Frjáls verslun - 01.07.2002, Síða 18
FORSÍÐUGREIN - SALANÍ ÍSLANDSBANKA
á yfirverði öll hlutabréf Straums (um
11%) í Tryggingamiðstöðinni og seldi
obbann af þeim aftur til félaga í eigu ijöl-
skyldu Sigurðar heitins Einarssonar,
útgerðarmanns í Eyjum. Fjölskyldan
hafði áður verið með ráðandi hlut í
Tryggingamiðstöðinni og tryggði með
kaupunum yfirráðin á ný. A þeim tíma
sagði Jón Asgeir að sér íyndist sala
Straums á bréfunum „mjög skrítin" og að
hún myndi hafa eftirmála þar sem hann
vissi að fleiri hefðu haft áhuga á bréf-
unum. En vitað var að hann og Þorsteinn
Már ætluðu sér hlut Straums í Trygg-
ingamiðstöðinni og þá hafði Kaupþing
sýnt því áhuga að eignast 20% hlut í félag-
inu. Auðvelt er að skilja sárindi Jóns
Asgeirs og Þorsteins Más í TM-málinu.
Um síðustu áramót var Ovalla Trading,
sem er í eigu Bónusfjölskyldunnar og
Austursels, félags í eigu Hreins Loftsson-
ar lögmanns, með 18,02% hlut í Trygg-
ingamiðstöðinni og réð þar í raun ríkjum.
Meirihlutann í sjö manna stjórn Trygg-
ingamiðstöðvarinnar mynduðu þeir
Hreinn Loftsson stjórnarformaður, en
hann var á þeim tíma líka stjórnarfor-
maður Baugs, Jón Ásgeir, Þorsteinn Már
og Þorgeir Baldursson, stjórnarmaður í
Baugi og forstjóri prentsmiðjunnar
Odda. Svo viss var Jón Ásgeir um yfir-
ráðin í Tryggingamiðstöðinni að fært var
í tal við Gunnar Felixson forstjóra hvort
hann vildi ekki láta af störfum. I
hámælum var í viðskiptalífinu á þessum
tíma að arftakinn yrði Hreiðar Már
Sigurðsson, aðstoðarforstjóri Kaup-
þings, en mjög náið samstarf kvað vera á
milli hans og Jóns Ásgeirs.
Þegar Islandsbankamenn
höfðu samband við
Búnaðarbankamenn var
ekki annað að skilja þeim
megin en að stuðningur
við Jón flsgeir og
Þorstein Má stæði ekki
til. Það vantaði samt
eitthvað upp á, þetta
gekk ekki alveg upp.
Ljóst þótti að Kristín
Guðmundsdóttir,
fjármálastjóri Granda,
myndi víkja úr stjórn
Straums fyrir nýjum
fulltrúa Jóns flsgeirs og
Þorsteins Más.
Pókerinn hefur gengið út á
að ná völdum bæði í
Tryggingamiðstöðinni og
Straumi og nota þessi
félög til að komast í
hóps mjög smárra hluthafa nýtist ekki.
Þess má geta að fjölskylda Sigurðar
heitins Einarssonar í Eyjum hefur stutt
Kristján Ragnarsson til kjörs í stjórn
íslandsbanka, þ.e. núverandi meirihluta
bankaráðs, og því voru TM-atkvæðin
(4,34% hlutur) í raun næstum 9 prósenta
leikur í baráttunni, þ.e. meirihlutinn
myndi missa 4,34% og þau færu yfir á Jón
Ásgeir og Þorsteinn Má. Flestir líta svo á
að hefðu þeir Jón Ásgeir og Þorsteinn
Már náð yfirtökum í Islandsbanka hefðu
þeir verið sérlega líklegir til að beita
eigin bréfum bankans sér í hag á aðal-
fundum í stað þess að hafa þau hlutlaus.
