Frjáls verslun - 01.07.2002, Side 31
NÆRMYND BRYNJOLFUR BJflRNflSON
Brynjólfur Bjarnason er sagöur óvenjulega
skipulagóur og metnaóarfullur stjórnandi sem
veit hvaó hann vill og stefnir markvisst þangaó.
Hann pykir þægilegur í umgengni, er vinsæll og
honum er lagió aö telja menn á sitt hand. Hann
/
er maöurinn sem stýrir núna Landssíma Islands.
Eftir Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur
Margir urðu undrandi í sumar þegar Rannveig Rist,
stjórnarformaður Landssíma íslands, tilkynnti um
ráðningu Brynjólfs Bjarnasonar, forstjóra Granda, í
starf forstjóra Símans. Ráðningin hefði þó kannski ekki þurft
að koma svo mikið á óvart. Stjórn Símans hafði lýst yfir að hún
myndi leita að manni sem hefði djúpstæða stjórnunarreynslu
til að leiða fyrirtækið á viðkvæmum tíma þar sem ríkisfyrirtæki
er breytt í einkafyrirtæki. Brynjólfur er jú einn fárra forystu-
manna í íslensku atvinnulífi sem hefur reynslu af einmitt þessu
en hann leiddi Bæjarútgerð Reykjavíkur þegar henni var breytt
í einkafyrirtækið Granda. Við kynnum hér til sögunnar stjórn-
andann og einstaklinginn Brynjólf Bjarnason, sem nýverið
hefur tekið við forstjórastarfi Símans.
Uppruni Brynjólfur er fæddur í Reykjavík 18. júlí 1946. For-
eldrar hans eru Bjarni Björnsson forstjóri, Sveinssonar bókara
og Ólafíu Bjarnadóttur húsfr eyju í Reykjavík, og Kristjana Brynj-
ólfsdóttir húsfreyja, sem bæði eru látin. Brynjólfur er kominn af
leikurum. Móðurforeldrar hans voru Brynjólfúr Jóhannesson
leikari og Guðný Helgadóttir húsfreyja. Brynjólfur á þrjá
bræður: Björn er elstur og hann starfar sem ráðgjafi hjá Sjóvá-
Almennum, Brynjólfur kemur næstur, þá Bjarni, sem er við-
skiptafræðingur og framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá Olíu-
félaginu Esso, og loks Birgir, tæknifræðingur og MBA frá
Englandi, markaðsstjóri hjá Samstáli. Björn er fæddur 1944 og
Bjarni 1948 svo að tvö ár eru á milli þriggja elstu bræðranna og
svo fimm ár milli þess næstyngsta og yngsta. Brynjólfur ólst upp
við Miklubrautina í Reykjavík og í sumarbústað flölskyldunnar í
Varmadal á Kjalarnesi en íjölskyldan flutti í bústaðinn á vorin og
þaðan sótti húsbóndinn vinnu allt sumarið.
Fjölskylda Brynjólfur er tvíkvæntur. Fyrri kona hans var
Kristín Björnsdóttir Thors förðunarfræðingur, f. 3. febrúar
1948, dóttir Björns Kjartanssonar Thors, blaðamanns í
Reykjavík, og Helgu Valtýsdóttur leikkonu. Þau skildu árið
1990. Brynjólfur og Kristín eiga fjögur börn. Bjarni er 36 ára
viðskiptafræðingur og framkvæmdastjóri hjá Lífeyris-
sjóðnum Framsýn. Hann er kvæntur og á tvö börn. Helga
Birna er 28 ára og starfsmaður á fyrirtækjasviði Kaupþings.
Hún er í sambúð og á einn son. Kristjana, 26 ára, starfar í
lausamennsku við dans, leik og sönglist í London og Birgir
Örn er 18 ára nemi i Menntaskólanum við Hamrahlíð. Seinni
kona Brynjólfs er Þorbjörg Kristín Jónsdóttir rekstrarhag-
fræðingur, f. 15. apríl 1962. Hún er dóttir Jóns Hólmgeirsson-
ar, verkmenntakennara á Akureyri, og Sigrúnar Kristínar
Kristjánsdóttur húsfreyju. Dóttir Brynjólfs og Þorbjargar er
Helena Kristín, tæpra sjö ára, og eiga þau líka nýfæddan son.
Menntun Brynjólfur gekk í ísaksskóla, Austurbæjarskóla,
Gagnfræðaskóla Austurbæjar og varð svo stúdent frá Verslun-
arskóla íslands 1967. Hann tók nám sitt alltaf mjög alvarlega,
las vel fyrir próf og stefndi hátt. Hann lauk prófi í viðskiptafræði
frá Háskóla íslands 1971 og MBA-prófi í rekstrarhagfræði frá
University of Minnesota 1973.
Ferill Sem strákur var Brynjólfur í sveit hjá ættingjum sinum
í Gautlöndum í Mývatnssveit á sumrin en fyrsta launaða starf-
ið hans var án efa sendilsstarf í fyrirtæki föður hans, fataverk-
smiðjunni Dúk hf., á unglingsárum. A námsárunum starfaði
hann við ýmislegt eins og gengur og gerist en að loknu MBA-
námi 1973 var hann deildarstjóri hagdeildar Vinnuveitenda-
sambands Islands í þrjú ár. Brynjólfur var forstjóri Almenna
bókafélagsins 1976 til ársloka 1983. Hann varð forstjóri Bæjar-
útgerðar Reykjavíkur í ársbyrjun 1984 og framkvæmdastjóri
Granda hf. frá 1985 og fram á mitt ár 2002, þegar hann varð for-
stjóri Landssíma Islands.
Félagsstörf Brynjólfur hefur verið mjög virkur í félags-
störfum, setið í stjórnum margra félaga og samtaka og gegnt
fjölda trúnaðarstarfa. A námsárum sínum var hann virkur sem
.... .... a omeð afa sinum ogArna.
31