Frjáls verslun - 01.07.2002, Page 33
NÆRMYND BRYNJÚLFUR BJflRNflSON
þá lófatölvu. Brynjólfur hefur aldrei verið mikið fyrir að troða
sér fram en það getur auðvitað talist kostur ekkert síður en
galli. Þrátt fyrir það er Brynjólfur mjög laginn við að kynnast
fólki enda mjög áhugasamur um flestar hliðar mannlífsins.
Helga Birna segir að flölskyldan og vinir geri oft grín að því að
hann hljóti að vera á leið í stjórnmál því hvert sem farið er
gengur hann um og heilsar fólki og er fljótlega kominn djúpt í
samræður við viðkomandi. Þannig er hann talinn nokkuð forvit-
inn en slfku svarar Brynjólfúr einatt með því að „maður fræðist
ekki nema með því að spyrja.“
Stjórnandi Brynjólfur er sérstaklega skipulagður stjórnandi,
sem vill hafa reglu á hlutunum og vinnur mjög markvisst og
kerfisbundið að árangri. Hann þykir faglegur stjórnandi og hefur
verið talinn í hópi hæfustu atvinnustjórnenda landsins. Hann er
ákveðinn og vinnur alla hluti af festu, metnaði og öryggi. Kristín
Guðmundsdóttir, fjármálastjóri Granda, hefur unnið með
Brynjólfi sl. átta ár og er mjög ánægð með samstarfið. Hún segir
að hann hafi góða yfirsýn yfir starfsemina, fylgist vel með því sem
er að gerast í fyrirtækinu og greini vandamálin mjög auðveld-
lega. „Það er mjög gott að vinna með honum. Hann treystir sam-
starfsmönnum sínum fullkomlega fyrir þeirra ábyrgðarsviði,
leyfir mönnum að vinna verkefnin að fullu og taka þær ákvarðanir
sem þarf að taka til að klára hlutina,“ segir hún og bætir við að
það sé mikið missir fyrir íslenskan sjávarútveg að svo öflugur
sfjórnandi hverfi úr atvinnugreininni en auðvitað sé mjög gott
fyrir Símann að fá hann til starfa.
Brynjólfur var vel liðinn meðal starfsmanna hjá Granda,
hann gekk um fyrirtækið a.m.k. einu sinni í viku og spjallaði við
starfsmennina. Af spjalli við fyrrverandi samstarfsmenn hans
má ráða að undirmenn hans og samstarfsmenn hafi vitað
nákvæmlega hvar þeir hafi haft hann því að hann hefur tamið
sér að draga skýr mörk. Hann lætur engan velkjast í vafa um
hvert þeirra verk- eða valdsvið er. Brynjólfur er sagður dug-
legur í valddreifingu. Hann gefur samstarfsmönnum sínum
mikið sjálfstæði og rými og ætíast jafnframt til mikils af þeim.
Mjög lítil mannaskipti hafa verið kringum Brynjólf hjá Granda
því að flestum hefur liðið vel í kringum hann og hafa margir
viljað halda þar áfram í starfi.
Róbert Guðfinnsson, stjórnarformaður SH, hefur átt sam-
leið með Brynjólfi um margra ára skeið og milli þeirra hefur
þróast góð vinátta. Róbert segir að Brynjólfur hafi haft mun
meiri áhrif á vinnubrögðin í íslenskum sjávarutvegi síðustu 20
árin en menn geri sér almennt grein fynr. Þegar hann byijaði í
Granda þá hafi hann komið með ný vinnubrögð inn í greinina,
t.d. í sambandi við uppgjör, áætlanir og snyrtilega og skýra
framsetningu. Þessi vinnubrögð hafi aðrir síðan tekið upp.
Róbert segir að Brynjólfur sé „sérstaklega góður fynr liðsheild-
ina“, hann hafi góð áhrif hvarvetna þar sem unnið sé í hóp,
menn beri mikið traust til skoðana hans, jafnvel þó hann sé ekki
endilega sjálfur með afgerandi forystu í hópnum. Hann sé
glöggur og vinnusamur „og ég hef sagt að hann sé einn af betri
stjórnendum í íslensku atvinnulífi. Þegar Brynjólfur er annars
vegar þá gerast hlutirnir ofstækislaust. Hann er sérstaklega
góður í skoðanaskiptum og mjög tillögu- og úrræðagóður,"
segir Róbert.
Áhugamál Brynjólfur rennir fyrir lax nokkrum sinnum á
sumri en hefur ekki stundað golfið eins mikið hin síðustu ár.
