Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2002, Side 25

Frjáls verslun - 01.07.2002, Side 25
þ.e. Alþingi, verði að viðurkenna skilning flármálaeftirlitsins á málinu. Því er þess vegna engan veginn lokið þótt fyrir liggi til- boð frá Starfsmannasjóði Spron ehf. um kaup á stofnfé stofnijár- eigenda á genginu 5,5. Verði niðurstaðan sú að þau viðskipti séu talin ólögmæt er málið í raun allt gengið til baka; ekki verður þá leyfilegt að selja stofnféð á hærra verði en uppreiknuðu nafn- verði og þar með verður ekkert af kaupum Starfsmannasjóðs- ins á stofnfénu. BS I sjöunda lagi: MUNURINN Á STOFNFÉ OG HLUTAFÉ Engum dylst að að upphaflegt fé stoíhgáreigenda við stofnun sparisjóðanna í landinu og ávöxtun þess er grunnurinn að eigin fé sparisjóðanna núna. Án stofnfiár í upphafi hefðu engir sparisjóðir orðið til og því má segja að stofhféð sé í eðli sínu eins og hvert annað hlutafé sem lagt er fram við stofnun hlutafélags og ávaxtað er með fyrirtækjarekstri. En þótt það sé í eðli sinu eins og hlutafé þá er það ekki hlutafé! í Spron-máli hefur hins vegar stundum mátt skilja menn svo að munurinn á hluthafa og stofnljáreiganda væri lítill vegna þess hve lítill eðlismunur væri á stofnfé og hlutafé. Þá hefur orðalagið um að stofnijáreigandi „eigi ákveðinn íjölda hluta“ í Spron sjálfsagt haft sitt að segja. í upphafi voru stofnfjáreigendur ábyrgðarmenn og var litið á fé þeirra fremur sem inneign en stofnfé. Þeir voru með inneign sem þeir skuldbundu sig til að leysa ekki út. Þeir voru í reynd ábyrgðarmenn sem lögðu fé til ávöxtunar í viðkomandi spari- sjóði, fé sem bar hærri ávöxtun og naut betri kjara en inneignir annarra. Félli ábjTgðarmaður frá valdi stjórn viðkomandi spari- sjóðs inn nýjan ábyrgðarmann. Á árinu 1985 var lögum breytt á þá leið að ábyrgðarmenn voru nefndir stolhgáreigendur. Þess má geta að nýir stofnljáreigendur í Spron hafa komið inn í nokkrum lotum. Mikið átak var gert á árunum 1998 og 1999 til að fá viðskiptavini og aðra inn sem stofníjáreigendur og komu þá nokkur hundruð þeirra inn í félagið. Og taki menn eftir því að þeir keyptu stofnljárhluti sína á uppreiknuðu nafiiverði! Það er grundvallaratriði í lögum um hlutafélög að völd hlut- hafa séu í samræmi við eign þeirra. I samræmi við eignaréttinn er óeðlilegt ef völd og réttur verða meiri í hlutafélagi en ræðst af eign viðkomandi í félaginu. Sömuleiðis er óeðlilegt að réttur- inn verði minni. Halda má því fram að stofnfjáreigendur í spari- sjóðum, sem skipa stjórnir þeirra og stýra þeim, hafi völd langt umfram „eignir" sínar í sparisjóðunum. I tilviki Spron er „eign“ stofnfjáreigenda 11,5% af skilgreindu markaðsvirði, eða um 485 milljónir af 4,2 milljörðum. Það hlutfall átti að minnsta kosti að nota við hlutafélagavæðinguna sl. sumar. Eign stofnfjáreigenda er hins vegar um 15,2% af eigin fé sparisjóðsins eins og það var í lok síðasta árs. BH I áttunda lagi: ÞARF AÐ KAUPA ALLT STOFNFÉÐ? Ahinum fjölmenna fundi stofnljáreigenda á Grand Hóteli Reykjavík 12. ágúst sl. samþykktu stofnljáreigendur með miklum meirihluta að breyta samþykktum sjóðsins þannig að ekki verði sett takmörk við ljölda hluta í eigu einstakra stofn- fjáreigenda. Stjórn Spron lagðist ekki gegn tillögunni og for- maður stjórnar Starfsmannasjóðs Spron ehf. lýsti einnig stuðn- ingi við tillöguna enda væri hún forsenda fyrir því að kauptil- boð Starfsmannasjóðsins í stofnljárhluti gæti náð fram að 25

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.