Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2002, Page 27

Frjáls verslun - 01.07.2002, Page 27
Hinn sögulegi fundur 12. ágúst: FRÉTTASKÝRING; SPRON-IVIflLIÐ Ræða Sigurðar vakti langmesta athygli Fandur stofnfláreigenda Spron á Grand Hóteli Reykjavík hinn 12. ágúst varð ekki síst sögulegur vegna mikils mannflölda sem sótti fundinn, en 866 stofnJjáreigendur og fulltrúar þeirra mættu á hann. Um 1.100 stofníjáreigendur eru í Spron. Kastljós flölmiðla beindist að fundinum í nokkra daga, meðal annars vegna þess hve margir þekktir menn úr viðskiptalífinu sóttu hann. Jón G. Tómasson, formaður stjórnar Spron, rakti yfirtökutilboð Búnaðarbankans frá sjónarhóli sljórnarinnar og svo mikil reiði var í málinu að það kom varla nokkrum á óvart að hann gagnrýndi þar harðlega stofnfláreigendurna fimm sem buðust til að kaupa allt stofnfé Spron með fulltingi Búnaðarbankans. Jón sagði meðal annars: „Amman í Brekkukoti sagði: ,Auðæfi eru það sem ekki aðrir ná af manni.“ Ég lít á það sem auðæfi að hafa staðfastan vilja til að fylgja settum lögum og reglum og þeim auðæfum mun enginn ná af okkur sem siljum í stjórn Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis," sagði Jón. Pétur Blöndal, einn fimmmenninganna, svarði Jóni að sjálfsögðu fullum hálsi. Ræða Sigurðar En fleiri tóku til máls. Sú ræða, sem vakti mesta athygli á fundinum og ijölmargir hafa vísað til í umræð- um manna á meðal um Spron-málið eftir fundinn, var ræða Sigurðar Tómassonar endurskoðanda. Sigurður var eins konar þriðji aðili í málinu, hvorki á bandi stjórnar né fimmmenning- anna og stóð upp vegna þess að honum blöskraði allur sá at- gangur sem hafði verið í málinu og taldi að eigið fé sparisjóðs- ins ætti alls ekki að geta verið söluvara - hvorki beint né óbeint! Sigurður sagði í upphafi máls síns: „Tillaga stjórnar spari- sjóðsins um hlutafélagavæðingu hefði orðið tillaga um slit á nú- verandi rekstrarfyrirkomulagi. Tillagan segir okkur að stjórnin telur núverandi rekstrargrundvöll sparisjóðsins ófull- nægjandi. Þegar svo er komið hefði allt eins mátt segja að best væri að slíta sparisjóðnum og skipta honum upp eins og segir í 39. grein samþykkta hans. Þá hefði þetta einskis manns eigið fé fundið sína réttu eigendur: Menningar og líknarmál á starfs- svæðinu. Það væri sómi af fyrir alla stofnfjáreigendur í 70 ára sögu sparisjóðsins ef þannig væri að málum staðið. Mér þætti ekki ólíklegt að frumherjunum mundi hugnast slík ráðstöfun. Hugmyndir um hlutafélagavæðingu eru einhveijar stórhug- myndir um að ekkert gangi og ekkert komi að gagni nema það sé stórt. Ég held ekki að sparisjóðshugmyndin sé um slíkt. En hlutafélagavæðingin kom af stað þeirri orrahríð sem nú hefur staðið í 6 vikur. Það eru klókir féhirðar, Pétur og Co, sem komu stjórninni og fleirum í opna skjöldu. Einskis manns eigið fé er auðvitað það sem baráttan snýst um. En þetta fé á hvorki að vera gefins eða til sölu. Ef það verður ekki verndað á annan hátt þá á að finna því þann farveg sem samþykktirnar segja til um. Að meðtöldum Pétri og Co. þá hafa allir stofn- fjáreigendur vitað um þau vistarbönd verð- mætis sem stofnfjáreigninni hefur fýlgt.“ Síðan ræddi Sigurður um við- skiptasiðferðið varðandi mál spari- sjóðsins út frá þessum orðum úr pré- dikun dómkirkjuprests: „Hvað býr að baki því markmiði að hrifsa til sín með klóm og kjafti allt sem hægt er að hremma? Taka og yfir- taka og leita síðan í sífellu nýrra fjárfestingarkosta vegna þess að ekkert og aldrei er nóg.“ Síðan sagði Sigurður: „Mitt í orra- hríðinni kemur svo Starfsmanna- sjóður Spron ehf., vill kaupa stofnbréf á margföldu yfirgengi, gerast ráðandi afl f rekstri sjóðsins og tilgangurinn er að reka sparisjóðinn áfram í núverandi formi. Að 165 starfs- menn séu að kaupa sér starfsöryggi fyrir 2,6 milljarða króna? Krónur 15 milljónir á mann. Heildarlaun hjá sparisjóðnum á ár- inu 2001 voru 616 milljónir króna. Engin laun í plús 4 ár - ijögurra ára laun til að tryggja starfsöryggi sitt ? (Innskot: Hér er ekki reiknað með staðgreiðsluskatti og hefði þess vegna mátt bæta við tímann.) Erum við stofnfjáreigendur tilbúnir að eiga svona viðskipti og leggja alla þessa byrði á starfsmenn? Getum við nokkurn tímann komið aftur í sparisjóðinn og horfst í augu við þetta fólk sem við neyðum til að kaupa stofnféð af okkur bara svo það geti tryggt starfsöryggi sitt? Eða eru starfsmennirnir að ganga erinda Kaupþings - er þetta bara yfirtökutilboð frá Kaupþingi? Ég spyr sjálfan mig.“ Að lokum sagði Sigurður: „Stjórn sparisjóðsins er vandi á höndum og ég hefði kosið henni annað hlutskipti en standa í þessum hildarleik. Sem ég held að sé langt frá því að vera lokið. Að mínu mati hefði hún átt að standa við þau orð sem í upphafi komu og sögðu að stofnfjáreigandi ætti engan rétt til hlutar í eigin fé sparisjóðsins nema sem næmi framreiknuðu stofnfé. Með því að hætta við hlutafélagavæðinguna hefði stjórnin átt að hafna kaup- eða söluhugmyndum og, ásamt starfsmönnum, standa af sér vantraustið eða falla með sæmd. Vona ég svo að stjórninni farnist vel í vandasömu starfi."®] 27

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.