Frjáls verslun - 01.07.2002, Page 22
I hnotskurn
Efdr Jón G. Hauksson
í fyrsta lagi:
ENGIR EIGA SPARISJÓÐINA - ÞEIR EIGA SIG SJÁLFIR
A' tökin um Spron endurspegla enn og aftur umræðu sem
skotið hefur upp kollinum annað veifið í yfir tuttugu ár. Um-
ræðan er um það hverjir eigi sparisjóðina. Svarið er að það eiga
engir sparisjóðina, þeir eiga sig sjálfir! Þeir eru sjálfseignar-
stofnanir. Þetta þýðir að stofnfjáreigendur eiga ekki sparisjóð-
ina. Stjórnir þeirra eiga þá ekki. Sparisjóðsstjórarnir eiga þá
ekki heldur. Ekki starfsmennirnir. Ekki viðskiptavinirnir.
Sveitarfélögin eiga þá ekki. Líknar- og menningarfélög í við-
komandi bæjarfélögum eiga þá ekki. Niðurstaðan er því sú að
eigið fé sparisjóðanna er ekki fé án hirðis heldur fé án eigenda
því íjárhirðarnir, stjórnir og starfsmenn sparisjóðanna, hafa
ávaxtað fé þeirra vel undanfarna áratugi og búið til þann mikla
auð sem núna er tekist á um.íí]
I öðru lagi:
ERFFTT FÉLAGAFORM HL STÆKKUNAR
Eftir átökin í Spron kristallast enn og aftur hve félagaform spari-
sjóðanna er erfitt og óhentugt fyrir þá til að vaxa og sameinast
öðrum. Helstu rökin fyrir því að breyta sparisjóðunum í hlutafé-
lög hafa verið þau að auðvelda þeim að fá inn nýtt hlutafé og auð-
velda þeim sömuleiðis að sameinast öðrum sparisjóðum eða
öðrum fjármálafyrirtækjum. Með núverandi félagaformi, sem er
dragbítur á sameiningar og innkomu nýs eiginijár, er haft á orði
að sparisjóðirnir kunni að sitja eftir þegar kemur að stærri ein-
ingum. En kannski breytir það engu fyrir þá, hugsanlega hagn-
ast þeir á því að vera kostur þeirra sem kjósa litlar einingar. Á
hinum fyrirhugaða fundi stofnijáreigenda 25. júní sl., sem hætt
var við á síðustu stundu, ætlaði stjórn Spron að leggja fram tillögu
um að breyta félaginu í hlutafélag. Átök sumarsins leiddu til þess
að stjórn Spron hætti við hlutafélagaformið - í bili að minnsta
kosti. Það hlýtur að hafa verið mikið áfall fyrir stjórnina og má
sumpart segja að hún hali orðið undir í þessum átökum. S3
22