Frjáls verslun - 01.07.2002, Side 39
STORTJÓN HJfl TRYGGINGAFÉLÖGUNUIVI
Gunnar Felixson
forstjóri Tryggingamiðstöðvarinnar:
Endurtryggingar
í lagi
Það gefur auga leið að eðli tryggingafélaga er þannig að tjón
gerast og aldrei eftir fyrirfram gerðu mynstri. Þau geta gerst
hvenær sem er. Það er að sjálfsögðu ekki gott að verða fyrir
stóru tjóni en það sem skiptir höfuðmáli er að endurtryggingar
félagsins séu í lagi. Þannig dreifast stórtjónin á lengri tíma og
áhrif þeirra raska ekki rekstri félagsins. TM er traust fyrirtæki
með endurtryggingar í afar góðu lagi og því hafa stærri tjónin
ekki eins mikil bein og skyndileg áhrif á rekstur félagsins,"
segir Gunnar Felixson, forstjóri Tryggingamiðstöðvarinnar.
„Annað er að stærri tjónin dreifast bæði á rekstur félagsins
yfir mörg ár og jafnframt, án þess þó að ég geti mælt það
nákvæmlega, hafa þau vafalaust líka áhrif á kjör annarra félaga.
Nær öll íslensku félögin endurtryggja á sömu og svipuðu
mörkuðum og þar af leiðandi getur tjón, sem eitt tryggingafélag
verður fyrir, Mka haft áhrif á hin. Þetta hefur sem sagt áhrif á
markaðinn í heild sinni. Eðli trygginga er það að dreifa tjónum á
langan tíma og marga aðila.“ [ffl
Pétur Már Jónsson
framkvæmdastjóri hjá VÍS:
Áhrif á skipa-
tryggingar?
áhrif á þá vátryggingavernd sem unnt er bjóða. Einnig hafa mörg
stór tjón hérlendis þau áhrif að endurtryggingafélögin kreljast
hærra iðgjalds fyrir endurtryggingar hér. Þar sem endurtrygg-
ingaiðgjöld eru töluvert stór hluti kostnaðar við rekstur vátrygg-
ingafélaganna er líklegt að slíkar hækkanir endurtrygginga leiði
til hækkana á verði vátrygginga hérlendis.“ HD
Einar Sveinsson
forstjóri Sjóvár-Almennra:
Frekar fjöldinn
en stærðin
Lítil tjón geta verið jafn íþyngjandi fyrir tryggingafélögin og stór
tjón. Þetta á sérstaklega við þegar litið er til tíðni þeirra. Endur-
tryggingavernd félaganna er lítil sem engin í shkum tilvikum.
Þess háttar tjónatíðni hefur þar af leiðandi meiri áhrif á afkomuna
og vátryggingaiðgjöldin en eitt stórt tjón, auk þess sem það kann
að skipta máh um hvers konar vátryggingar er að ræða,“ segir
Einar Sveinsson, forstjóri Sjóvár-Almennra.
Einar telur ekki gott að segja til urn á þessari stundu hvaða
áhrif tjónið vegna Guðrúnar Gísladóttur og brunans í Fákafeni
kunni að hafa. „Það er vel hugsanlegt að þessi tjón hafi einhver
áhrif. Það er ljóst að þau hafa mjög afgerandi neikvæð áhrif á
afkomu viðkomandi vátryggingagreina og kunna því að leiða til
einhverra iðgjaldshækkana. Hér er þó um einstaka mjög alvar-
lega tjónsatburði að ræða en tíðni þeirra er sem betur fer lítil.
Endurtryggingakjör vátryggingafélaganna munu þó að líkindum
versna þannig að þau verða að greiða meira fyrir endurtrygg-
ingaverndina. Ymis önnur atriði geta líka haft áhrif, t.d. langtíma
endurtryggingasamningar við erlend félög, markaðsaðstæður
úti í heimi og svo mætti áfram telja. Stór tjón geta alltaf átt sér stað
og við þeim eru félögin búin. Eg tel því að það sé frekar tíðnin en
stærðin sem skipti máli.“ SH
Eins og við sjáum þetta í dag virðist sem
stórum tjónum fari íjölgandi. Rekstur fynr-
tækja er orðinn til muna tæknivæddari og verð-
mætari tæki og búnaður eru í minna húsrými
en áður var. Þess vegna verður tjón oft stærra í
dag þótt ekki sé stærra húsrými að brenna en
áður. Þá er orðið til muna algengara að fynr-
tæki séu með rekstrarstöðvunartryggingu en
áður var og það bætist við hið beina tjón af
brunanum. Einnig er verðmætari búnaður um
borð í íslensku skipunum," segir Pétur Már
Jónsson, framkvæmdastjóri atvinnutrygginga-
sviðs hjá VIS.
„I raun er fyrirkomulag vátrygginga alþjóð-
legt. Atburðir erlendis geta haft áhrif á kostnað
vegna endurtrygginga sem íslensk félög þurfa
að bera. Þá geta atburðir erlendis einnig haft
MewUM
-setur brag á sérhvern dag!
39