Að því gefnu að Jón Ásgeir og Þorsteinn
Már hefðu tapað mjög naumlega á aðal-
fundi í íslandsbanka í vor þrátt íýrir að
hafa Tryggingamiðstöðina innanborðs,
er afar líklegt að Tryggingamiðstöðin
hefði hins vegar hafið kerfisbundin kaup
á yfirverði á bréfum í bankanum til að ná
völdum og að efnt hefði verið til nýs hlut-
hafafundar, eins og sýndi sig að gert var
í Straumi.
Vanir að ráða öllu sem þeír vllja En
hver er ástæða þess að Jón Ásgeir og Þor-
steinn Már hafa haft svo mikinn áhuga á
að ná völdum innan Islandsbanka,
Straums og Tryggingamiðstöðvarinnar?
Valdagræðgi, kynni einhver að segja.
Ekki fer á milli mála að hér fara einhverjir
áræðnustu og duglegustu menn við-
skiptalifsins, menn sem láta að sér kveða.
Halda má því fram að þeir séu vanir að
ráða öllu innan sinna lýrirtækja, Baugs og
Samheija, og geti einfaldlega ekki tekið
þátt í íýrirtækjarekstri, eins og innan
Islandsbanka, þar sem þeir ráða ekki för.
Þeir eru báðir miklir keppnismenn og
reknir áfram af miklum metnaði. Engu að
síður eru þeir taldir nokkuð ólíkir, þannig
er Þorsteinn Már sagður „varfærnari og
jarðbundnari" og ekki eins áræðinn þótt
áræðinn sé.
TM-atkvæðin voru 9 prósenta leikur
Tryggingamiðstöðin er sjötti stærsti
hluthafinn í íslandsbanka, með hlut upp
á 4,34% og hefði hann sjálfsagt verið
notaður til að styðja Jón Ásgeir og
Þorstein Má á aðalfundi Islandsbanka sl.
vor hefði komið til kosninga og hefði fjöl-
skyldan í Eyjum ekki komist yfir hlut
Straums í Tryggingamiðstöðinni. Sitt
sýnist hverjum um hvort sá stuðningur
hefði dugað þeim til að komast í meirihluta í íslandsbanka. En
að því gefnu að stjórn íslandsbanka hefði ekki beitt eigin hlut,
Straums og VÍB (alls um 8,4% atkvæða), ef komið hefði til
kosninga, má sjá það fýrir að núverandi meirihluti hefði verið
með rúm 29% atkvæða á móti rúmum 28% atkvæðum arms
Jóns Ásgeirs og Þorsteins Más - og er þá TM hluturinn inni í
þeirri tölu. Með öðrum orðum; það hefði orðið ansi mjótt á
mununum. Tuttugu stærstu hluthafarnir í Islandsbanka eiga
rúm 66% hlut. I þessum vangaveltum um kosningar, sem aldrei
urðu, er hér enn og aftur gert ráð fyrir að atkvæði hins breiða
meirihluta í I
og öðrum fyi
og nýta þau I
i 'aldakujm..........
Að kaupa og kaupa án þess að selja
Allir hafa spurt sig að því hvernig þeir og
félög þeirra hafa getað keypt og keypt í
öðrum íýrirtækjum á undanförnum árum án þess að þurfa að
selja neitt á móti. Það hefur bókstaflega ekkert lát verið á Ijár-
festingum þeirra, eitthvað sem fáir hafa botnað í hvernig væri
hægt og spurt sig í leiðinni hvort ekki færi að koma að skulda-
dögum. Ljóst er að salan í íslandsbanka núna fer að stærstum
hluta í að greiða skuldir hjá Kaupþingi. Ekki fer á milli mála að
þeir félagar, sérstaklega Jón Ásgeir, hafa haft mjög greiðan
aðgang að ijármagni hjá Kaupþingi og spilað leiki sína með
fjármagni þaðan. Raunar hefur mörgum þótt nóg um hve
tengslin á milli Kaupþings og Jóns Ásgeirs eru sterk.
18