, í Straumi til íslandsbanka og eignuðust Sjóvá-
Almennar þau bréf síðan ásamt fleirum frá Isiandsbanka.
Þá keyptu Sjóvá-Almennar bréf í Straumi af Þorsteini
Vilhelmssyni, fjárfesti og fyrrum Samhenamanni, og
Magnúsi Kristinssyni, útgerðarmanni í Eyjum. Alls eign-
uðust Sjóvá-Almennar 5,38% hlut en áttu engan fyrir.
Þetta dugði. Þáttaskil urðu í málinu. Jón Asgeir og Þor-
steinn Már áttu ekki lengur möguleika á að ná meirihluta
í Straumi eftir að Búnaðarbankinn og Ker voru frá
málinu. í stað þess að hafa stuðning sjö af átta stærstu
hluthöfunum í Straumi, um 37% atkvæða, voru þeir með
stuðning fimm þeirra og 22% atkvæða. Jafnframt var
keppinauturinn, Islandsbanki, kominn með um 30%
atkvæða eftir að Sjóvá-Almennar komu inn í Straum.
Aformin um yfirráðin í Straumi höfðu mistekist.
Straumhvörf oo straumrof Eftir stóðu Jón Ásgeir og
Þorsteinn Már reiðir mjög. Fyrir þá voru þetta ekki
aðeins straumhvörf í máli Straums heldur straumrof í
öllu íslandsbankamálinu! Samdægurs var að
sjómannasið sett í fullan gír um hvernig þeir gætu selt
hluti sína og annarra, sem þeim tengdust, í íslands-
banka og Straumi. Þeir vildu út! Sagt er að það hafi
gengið „býsna hratt fyrir sig“ innan Islandsbanka að
taka ákvörðun um að sölutryggja hlutaféð, um 11,3
milljarða króna viðskipti í íslandsbanka, og um 2 millj-
arða í Straumi. Sömuleiðis er sagt að innan Kaupþings
sé „engin svakaleg óánægja" með að fá alla milljarðana
til baka sem farið hafa í að fjármagna umsvif Orca-hóps-
ins síðastliðin þijú ár, en sú upphæð mun vera komin á
áttunda milljarð með öllum flármagnskostnaði.
Flétta þeirra Þorsteins Más og Jóns Ásgeirs um að
ná völdum í Straumi var lokaspil þeirra í miklu stærri
póker til að ná völdum í íslandsbanka. Það hafa allir litið
svo á að þessi póker hafi gengið út á að ná völdum í
bæði Tryggingamiðstöðinni og Straumi og nota þessi
Búnaðarbankans og kauprétt á hlut bankans í Straumi að upp-
fylltum ákveðnum skilyrðum. Við blasti því að gengi allt upp hjá
Jóni Ásgeiri og Þorsteini Má fengju þeir tvo fulltrúa í stjórn á
móti einum fulltrúa íslandsbanka því mjög smáir hluthafar nýta
yfirleitt ekki atkvæði sín á svona fundum. Ljóst þótti að Kristín
Guðmundsdóttir myndi víkja úr stjórn fyrir nýjum fulltrúa Jóns
Ásgeirs og Þorsteins Más sem væntanlega hefði orðið Eiríkur S.
Jóhannsson, framkvæmdastjóri Kaldbaks á Akureyri. En nú
færðist fyrst tjör í glímuna og tekist var á af afli. Skyndilega
ákváðu Búnaðarbankamenn að vera hlutlausir og gátu það í
krafti ákveðinna skilyrða sem voru í samkomulaginu um kaup-
rétt Jóns Ásgeirs á Straumsbréfum bankans. Er fullyrt að
Búnaðarbankamenn hafi misst trúnað bæði íslandsbankamanna
félög til að fjárfesta kerfisbundið og komast þannig í meirihluta
í íslandsbanka og öðrum fyrirtækjum og nýta þau hvert af
öðru til að styrkja valdakeðjuna - þótt það kostaði jafnvel lækk-
andi gengi bréfa í þessum félögum og flótta annarra hluthafa í
burtu. Eftir sölu þeirra í Islandsbanka og Straumi er pókerinn
búinn. Það er hætt að gefa við spilaborðið og menn eru staðnir
frá borði.
„Litla þúfan“ í Tryggingamiðstöðinni Þetta er ekki í fyrsta
sinn á árinu sem Straumur er „þúfan“ sem veltir þungu hlassi.
Straumur lék aðalhlutverkið þegar Tryggingamiðstöðin gekk
þeim Jóni Ásgeiri og Þorsteini Má eftirminnilega úr greipum
föstudaginn 1. mars sl. þegar Landsbankinn keypti afar óvænt
17