Frjáls verslun - 01.07.2002, Page 23
Pétur Blöndal, alþingismaður og einn fimm eigenda stofnfjár Spron sem komU með afar óvænt tilboð til annarra stofn-
fjáreigenda um að kaupa allt stofnfé sjóðsins þremur dögum fyrir boðaðan fund stofnfjáreigenda í Spron sem halda átti
25. júní sl. Sprengju var varpað. Næstur fyrir aftan Pétur í biðröðinni er Jón Snorri Snorrason, forstjóri B&L.
I þriðja lagi:
HVERS KONAR „EIGN“ ER EIGIÐ FÉ SPARISJÓÐANNA?
tök sumarsins hafa ýft upp þá spurningu hvers konar „eign“
eigið fé sparisjóðanna sé, ekki síst stofnféð. Og er eigið féð
söluvara þótt öllum finnist blasa við samkvæmt ákvæðum stjórn-
arskrárinnar að stofnféð sé söluvara? En er það svo? Hugmyndir
stjórnar Spron fyrir hinn fyrirhugaða fund 25. júní um að breyta
félaginu í hlutafélag var á þá leið að stofiifiáreigendur fengju 485
milljónir króna, eða um 11,5% hlut af eigin fénu, en sérstök sjálfs-
eignarstofnun, Spron-sjóðurinn ses., átti að eignast 3.715 milljónir,
eða um 88,5% hlut í þessari skiptingu var miðað við markaðsverð
upp á 4,2 mifljarða. Eigið fé Spron um síðustu áramót var hins
vegar talsvert lægra, eða 3.192 mifljónir króna, og skiptist það
þannig að endurmetið stolhfé var 485 milljónir króna og annað
eigið fé 2.707 milljónir króna. Takið eftir að stjórn Spron átti að
skipa stjórn þessa nýja eignarhaldsfélags, Spron-sjóðsins ses.,
þannig að í reynd hefði hún stýrt og ráðið yfir langstærsta hluthaf-
anum í félaginu. Margir hafa sett spurningarmerki við það. Enn-
fremur má spyrja sig hversu auðvelt það hefði verið fyrir einstaka
stofntjáreigendur - sem væru orðnir hluthafar - að selja hlutabréf
sín á almennum markaði þegar þeir væru í svo miklum minni-
hluta, með um 11,5% hlut á móti 88,5% hlut Spron-sjóðsins ses. S!]
í fjórða lagi:
HVAÐ HEFÐIBÚNAÐARBANKINN ORÐIÐ AÐ GREIÐA?
Ymsir hafa spurt um hvað Spron-máflð snúist í raun. Er það um
völd yfir fé og fyrirtæki sem á sig sjálft? Hugmyndir stofnfjár-
eigenda um að fá meira en uppreiknað nafnverð fyrir stofnfé sitt?
Baráttu Búnaðarbankans um að komast yfir Spron? Eða snýst það
um þá hugmynd að gera félag, sem á sig sjálft, að hlutafélagi? Eða
hugmyndir einhverra „vondra karla“ í röðum stofnfjáreigenda um
að ná Spron undir sig og afhenda Búnaðarbankanum áratuga
ávöxtun á silfurfati? Það vekur auðvitað athygli hversu mikifl hiti
og tilfinningasemi var í þessu máli frá upphafi. Stjórn Spron settí
sig þegar á mótí hugmyndum stofiiljáreigendanna fimm sem
vildu kaupa aflt stofnfé stofntjáreigenda Spron, 485 milljónir
króna, á genginu 4,0 og framselja það Búnaðarbankanum fyiir
tæpa 2 mifljarða króna. Sjálfir hafa fimmmenningarnir sagt að
ekkert annað hafi vakað fyrir þeim en að fá meira en uppreiknað
nafnverð fyrir stofnfé sitt. Þá verður ekki undan þvi horft að eilífar
kviksögur hafa verið á gangi í viðskiptalífinu um að Kaupþing, en
þar er Spron stærsti hluthafinn, hafi verið með það í kortunum hjá
sér að sameinast Spron eftir hlutafélagavæðinguna. Fyrir Bún-
aðarbankanum vaktí það auðvitað eitt að yfirtaka Spron og sam-
eina Búnaðarbankanum. En hvað hefði Búnaðarbankinn orðið að
greiða? Hann hefði orðið að greiða stothtjáreigendum tæpa 2 millj-
arða (miðað við gengið 4,0 sem síðan var hækkað í 5,5) og auk
þess hefði hann orðið að greiða Spron-sjóðnum ses. um 3.715
mifljónir. Samtals um 5,7 milljarða króna. Að vísu má spyija sig að
því hvort Spron-sjóðurinn ses. hefði ekki viljað fá hærra verð fyrir
hlut sinn en nafnverð, alveg eins og stofntjáreigendurnir.
Kannski er rétta gengið 8 eða 9 en ekki 5,5. Hvað um það; með
því að komast yfir fé stofnfjáreigenda hefði Búnaðarbankinn
skipað nýja stjórn Spron og líka stjórn Spron-sjóðsins ses. og
það hefði síðan komið í hlut þessara nýju stjórna að ganga frá
sameiningunni. I staðinn hefði Búnaðarbankinn fengið við-
skiptavini og starfsmenn Spron yfir til sín - sem og eigið fé hans.
Það var fyrst og fremst „arðvænlegur" sparisjóður sem Búnaðar-
bankinn var á höttunum á eftir til að auka eigið fé sitt. 33
23