Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2002, Síða 31

Frjáls verslun - 01.07.2002, Síða 31
NÆRMYND BRYNJOLFUR BJflRNflSON Brynjólfur Bjarnason er sagöur óvenjulega skipulagóur og metnaóarfullur stjórnandi sem veit hvaó hann vill og stefnir markvisst þangaó. Hann pykir þægilegur í umgengni, er vinsæll og honum er lagió aö telja menn á sitt hand. Hann / er maöurinn sem stýrir núna Landssíma Islands. Eftir Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur Margir urðu undrandi í sumar þegar Rannveig Rist, stjórnarformaður Landssíma íslands, tilkynnti um ráðningu Brynjólfs Bjarnasonar, forstjóra Granda, í starf forstjóra Símans. Ráðningin hefði þó kannski ekki þurft að koma svo mikið á óvart. Stjórn Símans hafði lýst yfir að hún myndi leita að manni sem hefði djúpstæða stjórnunarreynslu til að leiða fyrirtækið á viðkvæmum tíma þar sem ríkisfyrirtæki er breytt í einkafyrirtæki. Brynjólfur er jú einn fárra forystu- manna í íslensku atvinnulífi sem hefur reynslu af einmitt þessu en hann leiddi Bæjarútgerð Reykjavíkur þegar henni var breytt í einkafyrirtækið Granda. Við kynnum hér til sögunnar stjórn- andann og einstaklinginn Brynjólf Bjarnason, sem nýverið hefur tekið við forstjórastarfi Símans. Uppruni Brynjólfur er fæddur í Reykjavík 18. júlí 1946. For- eldrar hans eru Bjarni Björnsson forstjóri, Sveinssonar bókara og Ólafíu Bjarnadóttur húsfr eyju í Reykjavík, og Kristjana Brynj- ólfsdóttir húsfreyja, sem bæði eru látin. Brynjólfur er kominn af leikurum. Móðurforeldrar hans voru Brynjólfúr Jóhannesson leikari og Guðný Helgadóttir húsfreyja. Brynjólfur á þrjá bræður: Björn er elstur og hann starfar sem ráðgjafi hjá Sjóvá- Almennum, Brynjólfur kemur næstur, þá Bjarni, sem er við- skiptafræðingur og framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá Olíu- félaginu Esso, og loks Birgir, tæknifræðingur og MBA frá Englandi, markaðsstjóri hjá Samstáli. Björn er fæddur 1944 og Bjarni 1948 svo að tvö ár eru á milli þriggja elstu bræðranna og svo fimm ár milli þess næstyngsta og yngsta. Brynjólfur ólst upp við Miklubrautina í Reykjavík og í sumarbústað flölskyldunnar í Varmadal á Kjalarnesi en íjölskyldan flutti í bústaðinn á vorin og þaðan sótti húsbóndinn vinnu allt sumarið. Fjölskylda Brynjólfur er tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Kristín Björnsdóttir Thors förðunarfræðingur, f. 3. febrúar 1948, dóttir Björns Kjartanssonar Thors, blaðamanns í Reykjavík, og Helgu Valtýsdóttur leikkonu. Þau skildu árið 1990. Brynjólfur og Kristín eiga fjögur börn. Bjarni er 36 ára viðskiptafræðingur og framkvæmdastjóri hjá Lífeyris- sjóðnum Framsýn. Hann er kvæntur og á tvö börn. Helga Birna er 28 ára og starfsmaður á fyrirtækjasviði Kaupþings. Hún er í sambúð og á einn son. Kristjana, 26 ára, starfar í lausamennsku við dans, leik og sönglist í London og Birgir Örn er 18 ára nemi i Menntaskólanum við Hamrahlíð. Seinni kona Brynjólfs er Þorbjörg Kristín Jónsdóttir rekstrarhag- fræðingur, f. 15. apríl 1962. Hún er dóttir Jóns Hólmgeirsson- ar, verkmenntakennara á Akureyri, og Sigrúnar Kristínar Kristjánsdóttur húsfreyju. Dóttir Brynjólfs og Þorbjargar er Helena Kristín, tæpra sjö ára, og eiga þau líka nýfæddan son. Menntun Brynjólfur gekk í ísaksskóla, Austurbæjarskóla, Gagnfræðaskóla Austurbæjar og varð svo stúdent frá Verslun- arskóla íslands 1967. Hann tók nám sitt alltaf mjög alvarlega, las vel fyrir próf og stefndi hátt. Hann lauk prófi í viðskiptafræði frá Háskóla íslands 1971 og MBA-prófi í rekstrarhagfræði frá University of Minnesota 1973. Ferill Sem strákur var Brynjólfur í sveit hjá ættingjum sinum í Gautlöndum í Mývatnssveit á sumrin en fyrsta launaða starf- ið hans var án efa sendilsstarf í fyrirtæki föður hans, fataverk- smiðjunni Dúk hf., á unglingsárum. A námsárunum starfaði hann við ýmislegt eins og gengur og gerist en að loknu MBA- námi 1973 var hann deildarstjóri hagdeildar Vinnuveitenda- sambands Islands í þrjú ár. Brynjólfur var forstjóri Almenna bókafélagsins 1976 til ársloka 1983. Hann varð forstjóri Bæjar- útgerðar Reykjavíkur í ársbyrjun 1984 og framkvæmdastjóri Granda hf. frá 1985 og fram á mitt ár 2002, þegar hann varð for- stjóri Landssíma Islands. Félagsstörf Brynjólfur hefur verið mjög virkur í félags- störfum, setið í stjórnum margra félaga og samtaka og gegnt fjölda trúnaðarstarfa. A námsárum sínum var hann virkur sem .... .... a omeð afa sinum ogArna. 31
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.