Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2002, Qupperneq 35

Frjáls verslun - 01.07.2002, Qupperneq 35
OPERfl SOFTWflRE JÓN VON TETZCHNER Norsk-íslenska hugbúnaðarfyrirtœkið Opera Software hefur styrkt stöðu sína í efnahagsprengingum undanfarinna ára. Fyrirtækið hefur tvöfaldað veltu sina, fjölgað starfsfólki og náð mikilvœgum samn- ingum við stórfyrirtæki á borð við Symbian, IBM og franska fyrirtækið Canah Technologies. Eftír Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur Starfsemin hefur gengið ágætlega síðustu árin. Við ætluðum reyndar að vaxa meira í fyrra en við gerðum en við uxum samt. Við vonuðumst líka eftir meiri sölu en við getum ekki kvartað ef haft er í huga að mörg fyrirtæki misstu dampinn algjörlega. Þau lögðu mikla vinnu í vörur sem aldrei náðu á markað. Við bjuggum til vörur fyrir fyrir- tæki eins og Nokia, Motorola o.fl. sem aldrei komust á markað og það var leiðinlegt en það var aldrei nein „krísa“ í fyrirtækinu. Við náðum ýmsum mikilvægum samningum, t.d. við Symbian sem við erum alltaf að styrkja. Mikilvægast er að ná vörum inn á markaðinn og það hefur tekið langan tíma en núna er loksins ýmislegt farið að gerast," segir Jón S. von Tetzchner, framkvæmdastjóri Opera Software í Ósló, sem þróar og framleiðir Opera vafrann. Jón segir að í efnahagsþrengingum undanfarinna ára hafi markaðnum seinkað um tvö ár en áætlunum Opera hafi aðeins seinkað um eitt ár „þannig að við höfum styrkt okkar stöðu. Við höfum verið uppteknir af því að taka þátt í því sem er spennandi á markaðnum og það hefur okkur tekist, t.d. Nokia 9210- símanum. Ymsar breytingar hafa verið gerðar á nýjustu útgáfunni, t.d. er vinnsluminnið meira, en mikilvægast er að Opera er á þessum síma. Verðið á markaðnum hefur lækkað, þannig er mögulegt að búa til öflugri tæki á lægra verði og því sjáum við fram á að Opera- hugbúnaðurinn komist fyrr í ódýrari símana en við höfðum búist við. Stærri markaðir eru að opnast og samkeppnin er að aukast en við höfum styrkt okkar stöðu á símamarkaðnum,“ segir hann. Slafrænt Sjónvarp Margt hefur verið að gerast hjá Opera og þá ekki síst utan við PC-markaðinn, í lófatölvum, símum, staf- rænu sjónvarpi o.s.frv. þar sem talið er að stærsti markaðurinn verði í framtíðinni. Fyrirtækið hefur tekið að sér að þróa vafrann í samstarfi við IBM þannig að hann skilji talað mál og svo hefur fyrir- tækið einnig náð mikilvægum samningi við franska fyrirtækið Canal+ Techno- logies um þróun fyrir stafrænt sjónvarp. „Þetta er stór samningur, reyndar sá mikilvægasti fyrir okkur í krónum talið, og mikilvægi hans getur aukist enn frekar. Canal+ Technologies lofa okkur 80-100 milljónum norskra króna, eða um einum milljarði íslenskra króna, og fyrst þeir lofa svo hárri upphæð þá er ljóst að þeir telja þetta samstarf afar mikilvægt. Við höfum verið að gera samninga við stærri og minni fyrirtæki en samningurinn við Canal+ Technologies er sá mikilvægasti og hann getur orðið ennþá mikilvægari því að fyrirtækið hefur keypt hluti í EchoStar sem ætlar sér samruna með DirectTV í Bandaríkj- unum. Samtals eiga þessi tvö fyrirtæki stærstan hluta „para- bol“ markaðarins og þess vegna er ekki víst hvort þetta verður leyft. Samningurinn, sem var undirskrifaður við kaup á EchoStar-hlutunum, talar um not á forritum frá Canal+ Technologies." Veltan tvöfaldast Velta Opera Software var svipuð árið 2001 og árið 2000, eða um 27 milljónir norskra króna eða um 300 milljónir íslenskra króna, og tapið var í samræmi við áætlanir, yfir 30 milljónum norskra króna. „Það var það versta. Við ætluðum að vaxa mikið og höfðum því gert ráð fyrir miklu tapi. Tekjurnar voru minni og útgjöldin sömuleiðis en því miður var tapið eins og við gerðum ráð fyrir." Utlit er fyrir að velta fyrirtækisins tvöfaldist á þessu ári því að samningarnir við Canal+ og IBM færa fyrirtækinu tekjur auk þess sem notendur eru fleiri, auglýs- ingarnar skapa tekjur og svo eru samn- ingar fyrir hendi við ýmis önnur fyrirtæki, t.d. Google. Ymislegt bendir til þess að rekstur Opera komi vel út í ár og tap verði lítið sem ekkert, jafnvel hagnaður. Áætl- anir gera svo ráð fyrir því að hagnaður verði á næsta ári. Starfsmennirnir eru nú um 130 talsins. I viðtali Frjálsrar verslunar við Jón í árs- byijun 2001 kom fram að fyrirtækið stefni á markað síðla þess árs eða árið 2002. Jón segir að hugsanlega verði farið á markað á næsta ári. „Við viljum hafa reksturinn í plús þegar við förum á markað. Okkur hefur ekki langað á markað fram að þessu og höfum beðið en nú fer að verða tíma- bært að huga að því,“ segir hann og telur allar líkur á því að norski markaðurinn verði fyrir valinu. Það sé að mörgu leyti best að hafa einhvern heimamarkað. Markaðsvirði Opera Software var áætlað 4,5 milljarðar árið 2000 og árið 2001 var það áætlað 1,2 milljarðar norskar, eða ríflega 12 milljarðar íslenskra króna. 33 Velta Opera Software var svipuð árið 2001 og árið 2000, eða um 27 milljónir norskra króna eða um 300 milljónir íslenskra króna, og tapið var í samræmi við áætlanir, yfir 30 milljónir norskra króna. Samningurinn við Canal+ Technologies er mjög mikilvægur og getur orðið ennþá mikilvægari því að fyrirtækið hefur keypt hluti í EchoStar sem ætlar sér samruna með DirectTV í Bandaríkj- unum. Samtals eiga þessi tvö fyrirtæki stærstan hluta „parabor- markað- arins og því er spurning hvort þetta verður leyft. 35
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.