Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2002, Page 36

Frjáls verslun - 01.07.2002, Page 36
QuðPún Gísladóttir sekkur við No Tjónið sem varð þegar Guðrún Gísladóttir sökk við Lófóten var gríðarlegt. Með því hvarf ekki aðeins skip í hafið, heldur líka hátæknibúnaður og verksmiðja. Mynd: Eidar Knutsen Tjón fyrirtækja geta oröió gríðarleg efskip sekkur eda eldsvoði kemur upp. Hafa stór tjón einhver áhrifá afkomu tryggingafélaga? Hvernig vernda tryggingafélögin sigfyrir stórum áfóllum? Við birtum hér lista yfir 10 stærstu tjón á og við Island á síðustu árum og áratugum og reynum að svara þessum spurningum. Eftír Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur Tvö stór tjón hafa orðið hjá fyrirtækjum i íslensku atvinnulifi á mjög skömmum tíma. Eitt stærsta tjón sögunnar varð upp úr miðjum júní þegar eitt tæknivæddasta og stærsta skip íslenska fiskiflotans, flölveiðiskipið Guðrún Gísladóttir, sökk við Lófóten í Noregi. Tjónið var gífurlegt og má líkja við það að fiskiskip, verksmiðja og afli hverfi saman í hafið. Skipið var húf- tryggt fyrir 2 milljarða króna hjá TM en tjónið í heild sinni með afla og veiðarfærum nemur 2,2 milljörðum króna og á þá hugs- anlega eftir að taka ýmsan kostnað með í reikninginn. Trygg- ingamiðstöðin ber um 5 prósent af tjóninu, eða um 100 milljónir króna, afgangurinn fellur á erlenda endurtryggjendur. Skömmu síðar varð bruni í Fákafeni 9 í Reykjavík þar sem tólf fyrirtæki voru til húsa og og urðu fyrirtæki í Fákafeni 11 einnig fyrir tjóni. Ekki er ljóst hvert endanlegt tjón er en ætla má að það hlaupi á hundruðum milljóna króna. Þannig nemur tjónið hjá versluninni Betra baki einni saman um 50 milljónum króna. Ljóst er að tjónið dreifist á nokkur tryggingafyrirtæki. Flestöll fyrirtækin, sem urðu fyrir brunanum, voru tryggð fyrir þessu tjóni og flest voru þau með lausafjár- og rekstrarstöðvun- artryggingu. Enginn mannskaði varð, hvorki í Fákafeni né þegar Guðrún Gísladóttir sökk. Endurtrygflingar eru verndin í framhaldi af umljöllun tjölmiðla að undanförnu hafa vaknað ýmsar spurningar, t.d. um það hvort tryggingafyrirtækin verði fyrir miklum skelli þegar stór 36

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.