Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2002, Page 44

Frjáls verslun - 01.07.2002, Page 44
Tryggvi Helgason, fv. landsliðsmaður Islendinga í sundi og núverandi framkvœmdastjóri hjá LA/Ventura-deild þriðja stærsta byggingafyrirtœkis í Bandaríkjunum, Centex Homes. „Mitt starfer að gæta þess að hverfisstjórarnir haldi áætlun í framkvœmdum og að öllum kröfum okkar sé fullnœgt. Ég fylgist einnig með því að ekki sé farið fram úr fjárhagsáœtlun við framkvæmdirnar, “ segir hann. Framkvæmda hjá þriðja slærsta byggingafyrirtæki r Eg er yfir hverfum og hverfisstjórum. Mitt starf er að gæta þess að hverfis- stjórarnir haldi áætlun í fram- kvæmdum og að öllum kröfum okkar sé fullnægt. Ég fylgist einnig með því að ekki sé farið fram úr fjárhagsáætlun við framkvæmdirnar. Ég ræð hverfisstjóra og ef þeir standa sig ekki þá verð ég að bregðast við því. Ef viðskiptavinurinn er óánægður og ekki tekst að leysa það þá er kallað á mig. Centex Corporation er gríðarlega stórt fyrirtæki með marg- háttaða starfsemi undir sínum hatti, ekki bara í fasteignabyggingu og -sölu heldur líka í öðrum greinum, bæði tengdum og ótengdum byggingaframkvæmdum, t.d. við framleiðslu eininga- húsa, fjármögnun við fasteignakaup, rekstur tryggingafélags og meindýraeyðingu, svo að dæmi séu nefnd. Samstæðan á lika eitt byggingafyrirtæki í Bretlandi, sem var keypt fyrir tveimur árum. Oftast erum við með sömu undirverktakana í vinnu hjá okkur, menn sem við höfum góða reynslu af, en stundum þarf að ráða nýja menn og þá aðstoða ég við það. Það eru 30-35 verktakafyrir- tæki sem vinna við hvert hús sem við byggjum svo að þessi starfsemi er mjög sérhæfð hérna,“ segir Tryggvi Helgason, framkvæmdastjóri Los Angeles/Ventura deildar fasteignafýrirtækisins Centex Homes í Bandaríkjunum. Græna kortið út á sundið Fæddur er hann og uppalinn á Selfossi, starfaði sem lærlingur hjá byggingafyrirtæki bróður síns, Gunnars Helgasonar, í Vestmanna- eyjum og lauk sveinsprófi í smíðum. Tryggvi æfði sund en tók sér hlé í eitt og hálft ár meðan hann bjó í Eyjum. Þar styrktist hann svo við allan burðinn og erfiðisvinnuna að honum gekk ennþá betur þegar hann fór aftur að synda. Honum var komið í samband við menntaskóla í Norður-Svíþjóð sem sérhæfði sig í íþróttamönnum. Þar bjó hann á heimavist með 16 öðrum sundmönnum og 16 skíða- mönnum og æfði sund undir leiðsögn þjálfara sem sinnti bara þessum litla hópi. Tryggvi bjó í þijú ár í Svíþjóð. Hann fór með sænska landsliðinu á Olympíuleikana í Los Angeles í Bandaríkj- Tryggvi Helgason, sem margir muna eftir sem einum fræknasta / sundmanni Islendinga, hefur starfab sem framkvœmdastjóri hjá þriöja stærsta byggingafyrirtæki Bandaríkjanna í nokkur ár. Hann stýrir uppbyggingu á einbýlishús- um í Los Angeles og nágrenni. Effir Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur Myndir: úr einkasafni 44

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.