Þau hjónin eiga sumarbústað í Fljótshlíðinni og leggja þar stund
á skógrækt. Brynjólfur spilar badminton tvisvar í viku yfir vetur-
inn ásamt íjórum félögum og teflir skák einu sinni f mánuði
með skólabræðrum úr viðskiptafræðinni í HI. Hann les mikið
og safnar bókum. Hann hefur mikinn áhuga á menningar-
málum og hefur lagt þó nokkuð upp úr því að taka þátt í lista- og
menningarstarfsemi, svo sem með setu í stjórn Reykjavík -
menningarborg. Hann hefur nokkra innsýn í leiklistina enda
fóru þeir bræður mikið með afa sínum í leikhúsið í æsku.
Brynjólfúr lék 12 ára gamall lítið hlutverk í leikritinu Beðið eftir
Gódot í Iðnó en í því leikriti fóru Brynjólfur, afi hans, og Arni
Tryggvason með aðalhlutverkin. Hann fór líka með stórt hlut-
verk í skólaleikriti á námsárum sínum í Verslunarskólanum.
Leikritið hét Allra meina bót og var eftir þá Patrik og Pál, sem
var dulnefni bræðranna Jóns Múla og Jónasar Arnasona. Hlut-
verk Brynjólfs var gamli maðurinn á sjúkrahúsinu, sem
Magnús Gunnarsson í hlutverki doktor Svendsons var að
rembast við að lækna. Brynjólfur hefur verið konsúll Chile á
íslandi frá 1994 og reyndar lært spænsku en Grandi á í fyrir-
tækjum í Chile og Mexíkó. Hann æfði og keppti á skiðum sem
krakki og unglingur, var liðtækur markmaður í knattspyrnu en
lét boltaíþróttirnar þó mikið til vera.
Vinír Brynjólfur er vinmargur maður. Hann er m.a. með
æskuvinum sínum og mökum í félagsskap sem kallar sig Káta
krakka, KK í þeim hópi er m.a. æskuvinur hans, Finnur Björg-
vinsson arkitekt
Hann er einnig í skákklúbbi sem samanstendur af við-
skiptafræðingum og er orðinn 30 ára gamall. I þeim hópi eru
Jón Helgi Guðmundsson, forstjóri Bykó, Stefán Friðfinnsson,
forstjóri Islenskra aðalverktaka, Halldór Vilhelmsson, fram-
kvæmdastjóri hjá Flugleiðum, Gísli Benediktsson, viðskipta-
fræðingur hjá Nýsköpunarsjóði, Snorri Pétursson, viðskipta-
fræðingur hjá Nýsköpunarsjóði, Agúst Einarsson, fv. forstjóri
Lýsis, og Guðlaugur Björgvinsson, forstjóri Mjólkursamsöl-
unnar. Sá síðastnefndi er einnig æskuvinur Brynjólfs af Miklu-
brautinni.
Brynjólfur er í svokölluðum Eimreiðarhópi sem hittist
reglulega og er hópur sjálfstæðismanna.
Badminton-hópinn skipa, auk Brynjólfs, Olafur Davíðsson,
ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu, Hörður Sigurgestsson,
fv. forstjóri Eimskips, Hallgrímur Snorrason hagstofustjóri, og
Björn Friðfinnsson, ráðuneytisstjóri í dóms- og kirkjumála-
ráðuneytinu.
Samstarfsmenn úr Granda eru Kristín Guðmundsdóttir fjár-
málastjóri, Svavar Svavarsson framleiðslustjóri, Gunnlaugur
Sævar Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Urðar Verðandi
Skuldar, en hann var áður forstjóri Faxamjöls, og Arni Vil-
hjálmsson, stjórnarformaður Granda.
Aðrir góðir vinir eru Magnús Gunnarsson, formaður banka-
ráðs Búnaðarbanka Islands, Róbert Guðfinnsson, stjórnarfor-
maður SH, Magnús Gústafsson, forstjóri Coldwater í Banda-
ríkjunum, Kristján Ragnarsson, formaður LIU, Valur Valsson,
forstjóri Islandsbanka, Kristinn Björnsson, forstjóri Skeljungs,
Víglundur Þorsteinsson, forstjóri BM Vallár, Hörður Sigur-
gestsson, stjórnarformaður Flugleiða, sem á sumarbústað í ná-
grenni við sumarbústað Brynjólfs í Fljótshlíðinni, og Sigurður
Einarsson, forstjóri Kaupþings, en eiginkona Sigurðar og eig-
inkona Brynjólfs eru vinkonur. Þá hefur Brynjólfur verið í
nánu sambandi við Bakkavararbræður, Agúst og Lýð Guð-
mundssyni.SJ
33