Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2002, Blaðsíða 25

Frjáls verslun - 01.07.2002, Blaðsíða 25
þ.e. Alþingi, verði að viðurkenna skilning flármálaeftirlitsins á málinu. Því er þess vegna engan veginn lokið þótt fyrir liggi til- boð frá Starfsmannasjóði Spron ehf. um kaup á stofnfé stofnijár- eigenda á genginu 5,5. Verði niðurstaðan sú að þau viðskipti séu talin ólögmæt er málið í raun allt gengið til baka; ekki verður þá leyfilegt að selja stofnféð á hærra verði en uppreiknuðu nafn- verði og þar með verður ekkert af kaupum Starfsmannasjóðs- ins á stofnfénu. BS I sjöunda lagi: MUNURINN Á STOFNFÉ OG HLUTAFÉ Engum dylst að að upphaflegt fé stoíhgáreigenda við stofnun sparisjóðanna í landinu og ávöxtun þess er grunnurinn að eigin fé sparisjóðanna núna. Án stofnfiár í upphafi hefðu engir sparisjóðir orðið til og því má segja að stofhféð sé í eðli sínu eins og hvert annað hlutafé sem lagt er fram við stofnun hlutafélags og ávaxtað er með fyrirtækjarekstri. En þótt það sé í eðli sinu eins og hlutafé þá er það ekki hlutafé! í Spron-máli hefur hins vegar stundum mátt skilja menn svo að munurinn á hluthafa og stofnljáreiganda væri lítill vegna þess hve lítill eðlismunur væri á stofnfé og hlutafé. Þá hefur orðalagið um að stofnijáreigandi „eigi ákveðinn íjölda hluta“ í Spron sjálfsagt haft sitt að segja. í upphafi voru stofnfjáreigendur ábyrgðarmenn og var litið á fé þeirra fremur sem inneign en stofnfé. Þeir voru með inneign sem þeir skuldbundu sig til að leysa ekki út. Þeir voru í reynd ábyrgðarmenn sem lögðu fé til ávöxtunar í viðkomandi spari- sjóði, fé sem bar hærri ávöxtun og naut betri kjara en inneignir annarra. Félli ábjTgðarmaður frá valdi stjórn viðkomandi spari- sjóðs inn nýjan ábyrgðarmann. Á árinu 1985 var lögum breytt á þá leið að ábyrgðarmenn voru nefndir stolhgáreigendur. Þess má geta að nýir stofnljáreigendur í Spron hafa komið inn í nokkrum lotum. Mikið átak var gert á árunum 1998 og 1999 til að fá viðskiptavini og aðra inn sem stofníjáreigendur og komu þá nokkur hundruð þeirra inn í félagið. Og taki menn eftir því að þeir keyptu stofnljárhluti sína á uppreiknuðu nafiiverði! Það er grundvallaratriði í lögum um hlutafélög að völd hlut- hafa séu í samræmi við eign þeirra. I samræmi við eignaréttinn er óeðlilegt ef völd og réttur verða meiri í hlutafélagi en ræðst af eign viðkomandi í félaginu. Sömuleiðis er óeðlilegt að réttur- inn verði minni. Halda má því fram að stofnfjáreigendur í spari- sjóðum, sem skipa stjórnir þeirra og stýra þeim, hafi völd langt umfram „eignir" sínar í sparisjóðunum. I tilviki Spron er „eign“ stofnfjáreigenda 11,5% af skilgreindu markaðsvirði, eða um 485 milljónir af 4,2 milljörðum. Það hlutfall átti að minnsta kosti að nota við hlutafélagavæðinguna sl. sumar. Eign stofnfjáreigenda er hins vegar um 15,2% af eigin fé sparisjóðsins eins og það var í lok síðasta árs. BH I áttunda lagi: ÞARF AÐ KAUPA ALLT STOFNFÉÐ? Ahinum fjölmenna fundi stofnljáreigenda á Grand Hóteli Reykjavík 12. ágúst sl. samþykktu stofnljáreigendur með miklum meirihluta að breyta samþykktum sjóðsins þannig að ekki verði sett takmörk við ljölda hluta í eigu einstakra stofn- fjáreigenda. Stjórn Spron lagðist ekki gegn tillögunni og for- maður stjórnar Starfsmannasjóðs Spron ehf. lýsti einnig stuðn- ingi við tillöguna enda væri hún forsenda fyrir því að kauptil- boð Starfsmannasjóðsins í stofnljárhluti gæti náð fram að 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.