Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2002, Qupperneq 46

Frjáls verslun - 01.07.2002, Qupperneq 46
Einbýlishúsin, sem fyrirtæki Tryggva reisir, eru sérstaklega glœsileg eins og sjá má á þessari mynd. tæki Bandaríkjanna og gengur reksturinn mjög vel en Centex Corporation er skráð í kauphöliinni í New York. Velta samstæð- unnar nemur 8 milljörðum Bandaríkjadala, eða um 700 milljörð- um króna. Eins og kunnugt er hefur hlutabréfamarkaðurinn í Bandaríkjunum verið á niðurleið en á sama tíma hefur fasteigna- markaðurinn og hefur fasteignaverð í Kaliforníu hækkað um 20 prósent Hjá Centex Homes er fjárhagsárið frá 1. apríl til 31. mars og segistTryggvi eiga von á því að hagnaðarmet verði slegið hjá sér á næsta ári, hagnaðurinn nemi 20-25 milljónum Bandaríkja- dala, eða um 2 milljörðum króna. Samstæðan hefur alls um 15 þúsund starfsmenn, þar af eru um 4.000 manns starfandi hjá Centex Homes en það fyrirtæki hefur starfsemi í 23 ríkjum Bandaríkjanna. HjáTryggva starfa 50- 60 starfsmenn, ef undirverktakarnir eru ekki taldir með, þar af eru 23 sem eru beinlínis hans undirmenn. Tryggvi hefur hækkað hratt í tign og fimmfaldað tekjur sínar frá upphafi og það án þess að hafa nokkru sinni þurft að biðja um kauphækkun. Hann segist ekkert vera á leiðinni heim í bráðina, hann sé með góðar tekjur og farinn að hafa það mjög gott en auðvitað geti verið gaman að hafa aðsetur heima til að dveljast yfir sumarið þegar hann fer á eftir- laun. Tryggvi var fyrst aðstoðarhverfisstjóri í tvö ár og svo hverfis- stjóri í tvö og hálft ár í Bakersfield þegar hann óskaði eftir því að vera fluttur til Los Angeles. Þar hefur hann nú starfað í fimm og hálft ár, fyrst sem hverfisstjóri og svo sem framkvæmdastjóri í þijú ár. Þeir eru tveir framkvæmdastjórarnir sem stýra uppbygg- ingu á húsum í sjö hverfum í tveimur sýslum, Ventura og Los Angeles-sýslunni en þó fyrst og fremst í þeirri síðarneihdu. Mark- miðið er að bygga 450 einbýlishús á næsta ári, 550 stykki árið 2004 og 700 árið 2005. Erfitt að finna land „Það hefur verið mikil eftirspurn efúr húsum á þessu svæði og við höfum ekki haft undan að sinna henni. Við erum t.d. núna ekki byijaðir að byggja sýningarhúsin í nýju hverfi og samt er fólk þegar farið að skrá sig á kaupendalista,“ segir hann og bendir á að mikill hörgull sé á lóðum á þessu svæði og það hafi haft sín áhrif. „Það er orðið erfitt að finna land inni í borginni, borgin er alltaf að stækka og það er mikil eftirspurn eftir landi,“ segir hann en telur að það hafi bætt úr skák að Ford verksmiðjurnar hafi verið með fyrirtæki í byggingageiranum, sem hafi átt lóðir tilbúnar undir framkvæmdir fyrir 700 hús. „Þetta fyrirtæki ákvað að selja lóðirnar og kom helmingur þeirra í okkar hlut. Við keyptum lóðir undir 350 hús í flórum hverfum og erum byrjaðir að byggja tvö hverfi og erum að byija á því VIDTflL TRYGGVI HELGASON þriðja í september. Lóðir hér eru mjög dýrar, kosta um 150 þúsund Bandaríkjadali, eða um 15 milljónir króna fyrir hvert hús.