Frjáls verslun - 01.07.2002, Page 37
Tjón hafa vaxið ört á undanförnum
árum og þá ekki í fjölda heldur
v verðmætum. k
tjón verða, hvernig þau eru varin fyrir stórum tjónum og hvern-
ig endurtryggingavernd þeirra er háttað. Þessum spurningum
verður reynt að svara í þessari grein. Frjáls verslun hefur einnig
tekið saman lista yfir tíu stærstu tjón fyrirtækja af völdum bruna
og sjóskaða á eða við ísland á síðustu áratugum. Listinn er ekki
tæmandi. Erfitt er að finna upplýsingar um öll tjón, sérstaklega
eftir því sem frá líður, og er hugsanlegt að önnur tjón eigi heima
neðst á þessum lista en þau sem valin eru í þessari grein. Töl-
urnar eru áætlaðar, ýmist byggðar á blaðagreinum, opinberum
gögnum eða öðrum heimildum, en allar eru þær framreiknað-
ar og því samanburðarhæfar. Inn á listann eru ekki tekin bílslys,
flugslys eða sfys af völdum náttúruhamfara, t.d. snjóflóða, sem
bætt eru af viðlagatryggingum.
Tryggingafélög vernda sig gegn stórum áföllum með því að
endurtryggja sig. Ekki gilda neinar ákveðnar reglur um slíkar
tryggingar eða val á endurtryggjendum og fer þetta m.a. eftir
því hvað verið er að tryggja, hvar það er tryggt og hvort það er
tryggt hjá einum eða fleiri aðilum. Þannig gildir ekki það sama
um fasteignir, bíla og skip, svo að dæmi séu nefnd, og heldur
óliklegt er að skip, afli, veiðarfæri eða farmur séu tryggt hjá
einum og sama aðilanum. Þegar endurtrygginga er þörf fara
íslensku félögin oft í gegnum miðlara, t.d. í London. Endur-
tryggjendurnir geta verið fáir eða margir þannig að áhættan
dreifist á fleiri aðila, allt eftir aðstæðum hverju sinni. Endur-
h'yggjendurnir eru reyndar mikið til þeir sömu hjá öllum
íslensku tryggingafélögunum og gjarnan eru þeir í hópi þeirra
stærstu í heiminum. Sem dæmi má nefna Munich Re, Sviss Re,
GE-Frankona og ýmis fyrirtæki í Frakklandi og Norður-
löndunum. Við endurtrygginguna er fyrirkomulagið þá þannig
að tryggingafélögin hér heima eru með ákveðna eigináhættu
og eru svo tryggð fyrir afganginum.
Kostnaðurinn á þjóðlélaginu Ekki er gott að segja nákvæm-
lega hvaða afleiðingar stór tjón hafa en þó er rétt að hafa í huga
að öll tjón geta haft keðjuverkandi áhrif með einum eða öðrum
hætti, skýrt dæmi um það eru hryðjuverkin í Bandaríkjunum
11. september 2001 sem hafa haft áhrif hér á landi eins og
annars staðar í heiminum. Iiklegra er að mörg stór tjón með
37