“ - Hvemig fer þessi starfsemi fram? „Þetta er þannig að við kaupum land eða lóðir undir 80-120 einbýlishús. Oftast eru lóðirnar tilbúnar til byggingaframkvæmda en stundum kaupum við landið hrátt og þá þarf að byija á þvi að jafna út, legga skólp, rafinagn, götur o.s.frv. Oftast byijum við á því að byggja þrjú sýningarhús og höfum svo söluskrifstofú með okkar sölufólki í einu þeirra. Ut frá þessu byijum við að selja og byggja. Eg er aðeins með 23 starfsmenn undir mér því að við fáum undir- verktaka til að bjóða í framkvæmdirnar og byggja húsin. Við framkvæmdastjórarnir stjórnum hins vegar verkinu og sjáum til þess að húsin séu byggð að okkar kröfum og skilyrðum og að þau uppfylli þarfir viðskipta- vinarins. Við byrjum að meðaltali á fimm til átta húsum í hveijum mánuði í hveiju hverfi en svo tekur það allt að fimm til sex mán- uðum að fullklára hvert hús. Hverfisstjórarnir geta því verið með allt upp í 48 hús í byggingu í einu,“ svarar hann. Bytjgir 22.500 stk. á ári Centex Homes skilar húsunum ávallt fullbúnum að innan og utan, „það er bara að mæta með lykilinn og tannburstann en yfirleitt klárum við ekki lóðirnar, nema þá stundum fyrir framan húsið ef þess er sérstaklega óskað,“ segir Tryggvi. Mikið er lagt upp á því að allar áætlanir standist gæðin séu í fullkomnu lagi og að húsið sé tilbúið til afhendingar á umsömdum tfrna. Hverfisstjórarnir eru í beinu sambandi við við- skiptavinina, þeir fylgjast með framkvæmdunum og leiða við- skiptavinina áfram, aðstoða þá og gæta þess að allt, sem þeir hafa valið sér, sé sett í húsið eins og það á að vera o.sirv. Nokkrum dögum fyrir afhendingu fær viðskiptavinurinn tækifæri til að skoða húsið mjög nákvæmlega og gera athugasemdir. Ef eitthvað þarf að laga þá er það gert Framkvæmdastjórarnir gera síðan gæðakönnun á hveiju húsi áður en það er endanlega afhent. Ekki er gengið frá afsali nema húsið sé í topplagi og viðskiptavinurinn sé 100 prósent ánægður. Centex Homes-fyrirtækið byggir og selur um 22.500 hús á ári, þar af verða húsin hjá Tryggva um eða yfir 400 talsins á þessu ári. Boðið er upp á níu mismunandi hús í hveiju hverfi en húsin eru yfirleitt aldrei eins frá einu hverfi til annars. Hvert hús kostar frá 420-800 þúsund dollurum, eða um 40-80 milljónir króna. Flest húsin eru 200300 fermetrar að stærð en stundum eru þau um eða yfir 400 fermetrar. Meira er yfirleitt lagt í sýningahúsin enda eru þau notuð til að kynningar gagnvart viðskiptavinum. Tryggvi seg- ir að nýlega hafi eitt sýningarhúsið verið selt fyrir 1,4 milljónir doll- ara, eða 120 mifljónir króna. Það hús hafi verið vel fyrir ofan með- allag. Húsin kaupir yfirleitt vel menntað fólk og fólk í efri stéttum þjóðfélagsins, td. læknar, lögfræðingar, stjórnendur og fólk í sjálf- stæðum atvinnurekstri. Sjálfúr býr Tryggvi að sjálfsögðu í Centex Homes-húsi í úthverfi Los Angeles. - Ertu sestur þama að? , Já, mér líður mjög vel hérna. Eg er farinn að hafa það gott. Konan mín, Wenda Windle-Helgason, er fædd og uppalin hérna og nýút- skrifuð úr hjúkrunarnámi. Eg hugsa að ég verði hérna áfram. Eg er vanur þessu góðra veðri hérna og er ánægður með fyrirtækið og fyrirtækið virðist ánægt með mig.“ SS 46
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.